Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.03.1989, Síða 20

Víkurfréttir - 09.03.1989, Síða 20
\HKUR ýutUí Fimmtudagur 9. mcirs 19X9 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Vallargötu 15 - Símar 14717, 15717. Tvær í öruggum vexti. Sparisjóðurinn - fyrir þig og þína W*5.T: Kerra veldur árekstri í Grinda- vík Kerra með tveimur full- fermdum fiskikörum olli árekstri á Ránargötu í Grindavík á þriðjudag í síð- ustu viku. Atvikaðist óhapp- ið á þann hátt að kerran losn- aði aftan úr bíl og rann aftur á bak niður götuna og á ann- an bíl sem þar kom akandi. Vantaði á kerruna allan þann öryggisbúnað, sem skylt er að vera nteð, s.s. ör- yggiskeðju og þar að auki var kerran ekki fær um að flytja svo stóran fiskfarm. Skemmdist bíllinn, sem kerran rann á, nokkuð en hlaupa varð á eftir eiganda tjónvaldsins, þar sem hann varð ekki var við það þegar kerran losnaði. Þá varð einnig þriggja bíla árekstur á gatnamótum Gerðavalla og Víkurbrautar kl. 17.20 þarsíðusta mánu- dag. Engin slys urðu á fólki en bílarnir skemmdust nokkuð. Tveir ölvaðir ökumenn voru teknir af Grindavíkur- lögreglunni um síðustu helgi, báðir vegna bjórdrykkju. sést Ingúlt'ur (lk-125 \iú l>r>ggju I.jósm.: hbh. Ingólíur GK-125 fékk á sig brot: Komst til Helguvíkur á elleftu stundu Ingólfur GK-125, ellefu tonna bátur, skráður í Grindavík, fékk á sig brot- sjó er hann var staddur út af Leirunni í Gerðahreppi, á leið út frá Keflavik á mánu- dagsmorgun. Að sögn eiganda bátsins og skipstjóra, Ola Þórs Val- geirssonar, þá var hið besta . veður þegar Ingólfur GK hélt á sjóinn á mánudags- morgun en þegar báturinn var staddur út af Leirunni smá versnaði veðrið og allt í einu skall brot á bátnum með þeim aflciðingum að hann rifnaði fyrir neðan sjólínu að framanverðu. Eftir að brotið hafði riðið á bátinn seig hann mjög að framan og fór t.a.m. borð í lúkar bátsins á kaf í sjó. Var þegar snúið við og náði bát- urinn inn til Helguvíkur á elleftu stundu, þar sem dælt var úr bátnum og dælur sett- ar um borð og dælt stöðugt meðan bátnum var siglt til Keflavíkurhafnar, en notað- ar voru dælur frá Bruna- vörnum Suðurnesja og Hita- veitu Suðurnesja. Er talið víst að ef báturinn hefði verið kominn lengra út, þá liefði hann ekki náð til hafnar í Helcuvík. I áhöfn Ingólfs GK-125 voru þrir menn og sakaði þá ekki. Bát- urinn var tekinn upp í Kefla- víkurslipp, þar sem gert verður við skemmdirnar á skrokk. Tollverðir úr Keflavík taka á móti togaranum er hann kom til Njarðvíkur á fimmtudag. Ljósm.: epj. Njarðvík: Kjötsmygl í togara Patreksfjarðartogarinn Sigurey BA 25 hafði viðdvöl í Njarðvíkurhöfn á fimmtu- dag til tollafgreiðslu er skip- ið kom úr söluferð á erlend- an markað. Fóru sex tollarar um borð í togarann, þar af tveir heimatollarar. Að sögn Zakaríasar Hjart- arsonar, yfirtollvarðar í Keflavík, fannst við leit í skipinu svolítið magn af kjöti og eitthvað af bjór. Hafa viðkomandi skipverjar játað á sig smygltilraun þessa. Astæðan fyrir því að tog- arinn kom hingað í tollaf- greiðslu er sú að á Patreks- firði er ekki tollhöfn og því hefur lögreglan staðarins af- greitt mál sem þessi með að- stoð tollvarða er komið hafa úr Reykjavík. En vegna ófærðar var heldur gripið til þess ráðs að láta togarann hafa viðkomu hér syðra. r~ TRÉ-X HOBBY EFNI í sumarbústaðinn. TRÉ-X BYGGINGAVÖRUR Iðavöllum 7 - Keflavik - Simi 14700 Mokveiði Það er óhætt að segja að mokveiði hafi verið hjá Grindavíkurbátum í síðustu viku, þó svo veiðin hafi verið mest í ufsanum, en margir bátar fengu einnig mjög vænan þorsk. Vikuaflinn var samtals 1630 tonn, sem er það langbesta sem fengist hefur í margar vikur. Geirfugl var með mestan afla netabáta, 123,2 tonn í þremur róðrum, Vörður með 122,3 tonn í fjórum, Gaukur með 116,2 tonn í fjórum og Höfrungur II með 115,3 tonn í fjórum. Mesturafli hjá þessum bátum var ufsi en Hafberg landaði 108,7 tonn- um, að mestum hluta góðum þorski. Af aflahæstu línubátunum var Sigurjón Arnlaugsson með tæp 40 tonn, Freyja með 36 tonn og Sighvatur 34,4 tonn. Þá landaði snurvoðar- báturinn Hvalsnes 16,7 tonnum í Grindavík í síðustu viku. íkveikja á þriðju hæð í hádeginu síðasta fimmt- udag var slökkviliði Bruna- varna Suðurnesja tilkynnt um lausan eld á 3. hæð Bú- stoðarhússins að Tjarnar- götu 2 í Keflavík. Erslökkvi- liðið kom á vettvang var mikill reykur í ganginum á hæðinni en eldur, sem verið hafði í snyrtiherbergi, var kulnaður. A hæð þessari eru ýmsar skrifstofur svo og tann- læknastofur. Ekki er talið að reykurinn hafi komist þar inn en fullvíst er talið að kveikt hafi verið í handklæð- um og salernispappír með fyrrgreindum afleiðingum. Ilvcnær fær inaöur að laka þátt í „Herra Suðurnes"?

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.