Víkurfréttir - 26.05.1989, Side 20
KEFLAVÍK 40 ÁRA
\>iKun
Mjög góður verslunar- og
þjónustukjarni hefur risið við
Hafnargötu 21-23 í „Færseth-
höllinni“, sem margir vilja
nefna eftir eigendunum, sem
eru þau Hallgrimur Færseth,
Óskar Færseth og Pálína Fær-
seth. Þau keyptu húsið við
Hafnargötu 23, sem i nokkur
ár hafði staðið autt og i niður-
niðslu. I desember 1987, að-
eins nokkrum mánuðum eftir
að hinir nýju cigendur tóku
við húsinu, fluttu fyrstu fyrir-
tækin inn i húsið, Sportbúð
Óskars og Hárgreiðslustofa
Pálu. A siðasta ári var lokið
við viðbyggingu við húsið,
sem stendur við Hafnargötu
21, en þar eru nú þrjú fyrir-
tæki staðsett, Ungbarnafata-
verslunin Andrea, Verslunin
Draumaland og Nýja video-
leigan. Sportbúð Óskars er
sem fyrr á jarðhæð Hafnar-
götu 23, en á 2. hæðinni Hár-
greiðslustofa Pálu og Likants-
rækt Óskars.
VERSLUN OG ÞJÓNUSTA
HAFNARGÖTU 21-23
Líkamsrækt
ÓSKARS
Likamsrækt Óskars opn-
aði sumarið 1988 og bauð
upp á algera nýjung í
heilsurækt, svokallað
„Flott form“. Þetta „Flotta
form“ býður upp á 7 mis-
munandi bekki sem
styrkja og grenna fólk.
Hver bekkur er 7-8 mínút-
ur að í senn og samtals tek-
ur ,,hringurinn“ um
klukkustund.
Óskar Færseth sagði að
árangurinn af bekkjunum
væri mjög góður. „Fólk á
öllum aldri sækir i bekk-
ina, bæði íþróttafólk og
þeir sem ekki stunda neitt
sport. Bekkirnir hafa góð
áhrif á likamsstarfsemina,
koma blóðrásinni af stað
og vinna vel á vöðvabólgu.
Svo geturðu auðveldlega
misst mörg kíló.“
Verslunin DRAUMALAND
„Þetta er alveg svakalega skemmtilegt og svo gengur bara
mjög vel,“ sagði Nanna Jónsdóttir,eigandi verslunarinn-
ar Draumalands, þegar við spurðum hana hvernig það
væri að reka iitla sérverslun i Keflavík.
Nanna tók ásamt eiginmanni sínum, Birni Vífli Þor-
leifssyni, við rekstri Draumalands í febrúar 1987, en þá
var þúðin staðsett að Hafnargötu 37. „Þegar okkur
bauðst pláss hérna í gamla Víkurbæjarhúsinu þá ákváð-
um við að slá til og sjáum ekki eftir þvi. Þetta er miklu
rúmbetra og hentugra á allan hátt, svo og betra glugga-
pláss,“ sagði Nanna en það var 1. des. 1988 sem verslunin
flutti á nýja staðinn.
I Draumalandi er lögð áhersla á alls kyns heimilisvör-
ur. Þar er að finna gardínuefni í metratali og Nanna sagði
að hún væri að auka áhersluna á það. Vinsældir rimla-
gardina hafa aukist mikið og þær eru til í stöðluðum
stærðum á mjög góðu verði. Þá er að finna mjög gott úr-
val af sængurverasettum og sængum, einnig baðslopp-
um á alla fjölskylduna, baðmottum, baðsettum og stök-
um gólfmottum. Loks má geta úrvals af ýmis konar gjafa-
vöru, hentugri til tækifærisgjafa.
Nanna sagði að einn þáttur i þjónustu Draumalands
væri að sérsauma fyrir viðskiptavini, s.s. gardínur, dúka,
kodda og fleira. Einnig sagðist hún sauma talsvert til sölu
í versluninni.
En er hún bjartsýn á framhaldið? „Já, ég hef alltaf verið
bjartsýn og verð það áfram,“ sagði Nanna Jónsdóttir.
Nýja videoleigan er yngsta fyrirtækið hér í verslunar- og
þjónustukjarnanum að Hafnargötu 21-23. Hún er aðeins
tveggja ára og flutti á Hafnargötu 21 3. des. 1988 en hafði ver-
ið i eitt ár í Ungóhúsinu. Eigendur Nýju videoleigunnar eru
þau Guðrún Adolfsdóttir og Óskar Ffaraldsson.
„ Við reynum að gera öllum til hæfis og leggjum áherslu á að
hafa efnið sem fjölbreyttast,“sögðu þau aðspurð um mynd-
efnið sem boðið er upp á í dag. „Spennumyndir og gaman-
myndir eru vinsælastar en svo er alltaf mikil eftirspurn eftir
góðu barnaefni. Við höfum lagt áherslu á að vera með gott úr-
val af því og fáum t.d. allar teiknimyndirfrá Walt Disney sem
eru geysivinsælar, enda ekki sýndar í sjónvarpinu.“
En horfa Suðurnesjamenn mikið á video? „Já,það eróhætt
að segja það. Útleiga hefur aukist jafnt og þétt frá þvi við
byrjuðum. Bæði hefur sjónvarpsdagskránni hrakað, og þá
sérstaklega Stöð 2, en einnig má rekja þessa aukningu til þess
að nú orðið líður stuttur tírni frá því stórmyndir eru sýndar i
bíói þar til þær eru komnar á mvndbönd.“
Nýja videoleigan er einnig með söluumboð fyrir Ofna-
smiðju Norðurlands en Óskar er einniitt pípulagningamaður
og getur því veitt faglegar ráðleggingar í þeim efnum.
NÝJA VIDEOLEIGAN