Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.04.1989, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 13.04.1989, Blaðsíða 6
Fimmtudagur 13. apríl 1989 ^Íawwíí HELGAR" FJÖRIÐ SKEMMTISTAÐUR Föstudagskvöld 14. apríl: Nonni og Elli halda uppi stanslausu fjöri frá kl. 23 til 03. Aldurstakmark 18 ára. Miðaverð 700 kr. Snyrtilegur klæðnaður. Laugardagskvöld 15. apríl: Hljómsveitin KLASSÍK leikur fyrir dansi frá kl. 22 til 03. Aldurstakmark 20 ára. Miðaverð 700 kr. - Snyrtilegur klæðnaður. - VIKURFRETTIR Siærsti auglýsinga- ogfrétlamiðill á Suðurnesjum mun jttiUt Eigcndur Keilubæjar, þau Gunnar Sigurjonsson og Jona Magnusdottir, en boðið er upp a 6 brautir. Ljósm.: hbb. Gunnar opnar keilusal Keila eða bowling er ekki hljóðlátasta íþrótt sem til er en hefur notið mikilla vin- sælda nú hin síðari ár. Um síðustu helgi opnaði Gunnar Sigurjónsson, fyrrum eig- andi Gunnarsbakarís, keilu- sal á annari hæð Tollvöru- geymslunnar í Keflavík. Keiluhœr, eins og staður- inn heitir, opnaði formlega á laugardag en á föstudegin- um vígði Jóhanna Reynis- dóttir, útibússtjóri Verzlun- arbankans, brautirnar með því að fá fellu (skjóta niður allar keilurnar) í fyrsta skoti. Aðspurður sagði Gunnar að ástæðan fyrir því að hann hefði opnað keilusal í Kefla- vík væri sú að hann hefði vilj- að koma upp einhverju í byggðarlaginu, sem aðrir væru ekki með. Sagði Gunnar að staður- inn væri þegar farinn að njóta vinsælda meðal fólks. Eigendur Keitubœjar eru Gunnar Sigurjónsson og Jóna Magnúsdóttir. Er opið virka daga frá 16 til 23 og um helgar frá 10 til 23. Einsöngstönleikar í Njarðvík Gunnar Guðbjörnsson heldur einsöngstónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju föstu- daginn 14. apríl kl. 20:30. Meðleikari á píanó verður Guðbjörg Sigurjónsdóttir. Gunnar Guðbjörnsson er fæddur í Reykjavík árið 1965. Hann stundaði píanó- nám sem unglingur en sneri sér að söngnámi 18 ára, fyrst hjá Snæbjörgu Snæbjarnar- dóttur en síðar hjá Vincenzo S. Demetz í Nýja Tónlistar- skólanum. Gunnar lauk þaðan burtfararprófi í des- ember 1987. I vetur hefur hann stundað framhaldsnám hjá prófessor kammersang- erin frau Hanne-Lore Kuhse í Berlín. Gunnar hefur á síð- ustu árum komið víða fram sem einsöngvari, með kórum og hljómsveitum, m.a. með Pólýfónkórnum, Lang'nolts- kirkjukórnum, Islensku Gunnar Ciuöhjörnsson, ein- söngvari, sem syngja mun í Ytri Njarðvíkurkirkju á morgun hljómsveitinni, Kammer- sveit Reykjavíkur og Sin- fóníuhljómsveit Islands. Gunnar söng hlutverk Don Ottavios í uppfærslu íslensku Óperunnar á Don Giovanni sl. vetur og í sum- ar söng hann hlutverk „Clot- arcosar" í uppfærslu Buxton Óperuhátíðarinnar á óper- unni ,,Armida“ eftir Haydn. Gunnar hélt tónleika í tónleikaröð Gerðubergs í vetur en næsta sumar mun hann halda sjálfstæða ljóða- tónleika i boði Óperuhátíð- arinnar í Buxton í Englandi. Guðbjörg Sigurjónsdóttir er fædd í Reykjavík. Hún byrjaði píanónám hjá Ragn- ari Björnssyni við Tónlistar- skólann'í KelTavik enfórsíð- an til Hollands og lærði hjá Willem Brons við Sweelinck Conservatorium í Amster- dam og tók þaðan kennara- próf árið 1979. Guðbjörg hefur tekið þátt í námskeiðum fyrir söngvara og undirleikara hjá Charles Spencer, Dalton Baldwin og frau Hanne-Lore Kuhse. Guðbjörg starfar sem kenn- ari og undirleikari. Píanótónleikar I Grindavíkurkirkju Laugardaginn 15. upríl nk. kl. 17 heldurSelmaGuð- mundsdóttir, píanóleikari, tónleika í Grindavíkur- kirkju. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Jón Leifs, Pál ísólfsson, Lizt. Chopin og Janacek. Selma Guðmundsdóttir var nemandi Árna Kristjáns- sonar við Tónlistarskólann í Reykjavík og stundaði síðan framhaldsnám í Austurriki, Þýskalandi og Svíþjóð. Hún hefur haldið Ijölmarga tón- leika á íslandi og erlendis, bæði sem einleikari og í sam- leik. Selma á ættir sínar að rekja til Grindavíkur en afi hennar og amma voru Árni Helgason, sjómaður og org- anisti í Grindavíkurkirkju, og Pétrún Ella Pétursdóttir. Aðgöngumiðar verða seld- ir við innganginn á400 l^rón- ur en nemendur tónlistar- skólans fá ókeypis aðgang.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.