Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.04.1989, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 13.04.1989, Blaðsíða 11
10 Fimmtudagur 13. apríl 1989 muR jutUi Fimmtudagur 13. apríl 1989 11 yfir löggæslunni á Suðurnesjum, - segir formaður Lögreglufélags Gullbringusýslu Mikil óvissa ríkir nú meðal lögregluþjóna á Suðurnesjum í kjölfar þeirrar ákvörðunar ríkisvaldsins að fækka um átta lögregluþjóna til viðbótar við þá er urðu að víkja um síðustu áramót. Tala lögregluþjóna hefur verið sveiflukennd nú hin síðustu ár. Fimm menn stóðu vaktir á lögreglustöð- inni í Kellavík fram á mitt ár 1983, en þá var lögregluþjón- unum fjölgað í sex. Um ára- mótin ’84-’85 var afturfækkað í fimm lögregluþjóna. Ára- mótin ’85-’86 var lögreglu- þjónum fjölgað að nýju í sex á vakt en um síðustu áramót var fækkað enn á ný um einn á vakt. Næsta haust verður gengið enn lengra og fækkað í fjóra á þremur vöktum og fimm lögregluþjónar verða á einni. Eins og sjá má á þessari upptalningu hér á undan þá hefur verið rokkað með fjölda lögregluþjóna og mikil óvissa rikir meðal þeirra. Með fækk- uninni næsta haust verður búið að skapa þeim lögreglu- þjónunt, sem eftir verða, óvið- unandi starfsskilyrði. En hvað segir formaður Lögreglufélags Gullbringusýslu, Jón Pétur Jónsson: „Það er algjört lágmark að sex ntenn séu á vakt á lögreglu- stöðinni í Keflavík hverju sinni.“ Ekki mætt skilningi „Fækkunin næsta haust er dauðadómur yfir löggæslu á Suðurnesjum. Nú erum við komnir með fólk sem hefur góða starfsreynslu og er að ljúka námi í Lögregluskólan- uin, þegaráaðfækkaennfrek- ar. Við höfum ekki mætt nein- um skilningi varðandi sér- stöðu Suðurnesja. Það er alltaf eitthvað að gerast í öllum byggðarlögunum, sem sést best ef litið er til þess að lög- reglan fékk rúmlega 5000 út- köll (öll Suðurnes) á síðasta ári. Ríkisvaldið hefur verið gjarnt á það að bera okkur saman við Hafnarfjörð og það lögreglulið sem þar er. Mun- urinn á Suðurnesjum og Hafn- arfirði sést bést á því að árið 1988 gistu 118 fangageymslurí Hafnarfirði, 429 í Keflavík, en 53 gistu fangageymsluna hjá Grindavikurlögreglunni. Þjónusta við borgarana minnkar -Hvað mun fækkunin næsta haust hafa í för með sér? „Fækkunin mun hafaslæm- ar afleiðingar fyrir löggæslu á Suðurnesjum, sem reyndar hafa komið í ljós eftir síðustu fækkun. Okkar þjónusta við borgarana hefur minnkað mikið. Byggðarlögin utan Kellavíkur og Njarðvíkur hafa orðið útundan í öllu almennu eftirliti og við höfum misst öll tök á Reykjanesbrautinni, sem er stórhættuleg og hrað- inn orðinn mikill. Veturinn hefur verið erfíður á brautinni og færðin en við höfum litla sem enga aðstoð getað veitt. Það er ekki stætt á því að vera með einn mann á stöð ef fangi er inni, en 429 gistu fangageymslur iögreglunnar á síðasta ári. Nauðsynlegt er að tveir menn séu á stöð. Nú get- um við eingöngu mannað eina bifreið en aðra í neyðartilfell- um. Næsta haust komum við ekki til með að geta mannað nema eina bifreið og enga í neyð. Það þykir ekki verjandi að vera með einn mann í út- köllum eða eftirlitsferðum á bíl“ sagði Jón Pétur og bætti við: Breyting á Suðurnesjum „Það hefur orðið mikil breyting hér á Suðurnesjum á nokkrum árum. Haustið 1983 fékk Glóðin vínveitingaleyfi. Síðan hafa sex staðir bæst við og einn staður í Grindavík bættist fljóUega við þann sem fyrir var. Á Suðurnesjum eru einnig starfrækt fjögur hótel og á síðasta ári voru veitt 363 skemmtanaleyfi, fyrir utan þá staði sem hafa ársleyfi. Til þess að kóróna þessa fækkun rikisvaldsins í lög- regluliðinu hjá okkur, þá munu allir þeir lögregluþjón- ar. sem eftir verða, vinna því sem næst allar helgar ársins.“ Smærri sveitarfél- ögin eftirlitslaus -Er verið að gera Suðurnes að gullkistu fyrir þjófa og skemmdarvarga? „Nú þegar eru nágranna- sveitarfélög Keflavíkur eftir- Jón Pétur Jónsson, formaður Lögreglufélags Gullbringusýslu. Viðtal og Ijósm.: hbb. litslaus mestan part sólar- hringsins. Það má fastlega eiga von á mikilli aukningu á inn- brotum og skemmdarverkum. Þegar búið verður að fækka allt niður í fjóra á vakt, þá mun eftirlitsbifreið lögreglunnar verða staðbundin á Keflavík- ur/Njarðvíkursvæðinu en aðr- ir byggðakjarnar munu svelta áfram. Einn best fyrirbyggjandi þátturinn hjá lögreglunni ersá að við séum sem mest á ferð- inni og að við náum að fylgj- ast með því sem er að gerast.“ Ofbeldisbrotum fjölgar „Ofbeldisbrotum hefur fjölgað og á síðasta ári bárust 70 kærur vegna slagsmála og líkamsárasa. Eitt morð var framið og tvær tilraunir til morða. Sex kærur bárust vegna kynferðisafbrota, 120 innbrot voru á árinu, 115 rúðubrot, 142 skemmdarverk, 150 þjófnaðir, 18 innbrot í verslanir og 41 slys með meiðslum í umferðinni, þannig að það er full ástæða til að efla löggæslu til muna en ekki draga úr.“ Boðað til fundar með ráðamönnum -Hefur eitthvað verið gert til þess að fá þessari ákvörðuii breytt? „Lögreglufélag Gullbringu- sýslu er nú að vinna að því að koma á fundi með dómsmála- ráðherra, forsætisráðherra, fjármálaráðherra, þingmönn- um kjördæmisins og bæjar- og sveitarstjórnarmönnum hér á Suðurnesjum til þessaðfá leið- réttingu á okkar málum, en hér hafa verið settar stöður eins og t.d. tveir menn í boð- unardeild, án þess að aðrir menn komi til almennra lög- gæslustarfa í þeirra stað. Okkar krafa er að lágmarks- fjöldi á hverri vakt verði sex menn því annað eróviðunandi og hreinn og klár dauðadómur yfir löggæslu á Suðurnesjum, eins og ég hef áður sagt“ sagði Jón Pétur Jónsson, formaður Lögreglufélags Gullbringu- sýslu, að lokum. Við kynntumst fyrst í Keflavík AUKASÝNINGAR Vegna fjölda áskorana verða aukasýningar á revíunni „Við kynntumst fyrst í Keflavík“ fimmtudaginn 13. apríl (í kvöld) kl. 21 og laugardaginn 15. apríl kl. 21. Sýnt er í Félagsbíói. Miðasala opnar kl. 19 sýningardagana. LEIKFÉLAG KEFLAVÍKUR SKAK Hraðskákmót Suðurnesja verður haldið í Víkinni, þriðjudaginn 18. apríl kl. 20:00. Skákfélag Keflavíkur YTRI NJARÐVfKURKIRKJA: 10 ára vígslu- afmæli framundan Á sumardaginn fyrsta, sem nú ber upp á 20. apríl, verður þess minnst sérstak- lega að liðin eru 10 ár frá því að kirkjan í Ytri-Njarðvík var vígð. Verður þessara tímamóta getið sérstaklega í næsta tölublaði sem kemur út síðasta vetrardag. Framundan eru ýmsar framkvæmdir við kirkjuna s.s. að leggja flísar á kirkju- Frá fundi sóknarnefndar nýlega með arkitektum kirkjunnar. Ljósm.: epj. gólfið, en búið er að panta þær og er ráðgert að fram- kvæmdir við verkið fari fram í ágúst eða septembermán- uði. Þá eru framundan loft- skreytingar og að fullgera loftið í anddyri. Aðalverkið og það dýrasta er að fá nýtt og stærra pípu- orgel. Liggja frammi teikn- ingar og tillögur um 16 radda orgel frá Danmörku er myndi kosta 8-9 milljónir króna. U m orgel þetta svo og fjáröflun greinum við nánar í næsta tölublaði. Sóknarprestur Ytri- Njarðvíkursóknar er séra Þorvaldur Karl Helgasop, meðhjálpari er Árni Júlíus- son, en hann er jafnframt formaður sóknarnefndar og organisti er Gróa Hreins- dóttir. I stjórn sóknarnefnd- arinnar eru auk Árna, Guðrún Greipsdóttir vara- gjaldkeri, Ingólfur Bárðar- son varaformaður, Ingvi Þorgeirsson meðstjórnandi, Olafur Þ. Guðmundsson rit- ari, Sigríður Aðalsteinsdótt- ir gjaldkeri og Sigríður Erla Jónsdóttir meðstjórnandi. G0DAR GJAFIR TIL ÞROSKAHJALPAR A aðalfundi Þroskahjálp- ar á Suðurnesjum, sem fram fór í síðustu viku, voru félag- inu færðar góðar gjafir að verðmæti tæplega 300 þús- und krónur. Stærsta gjöfin var frá Verslunarmannafél- agi Suðurnesja í tilefni af 35 ára afmælis félagsins. Um var að ræða 130 þúsund krónur til tækjakaupa í end- urhæfingarstöð félagsins og hefur þegar verið keypt fyrir þær hljóðbylgjutæki. Þá færði Soroptimista- klúbbur Suðurnesja félaginu 80 þúsund krónur til kaupa á innanstokksmunum í skammtímavistunina og kvenfélagið Gefn í Garði gaf 50 þúsund krónur tilsumar- dvalar. FULL BÚÐ AF NÝJUM GÖÐUM VÖRUM ■ MIKIÐ ÚRVAL AF SKYRTUM NÝKOMIÐ. ■ VERÐ FRÁ KR. 1090.- ■ JAKKAFÖT OG STAKIR JAKKAR FRÁ PETER VAN HOLLAND OG 2-VIKTORY ■ FRÖNSKU GALLABUXURNAR ERU KOMNAR AFTUR. PERSÓNA Hólmgarði 2 - Keflavík - Sími 15099 - ÞEGAR ÞÚ KAUPIR FÖT ' Viltu losna við auka- kílóin eða bara lagast í vextinum? Erum komin með lóð fyrir hendurnar. Þú færð 10% afslátt í Sport- buð ðskars og barnafata- versluninni ANDREU. ef þú átt tíu tíma kort í líkamsræktinni FL0TT F0RM Líkamsrækt öskars Hafnargötu 23-2. hœð - Simi 15955 - fyrir ofan sportbúðina

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.