Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.05.1989, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 18.05.1989, Blaðsíða 19
\>iKun fUtUb Kjartan afgreiddi Grindvíkinga Kjartan Einarsson skoraði þrjú mörk í 3:0 sigri Keflvík- inga á Grindvíkingum í ár- legri bæjarkeppni liðanna. Staðan í hálfleik var 1:0 en heimamenn bættu við tveim- ur mörkum áður en flautað var til leiksloka á malarvell- inum í Keflavík. • • Jón Orvar í ÍBK? Jón Örvar Arason, annar markvörður Víðis, hefur ver- ið orðaður við ÍBK sem hef- ur verið í markmannshall- æri, því annar hinna ungu markvarða liðsins, Brynjar Harðafson, mun vera hætt- ur. Jón Örvar myndi því leysa markmannsvandamál ÍBK og deila stöðunni með hinum bráðefnilcga Ólali Péturssyni. Sex brottfluttir Það er athyglisvert að sjá „brottflutta“ Keflvíkinga í hinum ýmsu liðum, flestum þeim bestu. KR-liðið, veldið í Vesturbænum, er með tvo í sínu byrjunarliði, Sigurð Björgvinsson og Gunnar Oddsson, og Fram fékk Ragnar Margeirsson. Þá leikur Einar Á. Ólafsson með UMFG. Tveir topp markmenn úr ÍBK, þeir Ól- afur Gottskálksson og Bjarni Sigurðsson, leika með IA og Val, svo það er óhætt að segja að Keflvíkingar ali upp leikmenn íyrír stórlið deiidarinnar. Óli Þór bestur Eftir hvern heimaleik hjá IBK í sumar verður valinn maður leiksins. í fyrsta leiknum, gegn Víði, var Árni Vilhjálmsson valinn maður leiksins en gegn FH var Óli Þór Magnússon vaiinn. Guðlaugur for- maður meðlima- klúbbs ÍBK Meðlimaklúbbur ÍBK mun starfa í sumar en hann var stofnaður í fyrrasumar. Nýr formaður klúbbsins var kjör- inn Guðlaugur Guðlaugsson. Eru allir velunnarar IBK vel- komnir í klúbbinn en uppi eru hugmyndir um að breyta starfsemi klúbbsins i annan farveg en verið hefur, m.a.1 að leggja áherslu á að senda efni- lega knattspyrnumcnn og dómara á námskeið erlendis. Þeir sem hafa áhuga á að ganga í meðlimaklúbbinn geta haft samband við fram- kvæmdastjóra knattspyrnu- ráðs, Valþór Sigþórsson, í íþróttavallarhúsinu. Erfíð byrjun Keflvíkingar fá erfiða byrj- un á komandi Islandsrpóti í knattspyrnu. Þeir leika fyrsta leikinn við Val nk. mánudag í Keflavík, ekki laugardag eins og til stóð vegna landsleiksins við England. Annar leikurinn verður við FH, einnig heima, og þriðji gegn Fram á útivelli. Fimmtudagur 18. maí 1989 19 „ÍBK er á tímamótum' - segir Ástráður Gunnarsson, þjálfari ÍBK, sem leikur gegn Val n.k. mánudag í íslandsmótinu „Liðið stendur á tímamótum. Það er allt skipað heimamönnum og andinn í liðinu er mjög góður,“ sagði Ástráður Gunnarsson, þjálfari IBK-liðsins í knattspyrnu, í samtali við Víkurfréttir, en fyrsti leikur liðsins verður gegn bikarmeisturum Vals í Keflavík næsta mánudag kl. 20. Steinar Jóhannsson (t.v.) og Ástráður Gunnarsson gera boltana „klára" fyrir æfingu. LjcismymJir pkct. Undirbúningur gengið vel „Undirbúningurinn hefur gengið ágætlega og frammi- staða liðsins í vorleikjunum hefur verið viðunandi,“ sagði Ástráður, „það hafa orðið miklar breytingar á hópnum frá undanförnum árum. Engu að síður er liðið ekki svo mjög ungt. Það er í meðallagi hvað aldur og leikjafjölda snertir, en þó eru nokkrir í hópnum sem eru með marga leiki að baki og nokkrir með mjög fáa.“ Markmiðið að halda sætinu I fyrsta skipti í mörg ár eru ekki uppi háværar raddir um stórkostlegt gengi á Islands- mótinu, ekki síst vegna hinna miklu breytinga sem orðið hafa á liðinu. En hvað segir Ástráður um komandi Is- landsmót? „Eg hef trú á því að deildin skiptist í 2-3 hluta. Fram og Valur eru óneitan- lega með sterkustu liðin, alla- vega á pappírunum, en ég hef trú á því að ÍA, KR og KA komi þar næst á eftir og síðan korni fimm lið, ÍBK, Þór, Vík- ingur, Fylkir og FH, og muni berjast í neðri helmingnum. Eg er alls ekkert hræddur fyrir okkar hönd. Við höfum sýnt það í vor að við erum ekkert lakari en þessi lið, sem við höf- um keppt við, s.s. FH og Vík- ingur. En fyrsta markmiðið verður að halda sér í deildinni. ÍBK fékk 18 stig í fyrra og ég vona að okkur takist að næla okkur í 19-20 stig. Það væri viðunandi." Nauðsynlegt að byggja upp stemningu Eins og áður segir stendur Keflavíkurliðið nú á tímamót- um. Mikil endurnýjun hefur átt sér stað á öllum sviðum, í leikmannahópi, knattspyrnu- ráði og nýir þjálfarar, einnig heimamenn. „Við verðurn að byggja upp nýtt lið með já- kvæðu hugarfari. Það tekst ekki nema með samstilltu átaki allra aðila, leikmanna, forráðamanna og bæjarbúa, stuðningsmanna liðsins,“ sagði Ástráður. Spái aldrei Fyrsti leikur IBK verður við Val og þegar Ástráður var spurður hvort hann vildi spá um úrslit sagðist hann aldrei spá um úrslit leikja. ,,Ef mann- skapurinn gefur sig hundrað prósent í leikinn þá verð ég ánægður,“ sagði Ástráður að lokum og rauk út á æfingu, en þar var Steinar Jóhannsson, aðstoðarþjálfari liðsins, byrj- aður á fullu með mannskap- inn. Miklar breytingar liala orðið á Kefiavíkurliðinu frá síðasta sumri. Keflvíkingar skoruðu sex Keflvíkingar voru á skot- skónum í síðasta leik sínurn í Litlu bikarkeppninni gegn FH í Keflavik á laugardaginn. Þeir skoruðu sjálfir fjögur mörk í FH-markið en tvö í sitt og eigið en lokatölur í þessum mikla markaleik urðu 4:4. Kjartan Einarsson, sem hef- ur verið iðinn við kolann að undanförnu, kom Keflvíking- um á bragðið meðfyrsta marki leiksins. Sigurjón Sveinsson jafnaði leikinn fyrir FH með sjálfsmarki og þeir þökkuðu fyrir sig og bættu við marki mínútu síðar. Jón Sveinsson jafnaði síðan fyrir ÍBK en í kjölfarið fylgdu tvö mörk frá FH, þar af annað stórkostlegt skalla-sjálfsmark frá Páli Þor- kelssyni. Óli Þór Magnússon reif Keflvíkinga áfram og skoraði tvö mörk áður en yfir lauk og þannig lauk leiknum, 4:4. Mark Hlyns dugði ekki Víðismenn urðu af litla bikarnum þetta árið er þeir töpuðu úrslitaleik keppninn- ar gegn Stjörnunni á Garðs- velli sl. laugardag 1:2. Fjöldi áhorfenda lagði leið sína á völlinn til að fylgjast með leiknum. Leiðindaveður var og áttu leikmenn beggja liða erfitt með að athafna sig í rokinu. Stjörnumenn kom- ust fljótlega yfir í fyrri hálf- leik og var staðan 1:0 fyrir þá í hálfleik. Snemma í síðari hálfleik náðu Stjörnumenn að auka forskotið í 2:0, en Hlynur Jóhannsson minnk- aði muninn um eitt mark skömmu síðar, en það mark dugði ekki til og Iitli bikarinn fór því frá Keflavík í Garða- bæinn. Sævar Leifsson í harðri baráttu í úrslitalcik litlu Bikarkeppninnará laugardag. Þjálfari Víðismanna, Óskar Ingimarsson, snýr baki við myndavélinni. Ljósm.: hbb. Gott að vinna ekki Litla bikarinn Margir stuðningsrnenn IBK voru ánægðir með að lið- ið skýldi ekki hafa unnið Litlu bikarkeppnina, þó furðulegt sé, en liðið lenti í 3.-4. sæti og var aðeins einu marki frá því að leika til úrslita. Á undan- förnum árum, þegar ÍBK hef- ur unnið keppnina, hefur gengið ekki verið sem best í íslandsmótinu og því önduðu margir stuðningsmenn „létt- ar“ þegar liðið komst ekki í úrslitin í Litlu bikarkeppn- inni að þessu sinni... Hafa þjálfað flesta Þeir Ástráður Gunnarsson og Steinar Jóhannsson eru engir nýgræðingar í þjálfun. Ástráður hefur þjálfað frá því hann hætti að leika með ÍBK 1976, marga yngri flokka, verið aðstoðarmaður hjá Hólmberti Friðjónssyni og svipað má segja um Steinar, sem jafn lengi hefur þjálfað i yngri flokkum félagsins.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.