Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.05.1989, Side 2

Víkurfréttir - 26.05.1989, Side 2
MlKUn KEFLAVÍK 40 ÁRA Afmælis- blað „Keflavík er allstór og myndarlegur bær og hefur vaxið mikið á undanfar- andi árum." Svo segir í byijun blaða- greinar sem Guðmundur Hannes- son, læknir, skrifaði árið 1932, en hann heimsótti Keflavík þetta ár er vinna var hafin við skipulagsgeið þar. Hann sagði einnig m.a.: „Hversvegna hefur nú þessi vöxtur hlaupið í bæinn á síðasta áratugnum. Mér er þetta ekki fyllilega kunnugt en auðvitað hlýtur hann að starfa af dugnaði og framtakssemi bestu manna þar. Sennilega er sparisjóðurinn það sem hæst mætti telja. Féð sem rann til hans úr ýmsum áttum hefur oiðið afl til framkvæmda, til þess að kaupa vél- báta og gera þá út til að gera íshús, útvegs- og íbúðarhús." Guðmundur segir ennfremur að sjálfur bærinn sé ærið fyrirferðamikill og að það sé 20 mínútna gangur eftir honum endi- löngum og að slík dreifing byggðarsé varasöm „því götur veiði þá svo dýr- ar". Tuttugu árum síðar var íbúafjöldi í Keflavík oiðinn liðlega 2000 og því þótti mörgum tími vera kominn til að Keflavík fengi kaupstaðarréttindi, en lög um það voru sett 22. mars 1949. Nú, fjörutíu árum síðar, hefur mikið vatn til sjávar runnið, ekki bara úröll- um frystihúsunum og fiskverkunar- húsunum niður við sjóinn, helduröllu heldur í þróun mannlífs og atvinnu- lífs. Og á þessum 40 árum hefuríbúa- fjöldi meira en þiefaldast. Verslun og vaxandi útgeið hafa átt mikinn þátt í vexti Keflavíkur. A síðasta áratug hefur þó hallað verulega undan fæti í sjávarútvegi og svo viiðist sem Kefla- vik sé að veiða meiri verslunar- og þjónustubær. En það sem margir horfa vonaraugum til er feiðamanna- iðnaðurinn. Framtíðin sé í honum. Á síðustu 3 árum hafa tvö hótel risið í bænum og eru meira og minna bók- uð allt árið. Það segir sína sögu. Þegar horft er til framtíðar er ekki hægt að segja annað en að hún sé björt fyrir Keflavík og íbúa hennar. Keflavíkin er„höfuðboig" Suðumesja og sómir sér vel sem slík, með marg- breytilegt menningar-, íþrótta- og fél- agslíf, en úr Keflavíkhefurkomiðmik- ið af afreksfólki á þessum sviðum. Á merkisafmæli sem þessu er manni þó efst í huga að innri samstaða íbúanna og góð stjóm bæjarfélagsins er ein mikilvægasta forsendan fyrir framför- um og farsæld hér í bæ. Þegar við ákváðum að gefa út sér- stakt aukatölublað í tilefni 40 ára af- mælis Keflavíkur var ekki hugmynd- in að enda í stómm doðranti. En þeg- ar haldið var af stað stækkaði „bam- ið" örar en menn geiðu sérgrein fyrir, enda af miklu að taka. Við höfum þó aðeins stiklað á stóru, tekið „púlsinn" á verslun og þjónustu í bænum og spjallað við marga Keflvíkinga. Ég vil að endingu þakka öllum sem komu nálægt útgáfu þessa blaðs, sér- staklega „pennum" úti í bæ sem hjálpuðu til við skriftir og þeim fyrir- tækjum og stofnunum sem tóku þátt í geið þessa afmælisblaðs. Páll Ketilsson, rítstjóri. \>IKUR juUit Aukatölublað í tilefni 40 ára kaupstaðaraf- mælis Keflavíkurbæjar RITNEFND: Páll Ketilsson, ritstjóri, Emil Páll Jónsson og Sigurjón Vikarsson. HÖFUNDAR EFNIS: Páll Ketilsson, Emil Páll Jónsson, Magnús Gíslason, Davið Ólafsson, Hilmar B. Bárðarson, Margeir Vil- hjálmsson, Kjartan Már Kjartans- son og Sæmundur Valdimarsson. LJÓSMYNDIR: Heimir Stígsson, Haukur Ingi Hauksson, Hilmar B. Bárðarson, Margeir Vilhjálmsson, Magnús Gíslason, Einar Falur Ingólfsson og Páll Ketilsson. / Avarp bæjarstjóra, Guðíinns Sigurvinssonar: KEFLAVÍK ÁRA Fjörutíu ára afmælisdagur kaupstaðarréttinda Keflavíkurbæjar, hinn 1. apríl 1989, var einstaklega fagurdaguri Keflavík, sólskin, logn og nýfall- inn snjór yfiröllu. Hátíðarhöldin í tilefni afmælisins fóru hiðbesta framog mikil þátttaka fólks gerði daginn afar ánægjulegan. Heimsókn- forseta íslands, frú Vigdísar Finnþogadóttur, varpaði sér- stökum ljóma á daginn og var henni vel fagnað af bæjarbúum og þá sér- staklega af yngri kynslóðinni, sem fagnaði forseta sínum innilega. Þá var og mjög ánægjulegt að forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, og félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, ásamt flestum þingmönnum kjördæmisins, skyldu koma til hátíðarhaldanna. Sama má segjaumaðragóða gesti sem boðið var, allir sem því gátu við komið tóku þátt í hátíðarhöldunum.. Góðar gjafir bárust frá Njarðvikurbæ, Grindavíkurbæ og Hafnarfjarð- arbæ, og fré Sparisjójðnum í Keflavík og fyrir það þökkum við. Engum Keflvíkingum var sérsiaklega boðið til hátíðarhaldanna enda öllum opin, en ánægjulegt var hve margir komu af þeim sem nú búa annars staðar og sýndu með því rækt við æskuslóðlrnar. Mikil einhugur hefur verið með okkur Keflvíkingum í sambandi við há- tíðarhöldin, má segja að allt mannlíf hér hafi blómstrað í orðsins fyllstu merkingu. Á hátíðarfundi bæjarstjórnar, sem haldinn var kl. 10:00 að morgni afmælisdagsins í hinu nýja og glæsilega Flug Hóteli, vargamla kempan Valtýr Guðjónsson einróma kosin heiðursborgari Keflavíkur. Var sú at- höfn í alla staði hin virðulegasta og viðstöddum eftirminnileg. Fjöldi mannaNvar viðstaddur afhjúpun listaverksins „Stjáni blái”, þar sem dótt- ursonur Krístjáns Sveinssonar, Karl Steinar Guðnason alþingismaður, flutti ræðu í tilefni þessa merkisatburðar, er hið fagra listaverk Erlings Jónssonar, sem tileinkað er Stjána bláa og öðrum íslenskum sjómönnum, var afhjúpað af íorseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur. Talið er að um tvö þúsund manns hafi verið saman komnirá afmælis- hátíðinni, sem haldin var í íþróttahúsi Keflavikur kl. 15:00 og stóð í um það bíl 3 klst., þar sem öllum viðstöddum var i lokin boðið að þiggja veit- inqar í nýjum íþróttasal, sem byggður hefur venð við íþróttahúsið. Á annað þúsund manns komu á hljómleikana í íþróttahúsinu í Keflavík 8. apríl. Húsfyllir var á kennaratónleikum í Tónlistarskólanum 10. apríl. Aðsókn að revíunni „Við kynntumst fyrst í Keflavík” var svo góð aðfjölga þurfti sýningum. Aðsókn að listsýningunni í Fjölbrautaskólanum var mjög góð, en hún hófst hinn 19.marsog má segjaaðþarhafi veriðgefinn tónninn fyrir það sem framundan var. Júdómót var haldið í tilefni afmæl- isins og fleiri íþróttaviðburðir verða í tilefni afmælisins. Þann 3. apríl átti sér stað sá einstaki atburður að loðnuflotinn, sem enn var að veiðum, var við veiðar hér nánast upp í landsteinum. V.oru skipin að veiðum frá hafnarsvæðinu og út fyrir Berg. Á tímabili voru á annan tug skipanna að veiðum frá Vatnsnesklettum að Bergi og fylltu sig í fáum köstum, svo mikil loðna var þarna á ferð. Þóoft hafi veiðst loðna alveg inn í Keflavíkurhöfn, tók þessi daguröllu fram hvaðjoðnuveiðarhérsnertir. Þá hefur þorskgerigd verið mikil og allir ámærri tótarnir verið að veiðum í sjónmáli frá Keflavík og á stundum skammt undan landi, sem minnir á veiðar eins og þeim hefur verið lýst frá fyrri timum. Miklar breytingar hafa átt sér stað í bænum okkar á þessum fjörutíu árum, og tvímælalaust til mikilla bóta og framfara. Við þurfum að auka fegrun og snyrtingu i bænum. Auka og bæta á þann blæ, sem þegar er kominn á bæinn og gera hann enn fallegri og vistlegri. Þar getum við öll orðið að liði. Það er von mín og trú að mannlíf allt megi vaxa og blómgast í framtíð- inni og að þróttur og bjartsýni verði aðalsmerki bæjarbúa eins og verið hefur. Ég óska öllum Keflvíkingum gleðilegs afmælisárs. | jtíttu Forsíðumynd tók Oddgeir Karlsson. Blaðinu er dreift í Keflavík og víðar. Notkun efnis og ljósmynda í blað- inu er óheimil nema heimildar sé getið. Setning, prentun og filmuvinna: Prentsmiðjan Grágás hf. Gefið út í júní 1989. VISSIR ÞÚ... ... að áríð 1974 var haldin sérstök Keflavíkurhátíð í til- efni af 25 ára afmœli Kefla- víkurbœjar og 1100 ára afmœlis Islandsbyggðar. Fóru hátíðarhöldin fram í húsi barnaskólans en þar voru ýmsar sýningar, upp- lestur og margs konar skemmtiatriði. Stóð hátíðar- dagskráin frá 1.-9. júní. VISSIR ÞÚ... ... að föstudaginn 30. maí 1969 komu Suðurnesjatíð- indi í fyrsta skipti út. Taldi blaðið átta síðurí upphafi, en blaðið var gefið út til ársins 1980. I ágúst sama ár hófst útgáfa Vikurfrétta í öðru formi. Blaðinu var dreift ókeypis til bœjarbúa. VISSIR ÞÚ... ... að IBK varð Islandsmeist- ari í 1. deild íknattspyrnu ár- ið 1969, eftir sigur á Vals- mönnum í skemmtilegum leik. Það var Guðni Kjartans- son, fyrirliði liðsins, sem tók við Islandsbikarnum úr hendi Alberts Guðmunds- sonar, formanns KSI. VISSIR ÞÚ... ... að fjórir leikmanna Is- landsmeistara ÍBK 1969, þeir Guðni Kjartansson, Ein- ar Gunnarsson, lón Olafur lónsson og Sigurður Alberts- son, voru valdir til að leika með landsliði Islendinga gegn Frökkum í Frakklandi árið 1969. VISSIR ÞÚ... ... að mikil óánœgja var með- al póstburðarfólks í Keflavík í marsmánuði 1980 vegna hundahalds nokkurra íbúa bœjarins. Neitaði fólkið að bera út póst á þá staði, þar sem lausir hundar voru eða það langt band í þeim að hundarnir gátu valsað um allan húsgarðinn. Urðu því viðkomandi íbúar að sœkja sinn póst á pósthúsið íKefla- vík. VISSIR ÞÚ... ... að Fjölbrautaskóli Suður- nesja var settur í fyrsta skipti 11. september 1976. í upp- hafi bauð skólinn upp á ell- efu námsbrautir og hafði skólinn aðstöðu sína á þrem- ur stöðum í Keflavik, iðn- skólah úsin u, gagnfrœða- skólanum og verknámsað- stöðu að Hafnargötu 32hér í Keflavík.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.