Víkurfréttir - 20.10.1988, Side 20
AFGREIÐSLA BLAÐSINS
er að Vallargötu 15. - .Símar 14717, 15717.
SPURÐU SPARISJÓÐINN
Áhaldahús
Keflavíkur-
bæjar:
Frjálslega
skrifaðir
reikningar
Fyrir fund stjórnar Bruna-
varna Suðurnesja nú nýverið
voru lagðirfram reikningarfrá
áhaldahúsi Keflavíkurbæjar
að upphæð kr. 28.828 vegna
umhirðu lóðar við slökkvi-
stöðina nú í sumar. Kom fram
á fundinum að stjórn BS þótti
reikningarnir frjálslega skrif-
aðir og hafnaði því greiðslum
að svo komnu máli.
Að sögn Jóhannesar Sig-
urðssonar, aðstoðarslökkvi-
liðsstjóra, er hér um að ræða
reikninga fyrir sláttur á grasi
og þykir mönnum sem reikn-
ingarnir séu of margir, þ.e.
rukkað sé fyrir fleiri skipti en
komið var.
Er málið kom fyrir bæjar-
stjórn Keflavíkur nú á þriðju-
dag urðu umræður um málið
og gerður var fyrirvari um
samþykkt þess. I máli Guð-
finns Sigurvinssonar, bæjar-
stjóra, kom m.a. fram að ef
menn ætla að bregðast svona
við, þá gætu þeir annast þessi
verk sjálfir í framtíðinni og þar
átti hann við stjórn Bruna-
varna Suðurnesja.
\>íkuk
-írjálst, óháð og án
allra opinberra
styrkja.
Gangstéttarlagning við Hafnargötu,
KEFLAVlK:
Malbikunar- og
gangstéttafram-
kvæmdir í gangi
Þó farið sé að hausta standa
yfir malbikunar- og gang-
stéttaframkvæmdir i Keflavík.
Að sögn Guðfinns Sigurvins-
sonar, bæjarstjóra, er nýbúið
að malbika Mávabrautina og
var þar malbikað alveg út í
lóðamörk en ekki skilin eftir
malarrönd eins og áður. Sagði
hann þetta til mikilla bóta.
Þá verður sett nýtt slitlag á
Hafnargötu, frá Víkurbraut
að Flugvallarvegi, og er búið
að fræsa þá kafla sem slæmir
voru á þeim hluta. Er beðið
eftir hagstæðu veðri svo ljúka
megi því verki.
Jafnhliða þessu er verið að
leggja nýja gangstétt á Hafnar-
götu, frá Heiðarvegi og upp að
Faxabraut, en gangstéttin var
orðin mjög léleg á þessum
kafla. Er það Garðaþjónusta
Suðurnesja sem er verktakinn í
gangstéttaframkvæmdunum
en Hlaðbær/Colas sem sér um
malbikunina.
RAGGI BRATTUR OG
BJARTSÝNN ÞRATT FYRIR
LANGAN SKULDAHALA
Ragnar Eðvaldsson, fyrr-
um eigandi Ragnarsbakajís
og núverandi eigandi Ár-
baks, ræðir unt gjaldþrot
þess fyrrnefnda í opnuviðtali
í dag. Þar segir Ragnar m.a.
að hann sé með langan
skuldahala á eftir sér úr
þrotabúi þessu, en þar sem
hann hafi séð fram á at-
vinnumissi starfsfólksins
hafi hann tekið þátt í endur-
reisn fyrirtækisins á síðasta
ári.
Þessi mál og önnur þeim
tengd eru rakin í viðtalinu
við Ragnar, svo og fjár-
mögnun hans á hinu nýja
fyrirtæki og ýmislegt annað.
Jlllii'il - 1 m i
TRÉ
TRÉ-X byggingavörur
Iðavöllum 7 - Keflavík - Sími 14700
Bátasölur
frá
Grindavfk
Hraðfrystihús Grindavík-
ur hefur selt bát sinn Mána
GK 36 til Tálknafjarðar. Er
söluverðið um 37 milljónir
króna.
Mun fyrirtækið vera að
leita að stærri bát, sem henta
myndi fyrirtækinu betur.
Máni er 72 tonn að stærð,
smíðaður úr eik 1959.
Þá hafa borist fregnir af
því að svo geti farið að fleiri
bátar verði seldir burt nú á
næstunni. En nánar um það
síðar.
Innbrot í
nýbyggingu
Brotist var inn í nýbyggingu
við Bragavelli í Keflavík um
síðustu helgi og stolið þaðan
verkfærum s.s. hjólsög og bor-
vél, Danfoss krönum o.fl. að
verðmæti um 200 þúsund
krónum. Er málið nú í rann-
sókn hjá rannsóknarlögregl-
unni í Keflavík.
Tekinn
á 128
km hraða
við Fitjar
Lögreglan í Keflavík stöðv-
aði á þriðjudagsmorgun öku-
mann sem ók helst til greitt á
Fitjum í Njarðvík. Kom
bíllinn á 128 km hraða inn á
radar lögreglunar, sem brást
strax við og stöðvaði kauða.
Er það eitthvað nýtt að þeir
fari frjálslega með
reikninga . . . ?