Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.05.1989, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 18.05.1989, Blaðsíða 15
VlHWcifutUr Fimmtudagur 18. maí 1989 15 Sæbjörgin tilbúin til sjósetningar utan við björgunarstöð Sigurvonar. Ljósm.: epj. Áhöfn björgunarbátsins Sæbjargar: Mikið um aðstoð við smábáta Þjónusta björgunarbátsins Sæbjargar úr Sandgerði hefur verið með meira móti í vetur að sögn Sigurðar Guðjónssonar, formanns slysavarnasveitar- innar Sigurvonar í Sandgerði, en þeir eiga bátinn ásamt Ægi í Garði. Hefur aðallega verið um þjónustuútköll vegna bilaðra smábáta. Það sem af er maí- mánuði hefur áhöfn bátsins verið kölluð út tvisvar. A þriðjudag í síðustu viku var það smábáturinn Kló RE, sem var með bilað drif 6 sjómílur vestur af Stafnesi. Var bátur- inn dreginn til hafnar. Þá voru þeir kallaðir út til leitarsíðasta laugardag, en nánar er greint frá því máli annars staðar í blaðinu. I aprílmánuði var sveitin kölluð út fjórum sinnum. Fyrst var það lítill dekkbátur, Hera VE 66 frá Keflavík, sem var bilaður 15 sjómílur norður af Garðskaga. Þá var trilla með bilaða vél 7 mílur norður af Garðskaga dregin til hafn- ar. Auk þessa var kafari sendur út á miðin til að aðstoða skip- verja á Þuríði Halldórsdóttur, 187 tonna stálbáti úr Vogun- um. Eins var sveitin kölluð út vegna flugvélar sem var í vandræðum á leið til Keflavík- ur. Eins og sést á þessu hefur sveitin haft ærin verkefni að undanförnu og svo hefur raunar verið í allan vetur, að sögn Sigurðar. Börnin og við Suðurnesjafólk Kynningarfundur vegna væntanlegrar stofnunar Neytendafélags Suðurnesja verð- ur haldinn fimmtudaginn 18. maí kl. 20.00 í Holtaskóla í Keflavík. Kaffiveitingar. Áhugafólk um stofnun neytendafélags. Þú nærð árangri - með auglýsingu í Víkurfréttum. Símarnir eru 14717 og 15717. Opið á laugardögum kl. 14 - 16. Aörir timar eftir samkomulagi. Upplýsingar í símum 13155, 11555 og 11769. Leigjendur kartöflu- garða Þeir leigjendur garðlanda í bæjargörðum, sem ekki hafa greitt nú þegar leigugjald sitt, er bent á að vegna mikillar aðsóknar í garð- lönd verða þeir garðar leigðir öðrum sem ógreiddir verða 17. maí nk. Tekið er á móti leigugjaldinu kr. 800 í áhaldahúsi Keflavíkurbæjar. Bæjarverkstjóri Félag áhugafólks um brjósta- gjöf heldur aðalfund sinn næsta laugardag. Viljum við því rifja upp nokkra þætti starfsemi þess á liðnum vetri. Haldnir voru mánaðarlegir rabbfundir á Heilsugæslustöðinni í Keflavík og var hverju sinni tekið fyrir sérstakt umræðuefni, t.d. mat- aræði móður með barn á brjósti; hvernig, hvenær hætta eigi brjóstagjöf; áhrif útivinnandi foreldra á brjóstagjöfo.fl. Hafa þessir fundir verið vel sóttir og geta foreldrar komið og skipt á skoðunum sínum. Síðan höfum við fengið reglulega fýrirlesara í heim- sókn og eiga þeir þakkir fyrir óeigingjarnt starf í þágu fél- agsins. í haust komu í heimsókn Anna Helgadóttir, kvensjúk- dómalæknir, og talaði hún um fósturlát, Ingi Gunnlaugsson, tannlæknir, talaði um tann- hirðu barna. Eftir áramót kom svo Sólveig Þórðardóttir, Ijós- móðir, og talaði hún um and- legar breytingar tengdar með- göngu og fæðingu. Hafa þessir fyrirlestrar verið vinsælir og gestir farið heim, fullir fróð- leiks. Félagar úr Börnin og við fara vikulega í heimsókn á fæðing- ardeildina í Keílavík og kynna félagið fyrir sængurkonum. Félagið hefur verið að vinna að fræðslumynd um brjóstagjöf í samvinnu við RUV er sýnd verður í fræðsluvarpinu á komandi hausti. Megi krabba- meinsdeildin á Suðurnesjum hafa þakkir fyrir þann íjár- stuðning er hún hefur veitt okkur í þessa mynd. Nú, svo er það laugardagur- inn. Fundurinn verður hald- inn í Iðnsveinafélagshúsinu við Tjarnargötu kl. 13:30 og mun Herdís hjúkrunarfr. koma og fræða okkur um and- legar breytingar á tíðarhringn- um. Fram fara venjuleg aðal- fundarstörf og boðið upp á kaffi og kökur. Allir velkomn- ir. Stjórnin Keflavíkurbær - Ný þjónusta LOSUNARSVÆÐI Við Áhaldahús Keflavíkur hefur verið komið fyrir tveim gámum sem hægt er að losa rusl í utan opnunartíma Sorpeyðingarstöðvarinnar. Ofan Iðavalla, norðan við íþróttasvæði er merkt svæði og þar má losa jarðvegsefni (ekki rusl). Nánari upplýsingar veittar í Áhaldahúsi Keflavíkur, síma 11552. Bæjarverkstjóri

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.