Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.04.1989, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 13.04.1989, Blaðsíða 16
VÍKUR 16 Fimmtudagur 13. apríl 1989 jUttU HUSNÆPISSTOFNUN RÍKISINS TÆKNIDEILD IJTBOÐ Nefnd sú sem sér um byggingu almennra kaupleiguíbúða í Miðneshreppi óskar eftir tilboðum í að fullgera einbýlishús, einnar hæðar, byggð úr steinsteypu, auk bílskúrs. Brúttóflatarmál húss 105,6 m2. Brúttórúmmál húss 348,5 m3. Brúttóflatarmál bílskúrs 50,0 m2. Brúttórúmmál bílskúrs 145,8 m3. Húsin standa á lóðinni Vallargötu nr. 3, Sandgerði, og skal skila fullfrágengnum, sbr. útboðsgögn. Afhending útboðsgagna er á skrifstofu Miðneshrepps, Tjarnargötu 4, Miðnes- hreppi, og hjá tæknideild Húsnæðisstofn- unar ríkisins, Laugavegi 77, Reykjavík, frá þriðjudeginum 11. apríl 1989, gegn kr. 10.000,00 skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á sömu staði eigi síðar en þriðjudaginn 25. apríl 1989 kl. 11:00 og verða þau þá opnuð að viðstöddum bjóð- endum. F.h. bygginganefndar kaupleiguíbúða, Tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins. jn HUSNÆÐISSTOFNUN Csp RÍKISINS LJ LAUGAVEGI77101 REYKJAVÍK SÍMI 696900 Byggfiasafn Suðurnesja Opið á laugardögum kl. 14 - 16. Aörir tímar eftir samkomulagi. Upplýsingar í símum 13155, 11555 og 11769. Anton Jónsson og Bjarni Halldórsson (t.h.) fasteignasali einni af íbúðunum, sem nú eru til sölu. Ljósm. epj- Húsagerðin: hagkvæmu verði Annars staðar í blaðinu er greint frá afhendingu fjögurra nýrra verkamannabústaða sem Húsagerðin hefur byggt fyrir aðeins 73% af viðmiðunarverði, að sögn Húsnæðisstofnun- ar ríkisins. Húsagcrðin hefur á undanförnum árum byggt um 250 íbúðir í fjölbýlishúsum í Kcflavík auk einnar raðhúsa- lengju. Þar af eru um 200 íbúðir sem þeir hafa byggt til sölu á frjálsum markaði. Af þessu til- efni þótti okkur rétt að taka þá Húsagerðarmenn tali og fyrir svörum varð framkvæmdastjór- inn þeirra, Anton Jónsson. Fyrsta spurningin, sem lögðvar fyrir hann, var hvort þessi tala, 73% af viðmiðunarverði, væri rétt? ,,Já, Húsnæðisstofnun segir 73%, en þá eru þeirbúnir að taka sinn fjármögnunar- kostnað inn í, sem er 3-4%. Við erum því í raun að afhenda þeim íbúðir upp á 69-70% af viðmiðunarverði." Útboð - Dagheimili Keflavíkurbær leitar tilboða í byggingu dagheimilis við Heiðarbraut. Þegar er lokið gerð grunnplötu, en húsinu skal síðan skilað tilbúnu undir tréverk. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings, Hafnargötu 32, frá og með fimmtudeginum 13. apríl gegn 5000 kr. skilatrygg- ingu. Tilboðum skal skilað á sama stað fyrir kl. 14 mánudaginn 24. apríl, þar sem þau verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. BÆJARVERKFRÆÐINGUR -Telsi það ekki gott? „Það hlýtur að teljast það. Þetta er örugglega það ódýr- asta sem verið er með á land- inu í dag.“ -Nú bjóðið þið til sölu á al- mennunt markaði íbúðir íþess- um sama stigagangi. Er verðið á þeim svipað? „Verðið er örlítið hærra en þessar íbúðir eru alveg þessar íbúðir eru alveg tilbún- ar, allar innréttingar komnar og búið að teppaleggja, auk þess sem öll sameign og svæðið fyrir utan er frágengið og því nánast ekkert annað eftir en að flytja inn. Um er að ræða bæði tveggja herbergja íbúðir og þriggja herbergja íbúðir, alls fimm að tölu. Tvær þeirra eru tilbúnar nú þegar en hinar eftir um tvo og hálfan mánuð. Stærri íbúð- irnar, sem eru endaíbúðir, munu kosta 4.350 þúsund en hinar 3.681 þúsund.“ -Fylgir Húsnœðismálastjórn- arlán þessum íbúðum? „Nei, fólk verður að hafa loforð fyrir Húsnæðismála- stjórnarláni en það á rétt á að fá 70% lánað þar, ef það kaup- ir í fyrsta sinn. Síðan þarf það að inna eitthvað af eigin hendi en mismuninn lánum við á tveggja ára skuldabréfi. Er þetta því ákaflega létt fyrir fólk.“ -Er mikil ásókn í fjölbýlis- húsaíbúðir? „Já, annars værum við ekki búnir að byggja um 200 sölu- íbúðir. Það sem þó hefur stoppað þetta svolítið er ástandið í húsnæðismálakerf- inu, sem gerir málin þyngri fyrir fæti. Fólk þarf að bíða of lengi eftir loforði. Væri það ekki, væri meiri kraftur í sölu íbúða hérna. í dag þarf fólk að bíða í tvö til þrjú ár eftir lof- orði.“ -Hvað er framundan hjáykk- ur? „Síðasti áfanginn hér í Heiðarholtinu. Eftirþaðferað þrengjast um svona íbúðir. Við eigum aðeins eftir tvær blokkir með alls 32 íbúðum. Eg sé fram á að þetta hverfi, sem við erum að byggja í núna, er að verða fullbyggt. Eins og þróunin hefur verið undanfar- in ár, þarf bæjarfélagið eitt- hvað að fara að hugsa í þessum efnum og huga að framhaldi. Að loknum þessum áfanga sjáum við fram á að þurfa að byrja á nýjum áfanga í nýju hverfi og um leið koma þessar íbúðir til með að stórhækka. Því hér gátum við haft í frammi ýmsa hagræðingu enda byggðum við hér 120 íbúðir. í vor byrjum við á einni götu með parhúsum Njarðvíkur- megin við bæjarmörk Kefla- víkur og Njarðvíkur. Þar mun- um við byggja götuna alfarið upp og göngum frá henni sjálf- ir. Þarna verða 26 íbúðir í 13 mjög skemmtilegum tveggja hæða húsum.“ Drífa í stjórn vatnsveitunnar Bæjarráð Keflavíkur hefur lagt til að Drífa Sigfúsdóttir verði þriðji fulltrúi Keflavík- urbæjar í stjórn Vatnsveitu Suðurnesja s.f. Á fundi bæjarstjórnar Keflavíkur nú á þriðjudag var þessi tillaga samþykkt.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.