Víkurfréttir - 18.05.1989, Blaðsíða 8
MlKUn
8 Fimmtudagur 18. maí 1989
4uUU
En veistu bara.Vala mín?
Kæru lesendur!
Já, það birtir upp um síðir.
Finnst ykkur ekki gaman að
sjá grásvart malbikið aftur?
Eða blettinn sem skartar sín-
um fegurstu öldósum, bjór-
dósum, pappakassa utan af
Jaffa-appelsínum og jafnvel
vel gisnu 150 sentimetra birki-
tréi, sem einhver keypti á jóla-
tréssölu Kiwanis-manna á
Vesturbrautinni eigi alls fyrir
löngu og hreinlega nennti ekki
að setja það í ruslapoka eftir
notkun. Nú er þetta allt saman
að koma í ljós aftur, garðrækt-
endum og öðrum snyrtimenn-
um til mikilla ama.
Eða hvað?! Er þetta ekki
einmitt tíminn til þess aðskella
sérút ígarð, andaaðsérfersku
sjávarloftinu, róta aðeins í
beðunum og losa sig við þetta
margvíslega ,,ruslaskraut“
sem hverfur ekki af sjálfu sér?
Eg er næstum því viss um,
að þessi ógnvekjandi vetrar-
drungi sem hvílt hefur á liðinu
undanfarna mánuði og
kaffært allflestar ferðaskrif-
stofur landsmanna, myndi
hverfa eins og dögg fyrir sólu
eða jafnvel á hraða ljóssins
„EF“ við aðeins (já, hættu að
glápa á imbann!) skelltum
okkur út í góða veðrið með
nýju útgáfuna af ruslapokunum,
sem brakar svo skemmtilega í
og hirtum þennan ófögnuð við
fyrsta tækifæri. Munið svo að
taka endilega með ykkur börn-
in því þetta finnst þeim hið
mesta sport en sleppið því ef
þau eru orðin meira en tólf
ára!
Vel á minnst, hvað um tán-
ingana? Eg fór út á sjoppu
fyrir frúna eitt föstudags-
kvöldið (svona smá nammi til
að hafa með sjónvarpinu) og
renndi mér í leiðinni niður
Hafnargötuna. Þvílíkt ogann-
að eins mannhaf hefi ég sjald-
an séð! Er virkilega enginn
staður fyrir þennan geysistóra
hóp af fólki til aðkomasaman
og skemmta sér á, fýrir utan
götuna?
Sjálfur er maður alinn upp á
gullaldarárum Bergás-tíma-
bilsins, þegar að úrsérgengna
og rafmagnslausa skólaritvél-
in var óspart notuð til að falsa
nafnskírteinin í massavís, án
þess að Þorgeir dyravörður
eða aðrir góðir félagar með
breiðu bökin tækju eftir því.
Já, það féllu margir svitadrop-
arnir í kjallaranum um árið, en
ekki bara við það að komast
framhjá Þorgeiri. A dansgólf-
inu perlaði allt af svita (og
sennilega öðrum sterkari
vökvum) og þær voru ófáar
ferðirnar sem maður fór til
hans Jóns í skóbúðinni, því
sólarnir hreinlega slípuðust af
á örfáum kvöldum.
í dag heimsækja ungling-
arnir Jón á annan hátt, þeir
hreinlega brjóta rúðurnar hjá
honum og eitt er víst að það er
ekki vegna skóleysis! Nei,
maður skilur krakkana ósköp
vel að þau skuli vera reið yfir
þessu ástandi, þó að óþarfi sé
að ganga á rúður bæjarins og
brjóta þær. Sá hópur er að vísu
ávallt smár og ekki má dæma
heildina eftir honum. Svo er
ekki þar með sagt að krökkun-
um þyki leiðinlegt á götunni,
en ég efa það að þau myndu slá
hendinni á móti einhverjum
skemmtistað til að hittast á og
dansa. Ef við myndum setja
okkur í spor þessara krakka,
þó ekki væri nema smástund,
þá held ég að hinn ógnvekj-
andi vetrardrungi, sem ég
minntist á áður, sæti „ball-
laus“ á nefmu á okkur allt árið
um kring.
Að lokum langar mig að
minnast á þann alræmda og
óstöðvandi tímaþjóf flestra
manna í dag, sem virkilega er
(og reyndar var hjá mér) orð-
inn óþolandi: Stöð 2. Ekki nóg
að þeir séu hættir að flytja
fréttir af heimahögum okkar
og þá helst af þeim „grænköfl-
óttu“, sem aldrei vita hvort
þeir séu að elta væskilslega
víkinga í eggjaleit eða velvopn-
aða Víetnama í varplöndum,
heldur og hækka þeir afnota-
gjöldin svo ört að jafnvel vísi-
talan verður á eftir í mark.
Sennilegasta skýringin á
þessu er án efa armbanda-
kaupin hennar Valgerðar, sem
ætlar víst aldrei að linna. Ég
hætti að lokum að styrkja
þessa eimreið og nú húkir af-
ruglarinn inni í kompu og bíð-
ur nýs eiganda, nýs „arm-
bandagreiðanda".
En eitt er þó víst að eftir
þennan tveggja mánaða
„reynslutíma“ frá Stöðinni þá
líður manni bara ósköp vel og
nýtir frítímann sinn miklu bet-
ur en nokkru sinni áður. Hafi
Valgerður miklar þakkir fyrir!
Ó, farin ertu frú mín góð,
í fúlu ég þig seldi.
Þú ert þó alltaf sæt og rjóð,
og þörf í undaneldi.
Ei lleiri armbönd færðu l'ín,
úr fépyngjunni minni.
Þig mun þó ekki skorta skrín,
þó farinn sé að sinni.
En veistu bara Vala mín,
að vefja arma sína,
vegur þungt og vigtin þín,
verður alger pína.
Kærar kveðjur,
Valur Ketilsson.
Grín - Gagnrýni - Vangaveltur
molar
Gott revíuefni
Það var mikil synd að ekki
skyldi einhver gamanhöf-
undur vera viðstaddur síð-
asta bæjarstjórnarfund í
Keflavík. Því þá kom upp
hið versta mál fyrir bæjar-
stjórnarmenn, enda fóru þeir
í hringi og það lleiri en tvo, í
máli því sem um var fjallað
og snerist um veitingu vín-
veitingaleyfis. Lagðar voru
fram tillögur, þærdregnartil
baka en síðan látnar standa
og fleira í þessa veru.
Mikill hugur
og framsækni
I umræðum um ráðningu
nýs framkvæmdastjóra við
SBK á fundi bæjarstjórnar
Keflavíkur á þriðjudag gat
bæjarstjóri þess að mikill
hugur og framsækni væri nú
í starfsmönnum fyrirtækis-
ins. Væri m.a. stefnt að því
að sækja stíft inn á hópferða-
markaðinn, en SBK er nú
stærsti hluthafinn í BSÍ, á
raunar 12,5% hlutafjár í því
fyrirtæki.
Gróa í Garðinum
Við sögðum frá því hér í
Víkurfréttum í síðustu viku
að aðkomumanni hafi verið
kastað út úr bifreið í Garðin-
um og síðan ekið á brott. Þar
sem maðurinn var skólaus
varð hann fljótt sárfættur og
varð því að grípa til ein-
hverra ráða. Gróa á Leiti er
fljót að koma með sögurnar
og ganga nú ýmsar sögur um
það hvað aðkomumaðurinn
á að hafa gert. Ein þeirra seg-
ir að maðurinn hafi verið
kominn inn að rúmi hjá kon-
unni en önnur saga segir að
hann hafi bankað upp á í
húsi einu, blindfullur, ogsíð-
an tekið skó úr forstofunni.
Fleiri sögur eru í gangi og
það besta er að sögum ber
ekki saman um hjá hvaða
konu aðkomumaðurinn
hafði viðkomu, en allir segj-
ast sögumenn hafa sína sögu
staðfesta.
Njarðvík - fámennt
sjávarþorp
Ekki er víst að allir Njarð-
víkingar séu sammála því að
þessi rúmlega tiu ára gamli
kaupstaður, sem talinn er
miðlungsstór meðal kaup-
staða landsins, sé „fámennt
sjávarþorp, þar sem allir
þekkja alla“. Þetta var þó
lýsing fegurðardrottningar
Suðurnesja og 5. fallegustu
stúlku landsins á krýningar-
kvöldi Fegurðardrottningar
íslands. Því er spurningin
hvort hún hafi óvart ruglast
á einhverju hinna fjögurra
þorpa á Suðurnesjum, sem
enn hafa ekki hlotið kaup-
staðarréttindi.
Ærið verkefni...
Það virðist engin hætta
vera á því að sá fulltrúi Heil-
brigðiseftirlits Suðurnesja,
sem sér um umhverfismál,
verði verkefnalaus á næst-
unni. Ef marka má fréttir
hafa verið klippt númer af
vel á annað hundrað bifreið-
um það sem af er árinu 1989.
Þetta þýðir að vel á annað
hundrað bílflök eru víðsveg-
ar um svæðið sem fjarlægja
þarf. Því þeir eru fáir bíleig-
endurnir sem hafa rænu á að
koma númeralausum bílum í
Sorpeyðingarstöðina. Flest-
ir leyfa þeim ýmist að vera
þar sem af þeim var klippt,
eða henda þeim úti á víða-
vangi eða til einhvers aðila
s.s. verkstæðis, sem safnar
að sér bílflökum. Má það
furðu sæta hve margir þeir
eru sem ekki hafa rænu á að
koma flökunum á réttan stað
og því fær fulltrúinn framan-
greindi óþarflega mikil verk-
efni á næstunni.
...á víðavangi
Fátt er ömurlegra en aðsjá
bílflök á víðavangi, sem
spilla þar með óskertri nátt-
úrunni. Því miður er þetta þó
allt of algeng sjón, sem staf-
ar af því að við hin gerum
ekkert í að upplýsa hverjir
henda bílum sínum með
þessum hætti. Þetta ættum
við að taka til athugunar.
100 umsækjendur?
Hin miklu og góðu launa-
kjör fráfarandi stjórnarfor-
manns íslenskra aðalverk-
taka hafa aukið áhuga
manna fyrir stól þessum svo
um munar. Hafa heyrst
raddir um að eigi færri en 100
manns hafi gefið kost á sér til
starfans og lái ég engum þó
hann sæki um. En hvað um
það, menn bíða nú spenntir
eftir því hvort það verði Suð-
urnesjamenn eða Reykjavík-
uraðallinn sem fá bitann,
kratar eða framsóknarmenn.
Skammstafana-
ruglingur
Oft vilja hinar ýmsu
skammstafanir félagasam-
taka og stofnana veíjast fyr-
ir mönnum. Tökum sem
dæmi skammstafanir stéttar-
félaga. Fyrir 1. maí birtist
m.a. auglýsing í blaði einu
hér suður með sjó um dag-
skrá hátíðarhaldanna þann
dag. Þar birtust rangar
skammstafanir Verkalýðs-
og sjómannafélags Keflavík-
ur og nágrennis og Starfs-
mannafélags Kellavíkurbæj-
ar. Að vísu var umrætt tilvik
ekki viðkomandi blaði að
kenna, heldur var handritið,
sem búið hafði verið til á
skrifstofu VSFK, með um-
ræddum villum. Við hér tók-
um eftir því og gátum því
leiðrétt. Nú í síðustu viku
birti hitt blaðið auglýsingu
frá matvöruverslun þar sem
aftur kom röng skammstöf-
un VSFK og nú enn ein út-
gáfan.
Ólafur á Dísarnöfnin
Það kom mörgum að
óvörum er nýjasta þota
Flugleiða bar nafnið Aldís.
Jafnframt munu þær þotur
sem væntanlegar eru bera
dísar-nöfn. Hugmyndin að
þessari nafngift er komin frá
Keflvíkingi, Ólafi Marteins-
syni (Árnasonar í Bókabúð-
inni).
Til hamingju Stöð 2!
Jæja, það kom að því að
fréttastofa Stöðvar 2 gerði
sér grein fyrir því að til væri
landssvæði sem héti Suður-
nes. Af því tilefni var frétta-
sveit send suður Keflavíkur-
veg, já Keflavíkurveg, ekki
Reykjanesbraut eins og við
hin ökum. Kom þetta í ljós á
föstudagskvöld en ekki var
tilefnið þó sérstaklega upp-
byggjandi fyrir sVæðið, þá
loks að fréttadeildin mundi
eftir því: Stöðin er komin inn
á herinn með hluta af dag-
skrá sinni. Vonandi fer stöð-
in þó að gera sér grein fyrir
að ýmislegt fréttnæmt gerist í
byggðunum hér suður með
sjó.
...en hvað með
ættjörðina?
Þó Suðurnesin séu algjör-
Umsjón: Emil Páll
lega týnd á korti fréttadeild-
ar Stöðvar 2 ætti sjónvarps-
stjórinn þeirra, Jón Óttar
Ragnarsson, að leiða hugann
þessa dagana hingað suður
til „ættjarðar" eiginkonunn-
ar, sem hann kvæntist um
síðustu helgi. Eiginkonan er
Elva Gísladóttir, Alfreðs-
sonar leikara. Eða með öðr-
um orðum sonardóttir Al-
freðs heitins Gíslasonar,
fyrrum bæjarfógeta, og Vig-
dísar Jakobsdóttur.
90 milljónir
til Eldeyjar
í miklu viðtali Morgun-
blaðsins við Thor Thors
framkvæmdastjóra ÍAV í
gær kemur fram, að fyrirtæk-
ið hefur bjurgað Eldey hf. um
90 milljónir með einum eða
öðrum hætti. Segir hann að
þar hafl pólitsíkum þrýstingi
verið beitt. Hann segir hins
vegar ekkert frá hræðslu-
bandalagi fyrirtækisins sem
upp kom í kjölfar fréttar
Stöðvar 2 um laun stjórnar-
formannsins. En þá um leið
dró fyrirtækið við sig að Ijár-
festa í stórri byggingu í
Kellavík, að sögn almanna-
róms. Hver láir fyrirtækinu
þó þeir kannski veiti Ijár-
magni fyrir nokkur hundruð
milljónir lil Suðurnesja á
meðan á þriðja milljarða fer
til Reykjavíkur?
Stöðvast Framsókn?
Fróðir menn. um skipun
utanríkisráðherra i stöður
stjórnarmanna hjá ÍAV.sem
færu með umboð rikisins,
telja að krafa Framsóknar
um annað sætið liafi valdið
óeðlilegum drætti á skipun í
embætti þessi. En talið er að
fulltrúi Framsóknar yrði
Páll Jónsson, sparisjóðs-
stjóri.