Víkurfréttir - 26.05.1989, Síða 15
\>iKur<
{tiiUt_________________________________
„An þess að hafa eitthvað
fyrir stafni, get ég ekki lifað“
Neðarlega á Hafnargötunni
bregður oft fyrir manni, ljósum yfir-
litum, meðallagi háum. Hann er
grannvaxinn, hallar aðeins höfði og
horfir upp á við. Hakan er hvöss og
hann pírir öðru auganu heldur
meira en hinu, hugsandi á svip.
Onnur höndin er oftast í utanávasa á
mittissíðum vinnujakka,- í hinni
einhver handverkfæri eða saman-
vafðir pappírar. Oftast berhöfðaður,
en stundum með höfuðfat með löngu
skyggni og eyrnaskjólum sem bund-
in eru upp með slaufu á kollinum.
Hann gengur ákveðnum skrefum
yfir götuna og hverfur inn um dyrn-
ar á Stapafellinu. Fyrir ókunnugan
mætti ætla að þarna væri einhver
kaupandi sem væri mikið að flýta
sér, en þeir sem til þekkja bera kennsl
á manninn, Konna í Stapafellinu
eins og hann er oftast kallaður, en
fullt nafn hans er hins vegar Hákon
Kristinsson,- búsettur í Keflavík,
eigandi verslunarinnar Stapafell,
sem er ein stærsta, ef ekki sú stærsta, í
Keflavík.
Kynntist Suðurnesja-
mönnum í Reykholti
Verslun er og hefur verið stór þátt-
ur í atvinnu- og athafnalífi Keflavík-
urbæjar og Stapafellið hóf starfsemi
sína skömmu eftir að Keflavík fékk
bæjarréttindi og hefur vaxið með
bænum síðan. Og til að geta upplýst
lesendur um þá verslun, náðum við
tali af Hákoni og hann fann smugu
frá sínu daglega amstri til^ að rekja
sinn feril á Suðurnesjum. „Eg kynnt-
ist Suðurnesjamönnum fyrst í Reyk-
holtsskóla í Borgarfirði. Ég var fyrsti
Rangæingurinn við þann skóla, sem
var mikið sóttur af Suðurnesjamönn-
um, t.d. Grindvíkingum, og þarna
kynntist ég Hauki Þórðarsyni og
Magnúsi heitnum Axelssyni. Hauk-
ur vakti athygli fyrir góða söngrödd
og mikinn áhuga fyrir sönglífi 1 skól-
anum. Meira að segja tókst honum að
fá mig í skólakórinn og í blandaðan
kór og voru það mjög ánægjulegar
stundir. Þarna var líka annar maður,
sem seinna fluttist til Sandgerðis,
Haraldur Sveinsson. Hann var leið-
andi maður í söngnum ásamt Hauki,
báðir mjög duglegir við morgunsöng-
inn. Auðvitað var ég beðinn að koma
í kóra hér í Keflavík en tíminn leyfði
það ekki vegna annríkis."
„Skólinn var eins og stórt heimili“
og andlit Hákons ljómar þegar hann
minnist þessara gömlu, góðu daga.
„Kennararnir voru mjög mikilhæfir,
hver á sínu sviði, eins og Steingrímur
Þórisson skólastjóri, Anna Bjarna-
dóttir, Einar Guðnason, Þorgils
Guðmundsson, sem kenndi íþróttir,
Björn Jakobsson frá Varmalæk, sem
var mikill söngkennari. Þarna var ég í
heimavist; þetta var eins og eitt stórt
heimili, mikill agi og góður. Sem sagt
mjög lærdómsríkt tímabil og mikið
félagslíf. Maður var því vel á sig kom-
inn, bæði andlega og líkamlega, eftir
Reykholtsvistina."
Fraus í vaskafötunum
Áður en lengra er haldið er Hákon
spurður um uppruna sinn, það má
ekki vanta í samtalið. „Ég er fæddur í
Haga í Holtahreppi en fluttist með
foreldrum mínum að Skarði í Land-
mannahreppi tveggja ára að aldri.
Faðir minn var fæddur þar og þar ólst
ég upp. Faðir minn var fyrst bóndi í
Raftholti í Holtahreppi, síðan í
Haga, en flutti svo að Skarði, þar sem
faðir hans bjó. Móðir mín var hins
vegar ættuð úr Búlandi. Fluttist ung
stúlka í Holtahreppinn og var ljós-
móðir þar og það var ástæðan fyrir
því að foreldrar mínir hófu búskap í
Holtununr. Hvað hún tók á móti
mörgum veit ég ekki. Samt held ég að
hún hafi verið farsæl í starfi þrátt fyrir
erfiðar aðstæður. Hrepparnir voru
stórir og vítt yfir að fara. Húsakynni
léleg þar sem tekið var á móti börn-
unum í heimahúsum. Margar sögur
eru til um erfiðleikana og hún sagði
mér að fyrir kom að frosið var í vaska-
fötunum sem börnin voru böðuð í.“
Nemandi Jónasar
frá Hriflu
Að námi loknu í Reykholti hugðist
Hákon snúa sérað landbúnaðarstörf-
um, en hvað olli því að hann tók aðra
stefnu? „Þá gengu áljka hremmingar
yfir landbúnaðinn á Islandi og ganga
núna. Stríðinu var nýlokið og miklir
fólksflutningar til þéttbýlissvæðanna
vegna erfiðleikanna í landbúnaðin-
um. Menn vildu ekki setjast að í sveit-
unum og mikið um að stofnuð væru
nýbýli. Guðni bróðirminn vartekinn
við jörðinni og ég var sáttur við það.
Tók mér eins árs umhugsunarfrest til
að ákveða framtíðina og komst að
þeirri niðurstöðu að best væri að fara
í Samvinnuskólann. Jónas Jónsson
frá Hriflu var þá skólastjóri en Guð-
laugur Rósinkranz yfirkennari fyrra
árið, því hann var skipaður Þjóðleik-
hússtjóri um þetta leyti. Við tókum
þó nokkurn þátt í þeirri rimmu, enda
gekk skipunin ekki hljóðalaust fyrir
sig. Skólalífið var skemmtilegt. Jón-
as var frábær maður, bæði sem skóla-
maður og persónuleiki, þekktur og
frægur maður hér á landi, þannig að
þetta hlaut að verða ánægjulegur
tími.“
Ræddi persónuleg
mál við okkur
Við víkjum nártar að skólalífinu og
Hákon færist allur í aukana. „Ég vil
nú taka það strax fram að enginn
Suðurnesjamaður var þá í skólanum
og má það undarlegt teljast, en skól-
inn var við Sölvhólsgötuna, á fjórðu
hæð. Jónas var mjög lítið á kennara-
stofunni nema hann þyrfti að sinna
nauðsynlegum störfum. Hann setti
sig aldrei ur færi að ræða við okkur,
þa helst úti á svölunum. Hann var
alþýðlegur í viðmóti og svo létt fyrir
hann að ná til fólks, skýr í hugsun og
frásögn, sem gekk vel í fólk, án þess
að hann væri með innrætingu. Á þess-
um árum var hann kominn í andstöðu
við sína flokksbræður í ýmsum efn-
um. Hann ræddi persónuleg mál við
okkur ef svo bar undir, t.d. kom hann
eitt sinn til mín og ræddi mál sem var
tengt mér og var á leiðinni í gegnum
þingið. Þetta var vegna jarðakaupa og
sandfoks í Landssveit. Málið gekk í
gegnum þingið eftir mikla orrahríð,
en það er nú önnur saga.“
Hafnaði
kaupfélagsstjórastarfi
Samvinnuskólaárin liðu fljótt, eins
og tímarnir gera gjarnan í skemmti-
legu umhverfi og samskiptum og nú
tók alvara lífsins við. Hvaða mögu-
leikar biðu ungs Samvinnuskólapilts
á umbrotatímum í þjóðfélaginu?
„Samvinnufélögin og sölusamtök
bænda sendu inn til skólans beiðnir
um starfsfólk og leituðu einnig um-
sagnar skólastjórans um nemendur.
Mér bauðst kaupfélagsstjórastaða á
Vestfjörðum, sem ég sé alltaf eftir að
hafa ekki þegið; mig langaði til að
vinna við sjávarsíðuna, skipta um
umhverfi og reyna eitthvað nýtt um
leið. Hins vegar tók ég starfi á skrif-
stofu Mjólkurbús Flóamanna á Sel-
fossi. Af persónulegum ástæðum
fannst mér rétt að vera ekki mjög
langt frá heimahögunum, nú ogþetta
var einmitt þegar Hekla gaus og
æskuheimilið svo til næsti bær við
eldfjallið; en hann slapp við hraun og
ösku. En svo bauðst mér að fara til
Bandaríkjanna í eitt ár á vegum Mar-
shall-hjálparinnar, ICA, til landbún-
aðarnáms og starfa. Við vorum fimm
sem fórum til Minnesota og Kansas.
Það var skemmtilegur tími. Ég starf-
aði í tveimur ríkjum og það var
óhemju erfitt á hveitiekrunum í
Kansas, hitinn ætlaði alveg að gera út
af við okkur sem ekki vorum honum
vanir eða slíku loftslagi. Aftur á móti
var þægilegra að hlusta á fyrirlestrana
í Minnesota seinni hluta u'mabilsins.
Þetta var mjög lærdómsrík ferð í alla
staði.“
Kom heim í
verslunarfrelsið
Hvaða hugmyndir kom Hákon
s vo með að vestan? Fór hann að skima
eftir jarðnæði í sveitinni fyrir austan
og ætlaði hann að gerast stórbóndi?
„Nei, ekki var það svo“, svarar Há-
kon og nuddar á sér hendurnar, hall-
ar höfðinu,- dregur svolítið seiminn,
,,ja,aa, iðnaður hafði alltaf höfðað
svolítið til manns, hvað hægt væri að
gera innanlands á þessum árum. Þeg-
ar ég fór vestur var hér ríkjandi
skömmtunarkerfi, en ég kom heim í
verslunarfrelsi. Einnig var atvinnu-
ástandið mjög slæmt. Samt tók ég við
starfi í fatafyrirtæki sem skrifstofu-
og sölumaður. Þá kynntist ég því
fyrst hvað það er fyrir íslenskan iðnað
að keppa við óheftan innflutning.
Reksturinn gekk mjög erfiðlega. Sú
hagræðing og vélvæðing, sem komin
er núna, var ekki fyrir hendi þá. Þetta
voru óheyrilega erfið ár, já, eitt af
þessum svörtu tímabilum.“
Jafnvel farið að flytja út
Hákon var ekki búinn að úttala sig
um fataiðnaðinn. Hann hækkar róm-
inn og roði hleypur í kinnar hans, tal-
ar með þungum áherslum. „Síðanfær
fataiðnaðurinn heilmikinn kraft og
Hákon Kristinsson - Konni í Stapafelli - kemur
víða við í skemmtilegu viðtali.