Víkurfréttir - 26.05.1989, Blaðsíða 8
\)iKur<
KEFLAVÍK 40 ÁRA
,,Það er góður andi hér í húsinu“, segir Gerða í Póseidon.
55
Búðin
líf og
er mitt
yndi“
- segir Valgerður Sigurgísladóttir í Póseidon
Verslunin Póseidon er ein rót-
grónasta tískuvörubúðin í Kefla-
vík, með rúmlega 15 ár að baki.
Eigandi hennar er Magnús Ketils-
son en móðis hans, Valgerður Sig-
urgísladóttir, hefur verið verslun-
arstjóri að fyrsta árinu undan-
skildu. „Búðin er mitt líf og yndi
og skemmtilegast þykir ntérþegar
það er rnikið að gera, ekki sist
þegar við erum með útsölur og
búðin troðfull,“ sagði Valgerður,
sem Suðurnesjamenn þekkja best
undir nafninu Gerða og margir
bæta Póseidonnafninu við, þegar
þeir nefna hana á nafn.
Meiri peningar
þegar fiskurinn
var og hét
Það var 10. nóvember 1973, á ljúf-
um laugardegi, sem Póseidon opnaði.
Meðeigendur Magnúsar fyrsta árið
voru m.a. kunnirkappareins ogOlaf-
ur Laufdal en Magnús keypti þá út
skömmu síðar og hefur rekið verslun-
ina einn svo að segja síðan. En það er
Gerða sem hefur séð um daglegan
rekstur og við spjölluðum við hana
um Póseidon og spurðum hana hvort
það hafi orðið miklar breytingar frá
því hún byrjaði að selja Suðurnesja-
mönnum föt. „Við getum ekki kvart-
að, því það er alltaf jöfn og góð sala
hjá okkur. Það erað vísu ekki hægt að
miða við fyrstu árin þegar það voru
kannski bara 2-3 búðir sem seldu
tískufatnað. Nú eru föt seld í stór-
mörkuðum og einnig hefur tísku-
verslunum fjölgað talsvert. En það
sem ég sakna mest er þegar frysti-
húsafólkið kom með launaumslögin
sín og keypti sér föt. Það er staðreynd
að þegar fiskurinn var og hét voru
meiri peningar í umferð."
Einstakir menn
Á Hafnargötu 19a, þar sem Póseid-
on er staðsett, hafa kunnar verslanir
haft aðsetur, eins og málningaverslun
Kristins Guðnrundssonar (Dropinn)
og án efa ein sú þekktasta frá fyrri
tímum, Ingimundarbúð. Gerða steig
sín fyrstu spor i verslun aðeins 10 ára
gömul, þegar hún var að afgreiða hjá
Eyjólfi Bjarnasyni, kaupmanni á Að-
algötu 7. „Þessir nrenn sitja ofarlega í
lruga nrínunr og voru einsyakir á sín-
unr tínra, góðir nrenn. Eg nrinnist
þess m.a. að bæði Eyjólfur og Ingi-
mundur færðu fólki nratargjafir senr
ekki hafði mikil fjárráð. Eyjólfur var
með krambúð sem kallað var, versl-
aði með helstu nauðsynjar eins og
kaffi, vínarbrauð, metravöru, olíu og
meira að segja ritföng,“ segir Gerða
og byrjar síðan að tala um Ingimund-
arbúð. „Inginrundur Jónsson rak
verslun hér í þessu lrúsi og eins og
Eyjólfur þótti hann indæll nraður.
Tveir elstu strákarnir nrínir, Vil-
hjálnrur og Magnús (Ketilssynir),
voru meira að segja báðir sendlar hjá
honunr, eins og nrargir strákar á þeinr
tínra. Það er góður andi hér í húsinu
frá Ingimundi. Eg veit ekki hvort ég á
að segja það,“ segir Gerða, „en oft
hefur nrig dreynrt nrig vera að versla
hjá Ingimundi, eins og nraður gerði
mikið á þessunr árunr, og alltaf skal
verða nrikið að gera hér í Póseidon
næstu daga á eftir.“
Góð ar vörur
Það stendur ekki á svari hjá Gerðu
þegar ég spyr hana um vörurnar í
Póseidon. „Við lröfunr alltaf verið
nrjög heppin nreð nrerki og haft nrjög
góðar vörur. Við höfunr ekki stílað
sérstaklega inn á ákveðinn hóp fólks,
heldur lraft fatnað fyrir alla, svo til. Á
þessunr langa tínra höfunr við haft
marga fasta og góða viðskiptavini,
senr konra reglulega og líta inn. Eitt
það skenrmtilegasta við verslunina er
hvað nraður hittir nrikið af fólki,“
segir Gerða senr alla tíð hefur verið
þekkt fyrir liðlegheit og lipurð í búð-
inni, sanra hver á í hlut.
Bjartsýn á
framtíð verslunar
Rekstur verslana hefur verið nrikið
til unrræðu að undanförnu og nris-
jafn hagur þeirra. Hvað segir Gerða
unr ástand verslunar i Keflavík í dag?
„Það eru nrargar nrjög góðar verslan-
ir af öllunr gerðunr í Keflavík. Eg óska
þess innilega að þær nregi ganga vel og
dafna í framtíðinni. Verslunin virtiSt
á tínrabili vera að færast í nreira nræli
af Hafnargötunni en það er svo sann-
arlega að breytast aftur. Það er ganr-
an að sjá hvað hefur verið gert í Vík-
urbæjarhúsinu senr var og svo á að
fara að laga til á Hafnargötu 30. Eg er
því nrjög bjartsýn á franrtíð verslun-
arinnar í Keflavík,“ sagði Gerða í Pó-
seidon að lokunr.
juUit
VISSIR ÞÚ...
... að samkvœmt lögum og
reglugerð frá 1974, þá bar
Keílavíkurbœ að greiða olíu-
styrk til íbúa byggðarlags-
ins. Fyrir timabilið mars-maí
1974 voru greiddar 2.400
gkr. til hvers heimilis en
3.300 gkr. til lífeyris- og ör-
orkuþega.
VISSIR ÞÚ...
... að á bœjarstjórnarfundi í
bœjarstjórn Keflavíkur 27.
febrúar 1979 var tekið fyrir
erindi frá dómsmálaráðu-
neytinu varðandibeiðni veit-
ingahússins Bergáss um vín-
veitingaleyfi. Var erindinu
hafnað.
VISSIR ÞÚ...
... að í gegnum tíðina hafa
verið valdir íþróttamenn árs-
ins hér í Keflavík. Sigurður
Björgvinsson, þáverandi
landsliðsmaður i knatt-
spyrnu, var kjörinn knatt-
spyrnumaður ársins í Kefla-
vík árið 1978, af knatt-
spyrnuráði Keflavikur.
VISSIR ÞÚ...
... að í byrjun árs 1978 sam-
þykkti bœjarstjórn Keflavík-
ur að dagheimilið Garðasel
yrði keypt af Vestmanna-
eyjabœ. Kaupverðið var23,3
milljónir gamlar krónur og
skildi greiðast á fjórum ár-
um.
VISSIRÞÚ...
... að í byrjun árs 1978 boð-
aði Foreldra- og kennarafél-
ag BarnaskólansíKeflavík til
fundar í barnaskólahúsinu
við Sólvallagötu, þar sem
fundarefnið var akstur skóla-
barna. Sendi fundurinn bréf
til bœjarstjórnar, þar sem
ákvörðun um skólaakstur
var fagnað, en jafnframtbent
á nauðsyn þess að byggja
skólahús í vesturhluta Kefla-
víkur, þar sem séð þótti að öll
framtíðarbyggð yrði í þeim
bœjarhluta.
VISSIR ÞÚ...
... að undir lok ársins 1957
gerðist það, sem er nokkuð
óþekkt fyrirbœrihérá Suður-
nesjum, þ.e. að Keflavík
breyttist í „gullgrafarabœ",
þvi á þessum tíma streymdu
tugir ef ekki hundruðir
manna víðsvégar að afland-
inu til Keflavíkur í von um
bœtta afkomu, en atvinna og
afkoma fólks á norður- og
vesturlandi var bágborin,
svo jafnvel heilu byggðar-
lögin lögðust af og þá var
Keflavík fyrirheitna landið,
„þareru gull og grœnirskóg-
ar - og kaninn. "