Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.05.1989, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 18.05.1989, Blaðsíða 3
\>iKur< jultii Fimmtudagur 18. maí 1989 3 Banaslysið á Reykjanesbraut: Fámenni í lögreglunni olli vanda Er banaslysið varð á Reykjanesbraut á miðviku- dag í síðustu viku, er 27 ára Hafníirðingur beið bana í bílveltu, komu vel í ljós vandkvæði er orsakast af fá- menni í lögreglunni í Kefla- vík. Aðeins var hægt að senda tvo menn á staðinn og því gat lögreglan ekki notað þær klíppur sem hún á til að ná mönnum út úr bifreiðum í slíkum tilvikum. Að sögn Karls Hermanns- sonar, aðstoðarytirlögreglu- þjóns, hefði þurft að senda tvo menn til viðbótar með klippurnar en slíkt er ekki hægt nema þá um helgi, er fleiri eru á vakt. Sagði hann það sína skoðun aðhérþyrfti að vera björgunarbíll með þessum búnaði. Vegna þessa var leitað til slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli sem brást mjög skjótt við. ,,Það væri því cðlilegast að slökkviliðið i Kefiavík sæi um tæki þessi og gætum við þá frekar aðstoðað þá ef þörf væri. Skilst mér að í nýja björgunarbílnum. sem þeir eru að fá, séu slík tæki“ sagði Kari. Hraðahindr- anir settar á Háaleiti? íbúar við Háaleiti í Kefla- vík hafa óskaðeftirbreyting- um á götunni. Um eraðræða gangstétt, tvær hraðahindr- anir og jafnvel að gatan verði gerð að einstefnugötu. Hefur bæjarráð Keflavíkur vísað erindinu til umferðarnefnd- ar til umsagnar. ( Þrír nýir verka- mannabústaðir afhentir Þann 5. maí sl. voru þrír nýir verkamannabústaðir af- hentir af stjórn Verkamann- abústaða í Keflavík. Um er að ræða húsin Heiðarholt ld, e og f, sem byggð voru af Húsanesi sf. Að sögn Kristjáns Gunn- arssonar, starfsmanns stjórnarinnar, voru hús þessi byggð fyrir 74% af viðmið- unarverði og við úttekt lof- aði fulltrúi Húsnæðisstofn- unar frágang þeirra. A síð- asta ári voru húsin a, b og c með sama númeri afhent. Þeir íbúar, sem fengu þau hús sem nú voru aflient, l'engu sína úthlutun á síðasta I leiðarholt ld, e og f, scm nú hcfur vcrið afhcnt scm vcrkamanna- hústuðir í Kcflavík. l.jósm.: cpj. ári. Þeir eru Ingibjörg Giss- i dóttir, Sólveig Andrésdóttir urardóttir, Ingunn Sigurðar- | og þeirra fjölskyldur. O O O: c, ag,akvöld Glóðinni a föstudagskvöld 19. maí Já, það verður borið fram krásum hlaðið kútmaga- og sjávarréttahlaðborð, með heitum og köldum réttum s.s.: Mjöl- og lifrarmagar - síld og síldarréttir, hákarl, i steinbítur í brennivíni, grafinn og reyktur lax, smokkftskur og skötuselur, grafinn karfi, reyktur áll, rauðspretta, saltfiskur, öðuskel, humar, rækja og fleira góðgæti úr hafinu. Allt þetta með fordrykk sem hefst kl. 20 fyr- ir aðeins 2.600 kr. Jói Klöru leikur af fingr- um fram undir dansi fram eftir nóttu. Borðapantanir í síma 11777 - Hringið strax. Sími 11777 o Vorglaðningur 10% afsláttur á sól- Hefurður smakkað jurtakrydds- marineraða grillkjötið okkar? húsgögnum og útileguvörum Komdu núna og gerðu góð kaup FATADEILDIN er full af nýjum, góðum sumarvörum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.