Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.05.1989, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 18.05.1989, Blaðsíða 18
mun 18 Fimmtudagur 18. maí 1989 Júlíus Baldvinsson, Getraunaspekingur Víkurfrétta 1989 : „Verður án efa stórkostleg upplifun" „Þetta uerður án eta stór- kostleg upplifun að fara á stórleik í „Mekka" knattspyrn- unnar og ég hlakka rnikið til". sagði Július Baldvinsson. Get- raunaspekingur Vikurfrétta 1989. en hann sigraði sem kunnugt er í leiknum eftir spennandi keppni. Hinn efni sanni Kristinn Danivalsson. Kiddi Dan. afhenti Júlíusi farmiðann til London frá Samvinnuferðum- Landsýn. sem nú gefa þennan glæsiiega vinning i þriðja sinn. „Ég hef komið á marga knatt- spyrnuvelli í Englandi. en aldrei til Wembley". sagði Kiddi um leið og hann rétti Júiíusi miðann og bar honum i leiðinni bestu kveðjur trá „einkaritara" Samvinnuferöa i Keflavík. henni Lóu. en það er kötturinn hans Kidda og Júlíus er eins og flestir vita mikill kattavinur og -eigandi. og jafn- framt meindýraeyðir. Mánudags- mót Píanó- barsins: krislinn l»ór Kiist insson cr clstur í sli^ikcppninni Kristinn Þór á toppnum Þorsteinn Jóhannsson sigraði á þriðja mánudags- móti Píanó-barsins nú í vik- unni en næstir á eftir honum komu þeir Friðrik Jakobs- son í öðru sæti, Kristinn Þór Kristinsson í þriðja og fjórði varð Gunnar Schram. Að loknum þremur mót- um er Kristinn Þór Kristins- son efstur í stigakeppninni með 12 stig. Þorsteinn Jó- hannsson er annar með 10, Friðrik Jakobsson þriðji með 9, Guðjón Hauksson með 7 og Gunnar Schram er nteð 6 stig. Knattspyrnuráð ÍBK Hvaö gera Óli Þór og félagar gegn Atla Eövalds og hinum landsliösmönnunum í Val? * Fyrsti stórleikur sumarsins í Keflavík: íslandsmótið í knattspyrnu -1. deild: íbk - VALUR n.k. mánudag 22. maí kl. 20. Keflvíkingar Suðurnesjamenn! Fjölmennum á leikinn og hvetjum okkar menn til sigurs. jutUi MVK-mótið í golfi: Málarinn og íslands- meistarinn bestir Fyrsta stigamót sumarsins í golfi hjá Golfkiúbbi Suður- nesja, MVK-mótið, fór fram í Leirunni á annan í hvíta- sunnu. Alls mættu 88 þátt- takendur til leiks og léku golf í ágætis veðri. Það var vel við hæfi að málarinn sjálfur, Vil- hjálmur Skarphéðinsson, skyldi sigra með forgjöf, en hann lék á 65 höggum, tyeimur betur en Sturlaugur Ólafsson og Kjartan knatt- spyrnukappi Einarsson. íslandsmeistarinn í golfi, Sigurður Sigurðsson, sigraði án forgjafar, lék á 75 högg- um, Björn V. Skúlason ann- ar á 76 og Páll Ketilsson þriðji á 78 höggum. Rúnar Valgeirsson sló kúlu sinni næst holu á 16. flöt, Lind- inni, 1,24 m frá stöng, og hlaut eins og aðrir verð- launahafar veglega úttekt í Dropanum frá Málaraverk- tökum Keflavíkur hf. I.jósm.: pkci. Gísli fór holu í höggi Gísli Torfason, Golfklúbbi Suðurnesja, gerði sér lítið fyrirog varð fyrsti kylfingurinn á þessu ári til að fara holu í höggi. Gísli náði draumahögginu á 8. braut í Leirunni í MVK-mótinu sl. mánudag og notaði 7-járn. „Þetta leit ekki út fyrir að vera högg sem átti eftir að enda í holu en þangað fór kúian samt,“ sagði Gísli, sem endaði 18 holurnar á 84 höggum. Einn yngsti kylfingur úr G.S., sem hefur farið holu í höggi, tekur við viðurkenningu sinni úr hendi formanns Einherjaklúbbsins, Kjartans L. Pálssonar, en við hlið hans er Ólafur Ólafsson, forstjóri Vangs hf. Þrír GS-kylfingar urðu einherjar 1988 Þrír kylfingar úr Golf- klúbbi Suðurnesja náðu þeim áfanga sem alla golfara dreymir um, að fara holu í höggi, á síðasta ári, og urðu þar með „Einherjar" en sam- nefndur félagsskapur er skipaður þeim kydfingum er hafa náð ,,draumahögginu“. Umboðsaðili Johnnie Walk- er á íslandi, Vangur hf., veitti á dögunum viðurkenn- ingar til 40 kylfinga sem fóru holu í höggi á síðasta ári og voru þrír GS-kylfingar í hópnum, sá yngsti aðeins 14 ára, Kristinn S. Gunnarsson, formannsfrúin María Jóns- dóttir og loks Sigurður Jóns- son.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.