Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.03.1989, Page 1

Víkurfréttir - 09.03.1989, Page 1
Elfa Hvund F'eguvðardvottning Suðurnesja 1989 ELF<4 HRUND GUTTORMSD Ó TTIR, 17 ára Njarðvíking- ur, var kjörin,,Fegurðardrottning Suðurnesja 1989“ í Glaum- hergi ú lauganlagsk völdið. Ljósmyndafyrirsæta Suðurnesja 199 var kjörin 18 ára Garðdantu, Linda Ólafsdóttir, ogsíðan kusu stúlkiirnar sjálfar vinsælustu stúlkuna ár eigin hópi og hreptti Guðmunda Sigurðardóttir, 18 ára Keflavíkurmær, þann titil. A annarri myndinni fagnur Elfa Hrund er úrslitin voru kynnt, eit á hinni er luín ásamt Lindu og Guðmundu. Ljósm.: Vikurfrcitir/Olaliir CJunnarsson Skúmur GK kominn á söluskrá Fiskanes hf. í Grindavík hefur ákveðið að selja Skúm GK 22 frá fyrirtækinu, að sögn framkvæmdastjóra þess, Dagbjarts Einarssonar. Sagði hann ástæðuna fyrir sölunni vera þá að útgerð skipsins hefði ekki gengið nógu vel og skipið væri því til sölu, ef sú upphæð fengist fyrir skipið sem eigendur væru með í huga. Einn aðili hefur spurst fyrir um skipið( en ekki fékkst uppgefið hver það er. Skúmur GK 22erbyggður í Ramvik í Svíþjóð 1987 og mælist 242 tonn. Stofnkostnaður vatnsveitu: Varnarliðið krafið um 300 millj. Samkvæmt könnun ný- stofnaðrar Vatnsveitu Suð- urnesja er heildarkostnaður við vatnsöflunina og að koma vatninu til byggða um 302 milljónir króna. Kom þetta fram á borgarafundin- um í Njarðvík á dögunum. Hér er um frumniðurstöð- ur og kostnaðaráætlun að ræða til að gera virkjunina fyrir vatnstökuna og lögn vatnspípunnar með þremur endastöðvum, þ.e. eina við miðlunartank varnarliðsins og síðan fyrir Njarðvík og Keflavík, jafnframt því sem gengið er þannig frá að Garður og Sandgerði geti komist í stofnæð þessa. Þó varnarliðið hafi ekki enn samþykkt greiðslu á þessu, telja fróðir menn um mál þetta, s.s. Oddur Einars- son, bæjarstjóri, og Magnús Guðjónsson, heilbrigðisfull- trúi, að með því að skipuð hefur verið viðræðunefnd, felist þar viss samþykkt af hálfu varnarliðsins um bóta- skyldu. Enda eru nú yfir- gnæfandi líkur fyrir því að mengun vatnsbólanna megi rekja til varnarliðsins. Hafa íslensk stjórnvöld hafnað niðurstöðum varnar- liðsins úr þeim könnunum sem það gerði fyrir stuttu, enda telja engir íslenskir vís- indamenn að sú niðurstaða, sem þar fékkst, standist. I viðræðunefndinni eru skrifstofustjóri varnarmála- deildar, einn þjóðræktar- fræðingur og einn heima- maður, Hannes Einarsson. l'órhallur Sleinarsson Björgun í Sandgerð- ishöfn Bílstjóri á olíubifreið frá OLIS, Þórhallur Steinars- son, vann frækilegt björgun- arafrek, er maður féll á milli skips og bryggju í Sandgerði á þriðjudagskvöld í síðustu viku. Við fengum Þórhall til þess að lýsa björguninni fyrir okkur: ,,Eg var að afgreiða olíu um borð í Eini GK 475 og hafði tekið eftir manni sem kom gangandi eftir bryggjunni, en veitti honum ekkert frekari athygli. Það var síðan ekki fyrr en ég stóð á bryggjubrúninni að ég fann eitthvað koma við hliðina á mér og við það steyptist mað- urinn í sjóinn,“ sagði Þór- hallur -Hver voru fyrstu viðbrögð? ,,Það kom nokkurt fá á mann en ég fór strax niður dekkin utan á bryggjunni og setti annan fótinn í stiga á skipinu og náði þannigstrax taki í úlpu mannsins. Þegar ég var búinn að ná taki á manninum í sjónum, þá kallaði ég á hjálp og vél- stjórinn kom og aðstoðaði mig við að ná manninum upp. Síðan kom útgerðar- stjórinn hjá Rafni hf. og hann sá um að koma mann- inum í hita.“ -Var maðurinn lengi í sjónum? „Það er voðalega erfitt að gera sérgrein fyrir tímanum í svona björgunaraðgerðum. Maðurinn, sem er á miðjum aldri, var blautur og ég hefði ekki ráðið við að koma hon- um sjálfur upp á bryggjuna. Þá var mjög kalt þarna en frostið mældist sjö gráður," sagði Þórhallur Steinarsson, bílstjóri hjá OLÍS, að end- ingu. Blaðið hafði einnig sam- band við lögregluna i Kefla- vík og tjáði hún okkur að maðurinn hefði verið fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík til öryggis, þar sem hann fékk nauðsynlega aðhlynningu.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.