Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.04.1989, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 13.04.1989, Blaðsíða 9
MÍKUn 4*UUt Fimmtudagur 13. apríl 1989 Tveir lentu út af Vegna hálku á Reykjanes- braut undir morgun á mánu- dag urðu tvær bílveltur á brautinni með þeint afleið- ingum að ökutækin stöðvuð- ust utan vegar. Bæði óhöpp- in urðu um finnnleytið utn morguninn. Ökumaður bifreiðar, sem lenti utan vegar í Kúagerði, var fluttur á Borgarspítalann í Reykjavík en meiðsli urðu lítilsháttar. Hitt óhappið varð skammt fyrir innan Vogaafleggjara en þar urðu engin meiðsli. Tvennt týndist Lögreglan í Keflavík þurfti um síðustu helgi að leita að tveintur einstakling- um er týndust. Annars vegar var um að ræða konu en hins vegar dreng. Bæði fundust þau fljótlega heil á húfi, konan eftir tvær klukkustundir en drengur- inn eftir eina klukkustund. tílvunarlæti í fjölbýlis- húsum Nokkur erili var hjá lög- reglunni í Keflavík um síð- ustu helgi en þá fékk lögregl- an alls 56 útköll, þar af þrjú vegna ölvunar við akstur og sjö vegna umferðaróhappa. Talsverð ölvun var um helgina og nokkuð um að fá þyrfti aðstoð lögreglu vegna liávaða í fjölbýlishúsum. Hefur nokkur aukning verið á slíku upp á síðkastið. Pöstköss- um fjölgað Póst- og símamálastofn- unin hefur ákveðið að setja upp nokkra nýja póstkassa í Keflavík, Njarðvík og Höfn- um. Að sögn Björgvins Lútherssonar, símstöðvar- stjóra, verða í Keflavík settir upp póstkassar á nýja póst- húsinu og því gamla, auk eins í Hólmgarði 2. Verslun- in Frístund hefurtekiðaðsér að selja frímerki svo íbúar efri hluta Keflavíkur geti notað sér póstkassann þar. Þá verða settir upp þrír póstkassar í Njarðvík, þ.e. einn við Sparisjóðinn, annar við Þristinn og hinn þriðji í Innri-Njarðvík. Auk þessa verður einn póstkassi í Höfn- um. Varðandi póstkassana í Keflavík og Y tri-Njarðvík þá verða þeir tæmdir fyrir og eftir hádegi alla virka daga. Sá í Innri-Njarðvík einu sinni á dag, þ.e. eftirhádegi, og sama með Hafnakassann. Fékk aðsvif undir stýri uignnoEE] Mikil mildi var að ekki varð stórslys á miðvikudag í síðustu viku á Hafnargötu í Keflavík. Ökumaður stórrar bandarískrar bifreiðar var á leið suður götuna er hann fékk aðsvif. Við það fór bif- reiðin yfir á öfugan vegar- helming og hafnaði uppá gangstétt við Flug Hótel, þar sem bifreiðin stöðvaðist. Voru bæði lögregla og sjúkralið kvatt á vettvangen þess reyndist sem betur fer ekki þörf. Má það teljast mikil mildi að enginn skyldi verða í vegi fyrir hinni stjórn- lausu bifreið. Bifreiðin upp á gangstétt, iögregla og sjúkrabifreið konún á stað- inn. Ljósm.: epj. BILAKRINGLA SUÐURNESJA MIÐSTÖÐ BÍLAVIÐSKIPTA A SUÐURNESJUM Bryngljáaþjónusta Ryðvörn Sími 14299 BÍLASALAN Símar 14670, 14690 □AIHATSU VOLVO HONDA IVISSAIM <5> &t)V Sími 14611 $ SUZUKI LANCIA anaa HYunoni xorando Þjónusta fyrir Subaru, Nissan, Oaihatsu, Volvo, Mazda og Honda. BIFREIÐAVERKSTÆÐI INGÖLFS ÞORSTEINSSONAR Sími 11266 Verið velkomin í GROFINA 8

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.