Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.05.1989, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 18.05.1989, Blaðsíða 17
\iimn juMt Fimmtudagur 18. maí 1989 17 Keflavíkurhöín: Lögreglan bjargaði báti frá því að reka upp Að morgni hvítasunnu- dags barst lögreglunni í Keflavík tilkynning um að lítill bátur, sem væri í Kefla- víkurhöfn, væri laus að aft- an. Reyndist hér vera um Bylgju I SH 273 að ræða. Fóru lögreglumenn þegar um borð í bátinn, þar sem hann lá utan á öðrum. I þann mund er þeir voru að ljúka við að binda bátinn að aftan slitnaði hann frá að framan, en þeir gátu þó fest hann kyrfilega beggja megin. Bylgjan I SH 273 er 8 tonna þilfarsbátur úr eik, sem nýlega hefur verið keyptur til Njarðvíkur af Jósef Valgeirssyni. Er talið nokkuð víst að ef lögreglan hefði ekki brugðist skjótt við hefði báturinn slitnað allur frá og trúlega rekið upp. Bylgjan I SH 273 í Keflavíkurhöfn eftir að lögreglan gekk kyrfi- lega frá festingum hans. Ljósm.: epj. Smáauglýsingar Börnin og við Aðalfundur félagsins verður haldinn laugardaginn 20. maí 1989 kl. 13.30 í Iðnsveinafél- agshúsinu við Tjarnargötu í Keflavík. Herdís Sveinsdóttir, hjúkrunarlektor, kemur og talar um andlegar breytingar á tíðarhringnum. Venjuleg að- alfundarstörf. Kaffi og kökur. Allir velkomnir, jafnt stórir sem smáir. Stjórnin Útivinnandi mæður athugið Ég er stelpa á 14. ári og óska eftir að passa barn, helst yngra en 3ja ára. Ef ykkur vantar barnapíu hringið þá í síma 13983 (er þrælvön). Barnapía 13 ára stúlka óskar eftir að passa barn í sumar, helst ekki eldra en 2ja ára. Uppl. í síma 14610. Til sölu hálft kvennagolfsett með poka og kerru. Borðstofu- skápur, sófi,sófaborðoggólf- lampi. Uppl. í síma 12074. Unglinga-kvengolfsett óskast, hálft eða heilt, ásamt poka. Uppl. í síma 27246. Atvinnurekendur 17 ára húsasmíðanemi óskar eftir að komast á samning hjá byggingameistara, flestönnur vinna kemur einnig til greina. Uppl. í síma 46551. Barnarimlarúm óskast keypt Oska eftir að kaupa notað barnarimlarúm með færan- legum botni. Uppl. í síma 68543. Hljómplötur óskast Áttu slatta af litlum hljóm- plötum inni í geymslu sem þú ert löngu hætt(ur) að nota? Ef svo er, ertu þá til í að láta þær af hendi? Hafið samband við Kristinn í síma 12112. Heimilishjálp Tek að mér heimilishjálp. Uppl. í síma 14549. Herbergi óskast Óska eftir að taka á leigu her- bergi í Keflavík. Reglusemi heitið. Uppl. í síma 11173. Bjórdýrkendur Til sölu 2ja ára 3001 kæliskáp- ur með 100 1 blástursfrysti, hæð 162 cm, breidd 70 cm, dýpt 60 cm. Mjög vel með far- inn. Uppl. í síma 27016. íbúð óskast 2ja-3ja herb. íbúð óskast til leigu strax. Húsgögn mættu fylgja. Uppl. í síma 11923. BÍLALEIGA GOÐIR BILAR - GOTT VERÐ Hqfnargötu 38 - Sími 13883 rencos Heildverslunin Impex-Básendar hf. kynnir vörur sínar kl. 14-19 á morgun, föstudag, að Iðavöllum 9b (áður Byggá). Meðal annars verða á boðstólum hinar frábæru súpur frá UNOX, ávextir frá RENCOS, marmelaði og ávaxtasafi frá VANDELBO, sælgæti frá MAUXON og SHOGETTEN ásamt ýmsu fleiru. Impex-Básendar Iðavöllum 9b - Keflavík - Sími 14345

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.