Víkurfréttir - 18.05.1989, Blaðsíða 20
i'ir.iiuuíitm
Fimmtudagur 18. maí 1989
AFGREIÐSLA BLAÐSINS
er að Vallargötu 15 - Símar 14717, 15717.
Kaupa Aðalverktakar Sparisjóðshúsið?
Sem kunnugt er hefur
sparisjóðurinn ákvcðið að
selja nýbyggingu sína við
Ijarnargötu, alla eða að
hluta, vegna gjörbreyttra að-
stæðna frá því hafin var
bygging hússins.
Vegna þessara hugmvnda
leitaði sparisjóðurinn m.a. til
allflestra launþegafélaga hér
á svæðinu. Nú er hinsvegar
orðrómur uppi um það, á
svæðinu að Aðalverktakar
hugleiði kaup á öllu húsinu
en sparisjóðurinn leigi fyrstu
hæð og kjallara.
Jafnframt hefur blaðið
frétt að bæjarsjóður Kefla-
víkur hafi áhuga á að leigja
efri hæðirnar.
Ef þessi orðrómur er rétt-
ur er hann hinn ánægjuleg-
asti, því þá er brotið blað í
fjárfestingasögu Islenskra
Vörður hæstur
„Fækkun báta stóralvarlegt mál“, segir Jón Ragnarsson,
Aflakóngur Suðurnesja 1989“
Fjórar bíl-
veltur á ör-
fáum dögum
Bakkus við stýrið í
þrem tilfellum
Á örfáum dögum í siðustu
viku þurfti lögreglan I Kella-
vík að hafa afskipti af Ijórum
bílveltum, þar af þrcmur á
eða við Reykjanesbraut.
Fyrsta bílveltan varð að-
faranótt miðvikudagsins í
síðustu viku á Reykjanes-
braut, skammt frá Grinda-
vikurvegi. Þar slösuðust far-
þegi og ökumaður lítilshátt-
ar og ökumaðurinn er grun-
aður um meinta ölvun við
akstur. Nákvæmlega átta
klukkustundum síðar varð
banaslys á þessum sama stað
og þar var ökumaður með
Bakkus meðferðis.
Þá varð bílvelta á laugar-
dag nálægt Vogaafleggjara,
en'Bakkus komsem bcturfcr
þar hvergi nærri. Hann
hjálpaði hins vegar til á
Halnargötunni í Keflavík á
hvítasunnudag.
Farsíma og
lyfjum stolið
Brotist var inn i Haförn
BA, þar sem báturinn lá í
Grindavíkurhöfn á þríðju-
dag i síðustu viku. Var far-
síma og lyfjum stolið úr
bátnum.
Innbrotið ogþjófnaðurinn
er nú í höndum lögreglunn-
ar í Grindavík og þegarsam-
band var haft við lögreglu á
þriðjudag var málið enn
óupplýst. Þeir sem upplýs-
ingar geta veitt eru beðnir að
snúa sér til lögreglunnar í
Grindavík.
1 1
Þessi vertíð var erfið fram-
an af og mikil ótíð,“ sagði
Aflakóngur Suðurnesja 1989
í samtali við blaðið. Vörður
ÞH varð aflahæstur Suður-
nesjabáta á nýliðinni vetrar-
vertíð en samkVæmt bráða-
birgðatölum frá hafnarvog-
inni í Grindavík landaði
skipið samtals 1106 tonnum.
Jón Ragnarsson heitir
skipstjórinn á Verði og tók-
um við hann tali um borð í
aflaskipinu nú á þriðjudag.
„Það hefur verið mikið
brim hér í Grindavík, með
því meira sem maður man
eftir í langan tíma. Þrátt fyr-
ir veðrið, þá er þetta mesti
afli sem ég hef fengið í nokk-
ur ár. Vertíðarnar hafa verið
daprar hér á Suðurnesjum
undanfarin ár, en þetta er
eitthvað að skána.“
Jón sagði að Vörður væri
eingöngu á netum, hann væri
lítið fyrir að snerta á línunni.
„Við höfum aðallega haldið
okkur á heimaslóðum s.s.
Selvogsbanka og Reykjanes-
grunni. Við erum tíu um
borð og þetta er allt góður
mannskapur. Eg hef mikið
til haldið sömu mönnunum
ár eftir ár og þarf aldrei að
leita mér að mannskap."
-Nú hefur vertíðin verið erf-
ið, en síðan fiskast vel þegar
bátar hafa komist á sjóinn.
Hvenœr fékkst þú mestan afl-
ann?
„Veiðarnar byrjuðu að
glæðast í endaðan febrúar en
þá kom góður kippur í ufsa-
fiskiríið. Uppistaða aflans
hjá mér er ufsi, þorskur og
ýsa,. Þetta er allt góður fisk-
ur.*‘
-Bátum hefur fœkkað
mikið í Suðurnesjaflotanum.
Hvað finnst aflakónginum um
þá þróun mála?
„Fækkun báta hér á Suð-
urnesjum er stóralvarlegt
mál. Til dæmis er búið að
selja marga humarbáta héð-
an frá Grindavík og mikinn
humarkvóta. Humarbátum
hér hefur fækkað um sjö frá
því í fyrra, þannig að hér eru
alvarlegir hlutir að gerast.
Það er ekki orðinn svipur
hjá sjón að sjá Suðurnesja-
flotann, frá því sem hann
var, en það er bara að vona
að þetta lagist,“ sagði Jón
Ragnarsson, aflakóngur
Suðurnesja 1989, að end-
ingu.
Jón Ragnarsson, skipstjóri á Verði ÞH, en það skip ergert út af Hf.
Gjögri í Grindavik. Áhöfn skipsins aflaði 1106 tonna á nýliðinni
vetrarvertíð, samkvæmt bráðabirgðatölum. Ljósm.: hbb
I —^
Jliti
TRÉ Í...W : /v
TRÉ-X INNIHURÐIR
TRÉ-X BYGGINGAVÖRUR IÐAVÖLLUM 7 KEFLAVÍK SÍMI 14700
í
aðalverktaka, sem er stærsti
atvinnuveitandi Suðurnesja-
manna, þar sem 5-600
manns hafa árlega stundað
störf á þeirra vegum, margir
óslitið í áratugi.
„Fólk meðvitað
um rétt sinn“
í kvöld verður haldinn í
Holtaskóla í Kcflavík kynn-
ingarfundur um Neytenda-
samtökin. Mun Jóhannes
Gunnarsson, formaðursant-
takanna, mæta á fundinn.
Mjög mikil og greinileg
vakning hefur orðið að und-
anlornu, að sögn forráða-
manna samtakanna. varð-
andi mál þessi „og fólk er
mjög meðvitað um að það
hafi einhvern rétt í þessum
málum.“
Verði undirtektir á fund-
inum góðar er reiknað með
að innan tíðar verði stofnað
sérstakt neytendafélag hér á
Suðurnesjum. Nú þegar eru
um eitt þúsund Suðurnesja-
nienn félagar í Neytenda-
samtökunum.
Annars staðar í blaðinu
birtist auglýsing um fundinn
þar sem nánar er greint frá
tildrögum hans.
Skotmenn á ferð
Lögreglan í Grindavík
þurfti tvívegis að hafa af-
skipti af skotmönnum í síð-
ustu viku. Var í bæði skiptin
um að ræða menn sem voru
að skjóta í landi Hrauns við
Grindavík. Voru skotvopnin
gerð upptæk.
Skal það enn áréttað hér í
blaðinu að öll meðferð skot-
vopna er bönnuð á Suður-
nesjum, nema með sérstöku
leyfi.
Skál fyrir I lermanni og
bæjarstjórninni,
eða þannig, sko . . .