Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.05.1989, Síða 26

Víkurfréttir - 26.05.1989, Síða 26
\>iKun (utm Píanóleikarinn Ragnheiður Skúladóttir og þúsundþjalasmiðurinn Sævar Helga- son, á heimili sinu að Suðurgötu 9, Keflavik. Píanóleikarinn og þúsundþjala- smiðurinn Þeir skipta hundruðum, píanó- nemendurnir sem hafa laert hjá Ragnheiði Skúladóttur tónlistar- kennara. Hún hefur kennt við Tónlistarskólann í Keflavtk t meira en 20 ár og hefur frá ýmsu að segja. Sævar Helgason, þúsund- þjalasmiður, er hennar maður og saman hafa þau lifað og hrærst í bæjarlífinu hér í Keflavík og komið víða við. „Mundu að hún heitir frú Vigdís“ „Ég byrjaði að læra á píanó hjá frú Vigdísi Jakobsdóttur árið 1953, þá 10 ára gömul. Þá var ekki búið að stofna Tónlistarskólann og kenndi Vigdís því heima hjá sér á Mánagötunni. Vigdís var þá, og er eflaust enn, ákaf- lega ljúf og skemmtileg kona og ég bar mikla virðingu fyrir henni. Vig- dís hafði marga nemendur og öllum þótti þeim jafn vænt um hana. Ég man eftir því að móðir mín, Sigríður Ágústsdóttir (systir Sigurðar Ágústssonar tónskálds - innsk. blm.), minnti mig alltaf á að kalla hana ,,frú“ Vigdísi. Annað þótti ekki við hæfi á þeim tíma. Vigdís varð síðan aðalhvatamaður að stofnun Tónlistarfélags Keflavík- ur og Tónlitarskólans í Keflavík.“ Þú hefur auðvitaðfarið í Tónlistar- skólann? „Já, það kom af sjálfu sér, því frú Vigdís fór að kenna við skólann og hætti einkakennslunni heima. Ég lærði þó ekki hjá henni heldur Ragn- ari Björnssyni skólastjóra. Hann var einnig góður kennari svo segja má að ég hafi verið mjög heppin með kenn- ara.“ Söng í karlakórnum Þú varst ekki gömul þegar þú hófst að leika undir hjá Karlakór Keflavík- ur. „Nei, ég var 16 ára þegar ég lék fyrst með kórnum. Það eru einmitt 30 ára í vor. Karlakórinn hélt upp á 35 ára afmæli sitt 1. des. s.l. og þá var ég nú gerð að heiðursfélaga í kórnum“ segir Ragnheiður í léttum tón og sýn- ir mér brosandi skrautritað skjal því til staðfestingar. „En ég má til með að geta þess að áður en ég hóf að leika með þeim söng ég með kórnum. Það kom þannig til að Guðmundur Norðdal, sem þá var stjórnandi, fékk nokkrar stúlkur til að syngja með kórnum í einhverju ákveðnu verki. Það má því segja að ég hafi byrjað sem söngvari í kórnum en síðan orðið undirleikari. Síðan þróaðist þetta og ég lék undir með fleirum t.d. Kvenna- kór Suðurnesja og öðru góðu fólki.“ Hvencer fórstu að kenna við Tón- listarskólann? „Ég var rúmlega tvítug. Það var sama árið og ég átti fyrsta barnið. Ég hef kennt svo til samfellt síðan ef frá eru talin barnseignarfrí.” Veistu hvað þú hefur kennt mörg- um nemendum á þessum tíma 'i „Nei, því miður hef ég ekki haldið tölu yfir það en þeir skipta hundruð- um. Ég hef nú gaman af því að nú er ég að kenna börnum fyrstu nemend- anna minna svo hópurinn er farinn að ná yfir tvær kynslóðir." Finnst þér eitthvað hafa hreyst á þessum tímaf „Já, heilmargt. Mér finnst per- sónulega miklu skemmtilegra að kenna nú heldur en þá. Fyrstu árin fannst mér stundum leiðinlegt að kenna og ég man eftir því að það kom fyrir að ég þurfti að taka á öllu sem ég átti til að halda út suma tímana. En hugsunargangur nemenda hefur líka breyst. Þá þótti sjálfsagt að leggja hart að sér við námið og börnin kepptust við að læra sem mest og best. Nú finnst mér eins og meðal- mennskuhugsunin sé allsráðandi. Þó á það ekki við um alla. Sumir nem- endur eiga það hreinlega til að gefast upp og hætta um leið og maður gerir einhverjar pínulitlar kröfur til þeirra. Nú eiga allir að vera jafnir og helst enginn að skara framúr. Mér finnst það afturför.“ „Ég get tekið undir það“ segir Sævar, sem hefur setið þögull hjá okkur og hellt í kaffibollana. „Nú má enginn vera betri en sessunauturinn í skólanum. Það má eiginlega segja að duglegum nemendum sé haldið niðri." En hvar varst þú, Scevar, þegar Ragnheiður var að byrja að lcera á píanóf „Þá var ég lítill villingur austur í Vík í Mýrdal, þar sem ég er fæddur og uppalinn. Við fluttumst hingað þegar ég var 12 ára og við bræðurnir héldum áfram að henda grjóti og stríða stelp- um. Þegar sá gállinn var á okkur vor- um við alltaf kallaðir „Jóhönnugaur- arnir“ eftir henni mömmu. Við erum 6 bræður og 1 systir. Mamma sagði svo, blessunin, að hún væri viss um það að ef einhvern tíma yrði eitthvað út okkur yrðum við örugglegakallað- ir „blessaðir drengirnir hans Helga.“ Lærður leikari Nú hefur þú, Scevar, verið þekktur hér í bce sem þúsundþjalasmiður. Þeg- ar búa á eitthvað til sem enginn getur gert hafa menn leitað til þín. Hver er þín menntunf „Ég fór í Iðnskólann og lauk bók- legu námi án iðnar. Pabbi vildi að ég yrði trésmiður en það varð nú ekki úr því. Þegar bóklega nántinu í iðnskól- anum lauk fór ég f leiklistarskólann og lauk honum. Éftir það fór ég síðan að læra málaraiðn hjá Bigga Guðna en hann hafði verið skólabróðir minn í iðnskólanum. Svo var ég eitt ár í leik- myndasmíði, lærði skiltagerð og ýmislegt fleira.“ Fékkstu einhver hlutverk sem leik- ari? „Ekki nein sem vert er að tala um. En ég kynntist Ragnheiði í gegnum leiklistina því einu sinni var Helgi mágur (Helgi Skúlason leikari og leikstj. - innsk. blm.) að setja upp leikrit í Njarðvíkunum og tengda- mamma sendi honum mat á æfingarn- ar. Ragnheiður kom með matinn handa bróður sínum og þar kynnt- umst við fyrst. Stuttu síðar var ég beðinn um að syngja gamanvísureftir Guðmund Finnbogason á þorrablóti í gamla Krossinum. Ragnheiður var fengin sem undirleikari og þar með varð ekki aftur snúið. Það má geta þess að erindin voru svo mörg eftir Guðmund að ég ákvað að sleppa 2 vísum. Guðmundi sárnaði þetta mjög og hefur ekki talað við mig síðan“ segir Sævar og hlær. 25 ára afmæli Keflavíkur Er eitthvert verkefni eftirminni- legra en annað hjá þér Scevar? „Já, 25 ára afmæli Keflavíkur sem haldið var uppá 1974. Þá má segja að 3 skólum hafi verið breytt í eitt alls- herjar byggðasafn. Um 50 aðilar og félög héldu sögusýningar og ég hafði umsjón með uppsetningu þessara sýninga. Þetta var gífurleg vinna og um tíma unnu 13 manns hérna á verk- stæðinu hjá mér við undirbúning þessarar viðamiklu hátíðar. Vinnu- álagið var slfkt að síðustu 3 sólar- hringana var skammtaður svefn í eina klst. á sólarhring. Þá vorum við ekki flutt í íbúðarhúsið hér að Suðurgötu 9 en verkstæðið var hér til húsa í skúrnum. I húsinu var þó einn beddi og á honum lögðum við okkur til skiptis. Ég man eftir einum starfs- manni sem læddist inn í hús, læsti sig inni og svaf og svaf. Einn af okkur gat komist inn um glugga og vakið „svik- arann“ með því að lemja hann með kústskafti. Hann var nú ekki vinnu- fær í nokkrar klukkustundir áeftiren það lagaðist sem betur fer“ segir Sæv- ar og nú er hlegið hressilega. „Svo má ég nú til með að segja þér frá því að þegar forseti Islands, Kristján Eldjárn, kom til að vera við- staddur opnun hátíðarinnar mundi ég allt í einu eftir því að ég átti eftir að útbúa sérstakan fána sem átti að af- henda forsetanum. Við félagarnir drifum okkur upp á verkstæði, út- bjuggum filmur, prentuðum fánann í 3 litum og fórum með hann blautann til Ragnheiðar sem beið með sauma- vélina tilbúna og lauk verkinu. Fán- inn var svo afhentur forsetanum, að vísu seinna en ætlað var en það var ekkert til að tala um. Þegar þessu öllu var lokið sváfum við svo í 10 daga.“ Breyttur bæjarbragur En snúum okkuraftur aðþérRagn- heiður. Finnst þér hafa orðið mikil breyting á bcejarbragnum síðustu 20 árin? „Já, heilmikil. Ef maður gekk nið- ur í bæ fyrir 10 árum þekkti maður alla sem maður hitti. Nú er hending ef maður þekkir nokkurn. Eins finnst mér fólk vera tímabundnara og spenntara en þá. Hvað varðar tónlist- arskólann vil ég segja það að mikil hugarfarsbreyting hefur orðið gagn- vart tónlistarnáminu. Hér áður fyrr þótti það ekki „fínt“ að læra á hljóð- færi. Þeir nemendur sem lögðu stund á slíkt nám urðu jafnvel fyrir aðkasti. Þetta hefur breyst mikið undanfarin ár. Nú er litið upp til þeirra barna sem hafa náð góðum árangri í tónlistar- náminu og nú er mikið líf í kringum skólann. Ég finn það ekki bara á sjálfri mér heldur sé ég það á börnun- um mínum, tengdadóttur og barna- barni, en þau eru öll í tónlistarnámi.“ Viljið þið spá einhverju um bcejar- braginn eftir 10 ár? „Eigum við ekki að segja bara að allt fari þetta batnandi og að Kefla- vík verði betri bær en nokkru sinni fyrr á 50 ára afmælinu 1999“ sögðu þau Ragnheiður og Sævar og þar með slógum við botninn í þetta spjall okk- ar enda komnir gestir í heimsókn og áríðandi verkefni biðu þeirra beggja.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.