Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.04.1989, Side 5

Víkurfréttir - 13.04.1989, Side 5
muR jutm LEGGÐl HOFLÐIÐIBLEYTI - Auglýsing - Fá Suðurnesja- menn DNG- verðlaunin? Sem kunnugt er af fyrri fréttum eru Suðurnesin eitt stærsta markaðssvæðið fyrir tölvuhandfæravindurnar sem DNG á Akureyri fram- leiðir. Nú hefur fyrirtækið ákveðið að bjóða Suður- nesjamönnum hlutdeild í hugmyndasamkeppni. Er markmiðið að fá fram snjall- ar hugmyndir að fram- leiðsluvörum sem þróunar- deild DNG getur þróaðfrek- ar og komið á framleiðslu- og söluhæft stig. Er öllum, sem orðnir eru 15 ára, boðið að vera með og þá jafnt grúskurum sem nemendum í framhaldsskól- um. I boði eru vegleg verð- laun, sem að tölu, frá kr. 60 þúsund og upp í 500 þúsund. En hvað segir Reynir Eir- íksson, markaðsfulltrúi, um þátt Suðurnesja í málinu: „Það má telja víst að á þessu svæði reynist góðar hug- myndir. Hver veit nema að bestu hugmyndina sé einmitt að finna meðal lesenda Vík- urfrétta." Þess ber að lokum að geta að á síðasta ári var sjómaður í Garði einmitt verðlaunað- ur af fyrirtækinu fyrir að hafa veitt stærsta fiskinn á DNG tölvuvindu, en sá fisk- ur var vel á annað hundrað kíló. Fékk hann gullvindu að launum fyrir það afrek. Orðsending til greinahöfunda Af marggefnu tilefni viljum við ítreka þær reglur er gilda um aðsendar greinar til birtingar í Víkurfréttum. Greinin fjalli um Suðurnesjamálefni og sé ekki send öðrum Qölmiðli til birtingar. Lengd greinarinnar sé helst ekki lengri en ein og hálf síða (A-4) og sé vélrituð með línu- bili 1 'A. Sé hún handskrifuð verður skriftin að vera vel læsileg. Skilafrestur er í síðasta lagi föstudag fyrir birtingu. Ber- ist greinin eftir það áskiljum við okkur rétt til að fresta birtingu og/eða stytta greinina. Eigi greinar að birtast undir dulnefni, verður hið rétta nafn höfundar, heimilisfang og kennitala að fylgja með, en með þær upplýsingar verður farið sem trúnaðarmál, sé þess óskað. mun juUii ---70/----------------- // VIÐ ERUM // í TAKT VIÐ § TÍMANN.... o Prentum á tölvupappír. / Öll almenn prentþjónusta. Reynið viðskiptin. - Auglýsingasímar Víkurfrétta: 15717,14717 - CARINA II GL er sérlega vandaður bíll sem kostar aðeins eina milljón og tíu þúsund kr. Innifalið í verði er m.a. 1600 cc vél, 16 ventla 95 din. hestöfl, sjálfskipting með yfir-gír, vökvaveltistýri leður- klætt, útvarp, segulband, 4 hátalarar, upphituð sæti, rafdrifnar rúður og speglar, miðstýrðar hurðalæsingar, hiti undir rúðuþurrkum, höfuð- púðar í aftursætum, vindskeiðar aftan og framan o.fl. Vegna mikillar sölu undan- farið vantar okkur á skrá notaða bíla og umfram allt á staðinn. Við erum með eitt besta sýningarsvæði á Suðurnesjum. Öry LA5ALA NLEIFS Vatnsnesvegi 29A - Keflavik - Simar: 1081.4888 TOYOTA á Suðurnesjum Við minnum einnig á hina vinsælu Toyota Corolla station 4WD, einnig með 16 ventla vél og vökva- stýri, og Corolla Sedan, Corolla Liftback, að ó- gleymdum Toyta Landcruiser í miðstærð, hreint ótrúlega skemmtilegur. Eigum fyrirliggjandi hina sívinsælu Toyota Hi-lux, xtra cab og doublecap.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.