Víkurfréttir - 09.03.1989, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 9. mars 1989
Fyrir
fermingarnar
■ Kransatertur ■
■ Rjómatertur ■
■ Marsipantertur ■
og iiein
veislutertur.
Halnargdlu 31 - Simi 11695
Orvals gæði
og
þjónusta.
Fjölmenni var í bjórnum strax eftir opnun.
Ljósm.: hbb.
100 þús. dósir á 3 dögum
Áætlað er að um 100.000
tijórdósir hafi selst í útsölu
A.T.V.R. fyrstu þrjá „bjór-
dagana“ í síðustu viku. Á
annað hundrað manns voru
mættir í bjórinnkaupin strax
við opnun útsölunnar á mið-
vikudag í vikunni sem leið.
Versluðu margir góða
skammta af bjórnum, enda
munu haf'a verið haldnar
bjór- og pizzuveislur í
nokkrum fyrirtækjum hér
sunnan Straums. Meðfylgj-
andi myndir voru teknar við
opnunina í Hólmgarði og
sýna þær þann mikla mann-
fjölda sem þar var mættur til
þess að versla þennan vin-
sæla drykk.
Mikið umferðaröngþveiti var á bílastæðunum við rikið.
Aldósasöfnun
til Qármögnun-
ar á vernduð-
um vinnustað
Hverjum hefði dottið það í
hug að hægt væri að búa til
pening með söfnun á áldós-
um? Þeir félagar Ólafur Eiríks-
son hjá Atvinnuleit fatlaðra og
Hálfdán Ingi, sem er öryrki,
hafa verið að vinna í að koma
upp nokkurs konar flokkun-
ar- og móttökustöð fyrir öl-,
gos- og aðrar drykkjarumbúð-
ir úr þessum efnum, hér á Suð-
urnesjum.
Fengu þeir í lið með sér
Kristinn Hilmarsson hjá
Þroskahjálp á Suðurnesjum en
hann mun sjá um fjármál söfn-
unarfyrirtækisins. Þeir félagar
dreifðu síðan körfum undir
dósirnar í lok síðustu viku um
mestöll Suðurnes og á mánu-
dag höfðu safnast á milli 12-
1300 áldósir.
Er hér um tveggja mánaða
tilraun að ræða en ætlunin er
að reyna að skapa fötluðum at-
vinnu. Skilagjald verður greitt
til Þroskahjálpar fyrir hverja
dós og mun hagnaðurinn af
söfnuninni renna til Þroska-
hjálpar, en nú er unnið að því
að koma upp vernduðum
vinnustað fyrir fatlaða en gott
húsnæði vantar fyrir slíka
starfsemi, þarsem fatlaðirgeta
flokkað og pakkað ýmsum
hlutum.
Félagarnir og bjartsýnismennirnir Kristinn Hilmarsson, Ólafur
Eiríksson og Hálfdán Ingi, í „dósaflokkunarstöðinni“ í Litlu
milljón. Ljósm.: hbb.
TIL SOLU
Tilboð óskast í húseignina Vík-
urbraut 46, Grindavík. Húsið
selst til brottflutnings. Nánari
upplýsingar á skrifstofu félags-
ins í síma 15400.