Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.03.1989, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 09.03.1989, Blaðsíða 13
víkuh jUUU Fimmtudagur 9. mars 1989 13 Kvenfélagið Njarðvík: Umhverfis- mál til umræðu Aðalfundur Kvenfélags- ins Njarðvíkur var haldinn 13. febrúarsl. Aukaðalfund- arstarfa voru á fundinum rædd umhverfismál í byggð- arlaginu. Jón Olsen garð- yrkjufræðingur var á fundin- um og ræddi við fundarkon- ur um fyrirhugaðar fram- kvæmdir umhverfismála. Líflegar umræður urðu um málið. Stjórn félagsins er óbreytt frá fyrra ári. Þorrablót félagsins var haldið 21. janúar og var mjög fjölsótt. Næsti fundur verður í húsakynnum félagsins mánudaginn 13. mars kl. 21. Anna Mýrdal, kvensjúk- dóma- og fæðingalæknir, verður gestur fundarins og ætlar hún að flytja erindi um breytingaskeið kvenna. Carl Jóhann Spenccr utan við hús liahá'í við Túngutu í Keflavík. Ljósm.: hhb. í heimsókn hjá Bahá’í Nú hin síðustu ár hefur fólk orðið meira vart við fleiri og ný trúarbrögð og trúarhópa. Einn er sá hópur sem Bahá’íar kallast og snemma síðasta haust keyptu þeir eigið húsnæði við Túngötuna í Keflavík. Vík- urfréttir heimsóttu einn aðal hvatamann Bahá’í hér á Suð- urnesjum, Carl Jóhann Spencer, og vildu aðeins kynnast honum og hvernig gengi að boða trúna hér á landi. Carl Jóhann Spencer hef- ur verið hér á landi í 25 ár en er upphaflega frá Kanada, þar sem hann á stóra fjöl- skyldu. Hann hefur búið í Reykjavík, á Akureyri og býr nú ásamt konu sinni og barni að Túngötu 11 í Kefla- vík, en það hús er í eigu Bahá’í samfélagsins í Kefla- vík. Við báðum Carl Jóhann að lýsa fyrir okkur Bahá’í trúnni. „Bahá’í trúin er sjálfstæð trúarbrögð, sem byggja á kenningum Bahá’ú’lláh, sem álitinn er af Bahá’íum Guð- legur sendiboði fyrir okkar tíma. Trúarbrögð hans hafa á minna en hundrað árum frá andláti stofnanda síns breiðst út um gervallan heim og eru í dag talin næst út- breiddustu trúarbrögð heimsins og er þá miðað við landfræðilega útbreiðslu. Grundvallarkenning trúar- innar er Alheimsfriður, byggður á grundvelli einnar trúar á Einn Guð.“ -Hvernig gengur að boða trúna hér á landi? „Þegar ég kom hingað fyrst voru sjö Bahá’íar hér á landi. Nú telja Bahá’íar hátt á fjórða hundrað manns. Ég vil taka það fram að ég er ekki trúboði og geng ekki í hús eða predika yfirfólki. Ég kom hingað á minn eigin kostnað í þeim tilgangi að aðstoða við útbreiðslu trúar- innar, með því að svara þeim er kunna að spyrja um hana og veita fólki tækifæri á því að kynna sér málin,“ sagði Carl Jóhann að endingu. Grindavík: Borvél og handverkfærum stolið Brotist var inn í nýbygg- ingu Kaupfélags Suðurnesja í Grindavík á mánudag í síð- ustu viku. Var þaðan stolið hleðslu- borvél og handverkfærum frá verktaka sem vinnur við bygginguna. VIÐ ERUM í TAKT VIÐ TÍMANN.... Prentum á tölvupappír. Öll almenn prentþjónusta. Reynið viðskiptin. GRÁGÁS HF. Vallargötu 14 - 230 Keflavik /q / Simar 11760, 14760 /U/ café STOP HAFNARGÖTU 27 Þarftu að losna við...? - sentimetra - appelsínuhúð - vöðvabólgu Nú er ekki seinna vænna að koma sér í form fyrir vorið. Þeir sem eiga ónot- aða tíma verða að nota þá fyrir næstu mánaðamót. Ath. 380 kr. tíminn. Mánaðarkort kr. 3400. Þú ræður þínum tíma. Hámark 3svar í viku. i Æfingastofa BEGGU Hafnargötu 25 Keflavík Sími 15433

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.