Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.04.1989, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 13.04.1989, Blaðsíða 13
mur< juttu Fimmtudagur 13. apríl 1989 13 Úr sjoppulífinu. - F.v.: Árni Ólafsson í hlutverki Gvends þribba, Dagmar Róbertsdóttir, Guðný Kristj- ánsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir. Ljósmyndir: epj. „Við kynntumst fyrst í Keflavík": Frábær Kefla- víkurrevla Leikfélag Keflavíkur frumsýndi á föstudaginn nýja íslenska revíu er nefnist „Við kynntumst fyrst í Keflavík“ eftir heimamann- inn Ómar Jóhannsson. Hér er á ferðinni verk, þar sem ýmsar gamlar minningar úr bæjarbragnum í Keflavík eru rifjaðar upp í gamansömum dúr. Hér hefur höfundi svo og leikendum og leikstjóra tek- ist frábærlega upp, svo vel að undirritaður, sem fór á sýn- ingu þessa með því hugarfari að gera leikdóm, gleymdi sér alveg og man vart eftir að hafa skemmt sér betur í ann- an tíma við að horfa á leik- uppfærslu. Eitt dæmið um óvanalega en skemmtilega tilburði var sá léttleiki er höf- undur verksins kom fram í sal milli þátta og fyllti það tómarúm sem annars hefði skapast. Þó Hjördísi Árnadóttur hafi fipast einu sinni tókst Með þökk fyrir góða skemmtun, Emil Páll Jónsson. Ómar Jóhannsson, höfundur revíunnar. Flytjendur Útgerðarsöngsins. - F.v.: Hördís Árnadóttir, Hafsteinn Gíslason og Halla Sverrisdóttir. henni það vel upp að allir höfðu gaman af. I heild stóð leikhópurinn sig svo vel að erfitt er að draga einhverja út úr. Helst væru það þá þeir Árni Ólafsson og Hilmar Jónsson. Árni fyrir það hve vel honum tekst upp í hlut- verki Gvends þribba, sem tánast virkaði eins og hann kværi sjálfur endurvakinn og kominn á sviðið, svo vel tókst Árna að ná fram flest- um töktum og háttum þribb- ans. Um Hilmar er það and- stæðan sem virkaði þung- manniega, bæði í hlutverki hermannsins og skurðlækn- isins. Einkunn mín er því ein- föld: Hér er á ferðinni frábær revía sem kitlar vel hlátur- taugarnar og því ættu allir hinir fjölmörgu, sem eitt- hvað muna frá fyrri árum Keflavíkur, að sjá verkið. Það er vel þess virði. Lokaorð mín eru því: Ómar, Hulda Ólafsdóttir, leikstjóri, og leikarar, til hamingju með gott verk. FUNDARBOÐ Aðalfundur Skipaafgreiðslu Suðurnesja fyrir árið 1988 verður haldinn á Flug Hóteli í Keflavík, föstudaginn 21. apríl 1989 kl. 16. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarmál. 2. Önnur mál. Stjórnin hvetur alla hluteigendur til að mæta eða senda fulltrúa í sinn stað á fund- mn. STJÓRNIN Orlofshús Frá og með 14. apríl til 8. maí 1989 verður tekið á móti umsóknum um dvöl í orlofs- húsum félagsins á eftirtöldum stöðum: • Hús í Húsafelli • Hús í Þrastarskógi • íbúð á Akureyri Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif- stofu félagsins, Tjarnargötu 7, Keflavík. Vikuleiga greiðist við úthlutun eða í síðasta lagi 31. maí. Eftir það verða ógreiddar um- sóknir ekki í gildi. Orlofsnefnd ISFS Hefur þú reynt greiðslu- kortaþjónustu Víkurfrétta? OLL ALMENN GARÐAÞJONUSTA ökum að okkur alla almenna garðaþjónustu. • Trjáklippingar • Hellulögn • Umhirðu á lóðum • Útplöntun Gerum föst verðtilboð. Ráð leggingarþjónusta. SÍMI JON B. OLSEN 12,161 skrúðgarðyrkjumeistari. JÓHANNA GUNNARSDÓTTIR garðyrkjufræðingur.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.