Víkurfréttir - 18.05.1989, Blaðsíða 7
\iiKun
jutUi
Fimmtudagur 18. maí 1989
Leit að
hefjast
er báturinn
kom fram
Um miðjan dag á laugardag
var áhöfn björgunarbátsins
Sæbjargar frá Sandgerði köll-
uð út til leitar að plastbátnum
Guðjóni GK 78 frá Sandgerði.
Er leit var að hefjast kom bát-
urinn fram.
Báturinn hafði verið að
handfæraveiðum út af Skerj-
um, sem eru djúpt út af Eldey,
eða í um 25 sjómílna siglinga-
leið frá Sandgerði. A bátnum
var einn maður og um eitt leyt-
ið hafði hann talstöðvarsam-
band við annan bát sem var á
svipuðum slóðum, en þá voru
báðir bátarnir u.þ.b. að halda
til lands. Stuttu síðar rofnaði
talstöðvarsamband við Guð-
jón.
Er hinn báturinn var kom-
inn til hafnar án þess að verða
nokkuð var við Guðjón og
enginn hafði orðið hans var
óskaði Tilkynningarskyldan
eftir því að Sæbjörgin færi til
leitar, enda komið nokkuð
fram yfir þann tíma sem bát-
urinn átti að vera kominn til
Sandgerðis.
Er Sæbjörgin var að sigla út
úr höfninni í Sandgerðinni
mætti hún Guðjóni, sem þá
var á leið til hafnar. Kom þá í
Ijós að sjór hafði komist í tæki
bátsins s.s. talstöðina og gert
hana óvirka. Nokkur ágjöf var
á bátinn á heimsiglingunni
enda mikil bræla komin. Þrátt
fyrir þetta amaði ekkert að
þeim eina skipverja sem var
um borð í Guðjóni.
Rólegt í
Grindavík
Hvítasunnuhelgin var
róleg hjá lögreglunni í
Grindavík og lítið um annir.
í síðustu viku urðu tveir
minniháttar árekstrar í um-
dæmi lögreglunnar. Þá var
einn tekinn fyrir ölvun við
akstur.
Dómsmálaráðherra:
Fjölga þarf í
lögreglunni
„Það þarf að fjölga í lög-
reglunni, en það er ekki laga-
heimild fyrir því“ sagði Hall-
dór Asgrímsson, dómsmála-
ráðherra, á fundi með lög-
reglumönnum á Suðurnesj-
um á dögunum.
Af viðræðum aðila við
dómsmálayfirvöld að dæma
virðist þó ljóst aðmálið verð-
ur á næstunni tekið upp á ný.
Er jafnvel talið næsta víst að
fjölgað verði á ný í sex á vakt.
Það sem málið strandar á
er verkfall BHMR. En vegna
þess eru þeir aðilar, sem um
málið munu fjalla, upptekn-
ir við að reyna að leysa verk-
fallshnútinn. Er því beðið
eftir að mál róist á þeim víg-
stöðvum.
M . <í
Guðjón GK 78 kemur til hafnar í Sandgerði. Ljósm.: epj.
STUÐJ
SIGGI BJÖRNS
leikur föstudags-
og laugardagskvöld
til kl. 03.
Okkar rómaða kaffihlað-
borð sunnudag.
Opið til kl. 21 sunnudag.
Sími 37755
20 ára aldurstakmark.
Matargestir, pantið
borð tímanlega.
Rjómapiparsteik eða ljúffengt
sjávarréttagratín og svo auðvit-
að okkar góðu pizzur. Komdu
og hafðu það huggulegt í mat og
drykk....
bagiMH
TJARNARGOTU 31a
I
^luirfi
Ci c
myrtifræðingur kynn-
ir nýju sumarlínuna
frá Charles of the Ritz
á morgun, föstudag, I
kl. 14-18.
Verið velkomin.
SNYRTIVORUVERSLUNIN
sraaRt
Hólmgarði - Keflavík
GldMWH* Fjör um
BERO helsina
i iii ii |i|i
Föstudagskvöld 19. maí:
Dúndrandi diskótek
frá kl. 23-03.
Aldurstakmark 18 ára. - Snyrtilegur
klæðnaður. - Miðaverð 700 kr.
Laugardagskvöld 20. maí:
Létt og laggott á laugardegi og
dynjandi danstónlist
frá kl. 22-03.
Aldurstakmark 20 ára. - Miðaverð 700 kr.
- Snyrtilegur klæðnaður. -
Hvernig væri
að bjóða elskunni
sinni ýt að borða
á Sjávargullið,
sem erferskur veitinga-
staður í notalegu
umhverfi? Nú
hefur verið tekinn
upp nýr og breyttur
matseðill, með réttam
sem gæla við
bragðlaukana.
EJ þú vilt í stuðið
á eftir, þá er
Glaumberg opið
matargestum
endurgjaldslaust.
SJAVARGULLI
O' RESTAURANT