Víkurfréttir - 26.05.1989, Blaðsíða 6
KEFLAVÍK 40 ÁRA
MUR
jUÍUf
„Mundi ekki vilja lifa
skömmtunartímann aftur“
- segir Gunnar Sveinsson, kaupfélagsstjóri í 40 ár
hjá Kaupfélagi Suðurnesja
Gunnar kaupfélagsstjóri er nafn
og staða sem fólk á Suðurnesjum
hcfur verið með á vörunum í fjóra
áratugi og víst er um það að allir
vita hver hann er og öllum er hlýtt
til hans, enda ljúfmenni hið mesta,
vill hvers manns vanda leysa, eða
öllu heldur vildi, þegar um við-
skipti varað ræða, því núerGunn-
ar hættur störfum sem kaupfélags-
stjóri eftir tæp 40 ár. Titillinn mun
samt vafalítið fylgja honum til
æviloka. Menn kaíla hann áfram
Gunnar kaupfélagsstjóra af göml-
um vana og næsta víst er að til eru
margir, sem ekki vita að hann er
Sveinsson, svo tamt hefur mönnum
verið að nefna hann Gunnar kaup-
félagsstjóra.
Vildi fást við
stærri verkefni
„Ég er að skipta niður eins og sagt
er á bifreiðastjóramáli," sagði Gunn-
ar kaupfélagsstjóri, fyrrverandi, þeg-
ar við hittum hann að máli,- en hvar,-
auðvitað í húsakynnum Kaupfélags
Suðurnesja við Vatnsnestorg í Kefla-
vík. „Ég sýsla við pappíra í sambandi
við vörukaupin, hérna á skrifstof-
unni. Ég hefði varla þolað að hætta al-
veg störfum fyrir kaupfélagið eftir öll
þessi ár. Heppilegra er að rffa
seglin, eitt af öðru, bæði hér og ann-
ars staðar, í félögum, nefndum og
ráðum, áður en maður sest í helgan
stein. Aldurinn er farinn að segja til
sín.“
Seinustu orðin eru ekki sannfær-
andi. Gunnar hefur lítið sem ekkert
breyst { útliti frá því að hann kom
fyrst til Keflavíkur,hárprúður, dökk-
hærður, rjóður í kinnum, þrekvaxinn
og kvikur á fæti og snar í snúningum.
En hvers vegna lá leið Gunnars til
Keflavíkur? „Ég frétti af því að staða
kaupfélagsstjóra væri laus á Suður-
nesjum; íangaði til að fást við stærra
verkefni en kaupfélagið á Djúpavogi,
þar sem ég hafði starfað í þrjú ár, frá
1946 til 1949. Aðstæður voru erfiðar
þar, ekkert vegasamband, fólk var
ferjað yfir Berufjörð til þorpsins og
uppskipunarbátar notaði til að flytja
fólk og vörur, þegar urn strandferða-
skip var að ræða. Áður hafði ég starf-
að á Patreksfirði og Akranesi eftir að
ég lauk námi frá Samvinnuskólanum.
Hélt að ég væri
að fala skiprúm
Þrátt fyrir ólíkt umhverfi frá
bernskustöðvunum við Isafjarðar-
djúp og eins á þeim stöðum sem hann
vann á fram að suðurferðinni, þá
kunni Gunnar strax vel við sig á Suð-
urnesjum. „Ég fór á dansleik í Ungó
1943 og þar sungu Haukur Morthens
og Alfreð Clausen. Fólkið var glatt
og vinalegt. Líklega hef ég verið eins
og aðrir og ekkert stungið í stúf við
jafnaldra rnína hér syðra, er ég kom
sem kaupfélagsstjóri 1948 og spurði
eftir Birni Péturssyni, þáverandi
kaupfélagsstjóra. Hann hafði aðset-
ur á skrifstofu sinni á Hafnargötu 30,
sem þá var aðalverslunin. Mér var
svarað að hann væri upptekinn og ég
yrði að bíða. Seinna sagði kona sú,
sem varð fyrir svörum, að hún hefði
haldið að ég væri vertíðarmaður sem
hygðist fala skiprúm hjá Birni Péturs-
syni, sem þá gerði út tvo báta og
hugðist snúa sér alfarið að slíkum
rekstri. Kaupfélagið hafði gengið illa
tvö árin á undan.“
Verslun á tímamótum
Einn kunningja átti Gunnar áður
en hann kom hingað, Eyjólf Guð-
mundsson, kennara í Njarðvík.
Helstu starfsmenn kaupfélagsins
voru þá Bragi Halldórsson og Guðni
Guðleifsson. „Mér var það rnikill
styrkur að hafa gott fólk. Verslunin
var stærri en ég hafði vanist og svo
stóð hún á tímamótum. Nýbúin,
1945, að segja skilið við KRON og
matvara og sérvara voru aðal vöru-
tegundirnar. Verslanir voru á Hafn-
argötu 30, Hafnargötu 62, útibú í
Njarðvík, þar sem Olsen er nú, tvær
verslanir í Grindavík, arfur frá
KRON. Önnur þeirra, í Þórkötlu-
staðahverfi, var lögð niður en sú í
Járngerðastaðahverfi var starfrækt
áfram. Síðan stofnuðu áhugamenn í
Njarðvík kaupfélagið Bjarma. Síðan
jukust umsvifin á næstu árum, bygg-
ingavörur, útgerð og fiskvinnsla og
kaupfélagið hefur fest rætur í öllum
byggðarlögum á Suðurnesjum, sein-
ast í Garðinum.“
Lærdómsrík
Svíþjóðardvöl
Við nánara rabb kemur í ljós að
Gunnar þekkti meira til verslunar en
þá reynslu, sem hann hafði öðlast á
ættjörðinni. Árið 1945 hélt Gunnar
til Svíþjóðar til að afla sérmeiri versl-
unarmenntunar og reynslu. Stund-
aði nám í skóla Bröderne Pahalmans
fyrstu mánuðina, en síðan í Várgárd
„Uppáhalds-
rétturinn var
sætsúpa og
kannski sá eini
sem mér tókst
vel upp með
að elda . . . “
Saltsjöbaden og að lokum starfaði
hann í verslun Konsum Stockholm.
„Svíþjóðardvölin var mjög lærdóms-
rík og kom að góðu gagni þegar ég
hóf að vinna við verslun. Ég kunni vel
við mig í Svíþjóð, þrátt fyrir
skömmtun á flestum hlutum. Samt
var ég staðráðinn í að koma heim,
þótt freistandi væri að dvelja ytra.
Félagslíf var talsvert ‘meðal Islend-
inga í Svíþjóð, sem voru þar margir
við nám pg störf. Þeirra á meðal voru
Sveinn Ásgeirsson og Steinn Stein-
arr, sem ég man eftir, enda nokkuð
áberandi á nteðal landanna. Ég leigði
herbergi og borðaði þar sem ódýrast
var, 1,20 kr. sænskar var máltíðin."
Vann fyrir heim-
ferðinni sem matsveinn
Samgöngur við Island voru ekki
eins örar þá og nú og námsmenn
höfðu ekki mikið fé handa á milli til
heimferðar. Gunnar var svo heppinn
að skipakaupaæði var mikið á þessum
tíma. Með einurn slíkum báti, Haf-
dísi, 80 smálesta, fékk Gunnar frítt
far og fæði, „með því að gerast mat-
sveinn. Allir komust lifandi heim,“
segir Gunnar og hlær við, „á þessu
nýsköpunarskipi. Ég hafði reyndar
svolitla reynslu sem nratsveinn á
snurvoð sem stráklingur fyrir vestan.
Uppáhaldsrétturinn þar var sætsúpa
og kannski sá eini sem mér tókst vel
upp með að elda. Sjómennska mín