Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.04.1989, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 13.04.1989, Blaðsíða 15
mMíuuu Björgun Mariane Danielsen: Finnbogi Kjeld mun gera skipið út „Þetta var gott mál og tókst eins og til stóð“ sagði Guð- laugur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Lyngholts s.f. í Vogum, á laugardagsmorgun um björgun danska flutninga- skipsins Mariane Danielsen úr Grindavíkurfjöru kvöldið áð- ur. Kom björgunarskipið Goðinn með skipið, fánum prýtt, til Njarðvíkur á áttunda tímanum um morguninn. -En var björgunin þess virði? „Já, það var þess virði að borga sjö þúsund krónur fyrir skipið'* sagði Guðlaugur í samtali við blaðið. „Við töld- um alltaf að þetta væri hægt og þær áætlanir sem við gerðum stóðust 99%. Þær stóðust svo vel að málið gekk upp um hálfri klukkustund fyrir flóðið með lágmarksafli, eðlisfræð- inni, hugviti og lágmarks orku.“ -Hvað er framundan? „Við hugsum okkur að gera tilraun til að komast und- ir vélarúmið og afturhlutann og þétta skipið þar. Framend- inn verður eins og hann er. Eftir að búið verður að þétta afturhlutann og hugsanlega styrkja lestina eitthvað, verð- ur fengið skip til að draga það til Póllands, þar sem endanleg viðgerð fer fram. Þó munum við Iíklega hreinsa vélina hér upp og ganga þannig frá að ekki skemmist meira en nú er orðið. Mun skipið líklega fara í ,,dokk“ ytra um mánaðamót- in. Þar verður botninn brennd- ur af við ákveðna línu og nýr botn settur í staðinn." -Verður skipið selt erlendis eða gerir Finnbogi það kannski út? „Lyngholt s.f. er eigandi þess. Það fyrirtæki er með bak- samninga við Finnboga. Mun skipið verða flutt út héðan sem brotajárn" sagði Guðlaugur. -En hvað segir Finnbogi Kjeld um málið? „Eg mun gera þetta skip út í framtíðinni, enda er þetta gott skip, tæplega tólf ára gamalt.“ -Nú má ekki Jlytja hingað til lands eldri skip en 12 ára, hvað mun gerast þá? „Skipið verður ekki tólf ára fyrr en í haust. Það er því alveg á mörkunum að það megi flytja það inn hingað. Það verður þó ekki gert út undir íslenskum fána.“ Meira vildi Finnbogi ekki tjá sig um fram- tíð skipsins. -Lokaspurningin til þeirra félaga varþví, hvers vegna skip- ið hefði ekki náðst út áfimmtu- deginum? Hér varð Finnbogi fyrir svörum: „Það stóð aldrei til, þó við létum Goðann toga í það. Fimmtudagurinn var „general prufan“, sjálf frum- sýningin átti að fara fram á föstudag og það tókst eins og til var ætlast." Hér bætti Guð- laugur við: „Það hefði verið meiriháttar klúður af okkar hálfu, hefði það ekki tekist." Þreyttir og ánægðir, komnir með skipið (il Njarðvíkur á laugar- dagsmorguninn, Guðlaugur Guðmundsson (t.h.) og Finnbogi Kjeld. Botn skipsins er víða mjög illa farinn og er algengt að risabjörg standi föst í lionuin eins og hcr sést. Grindavík: ðnýtur eftir veltu Fólksbíll gjöreyðilagðist eftir bílveltu á Grindavíkur- veginum skömmu eftir mið- nætti aðfaranótt þriðjudags- ins í fyrri viku. Engin slys urðu á fólki í veltunni en fjar- lægja varð bílinn með krana- bíl. A miðvikudeginum var til- kynnt til lögreglunnar í Grindavík um umferðarslys á gatnamótum Ægisgötu og Hafnargötu. Hafði ung stúlka hjólað í veg fyrir bif- reið með þeim afleiðingum að hún fótbrotnaði og hlaut skrámur. Miðneshreppur Miðneshreppur auglýsir eftir- talin störf til umsóknar: • Starf verkstjóra við Vinnuskóla Sand- gerðis. • Starf flokksstjóra. Æskilegur aldur 20 ára. Umsóknarfrestur er til 23. apríl nk. Um- sækjendur þurfa að geta hafið störf um 20. maí 1989. Sveitarstjóri Fimmtudagur 13. apríl 1989 15 Botnimi undir vélarúminu og þar í kring er nánast ónýtur og eru sum göt allt að þremur fermetrum að stærð. Tómas Knútsson kaf- ari, vinnur þessa dagana að því að þétta botninn svo koma megi skipinu yfir Atlantshafið. Ilann tók neðansjávarmyndirnar tvær sem hirtast liér á síðunni. Mariane Danielsen laust af strandstað í Grindavíkurfjöru. Ljósm.: hbb. Vélstjórafélag Suðurnesja: VÉLSTJÓRAR SUÐURNESJUM Aðalfundur Vélstjórafélags Suð- urnesja verður haldinn sunnu- daginn 16. apríl. Fundurinn verður haldinn í húsnæði félags- ins að Tjarnargötu 2, Keflavík, og hefst kl. 14 stundvíslega. STJÓRNIN

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.