Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.05.1989, Page 27

Víkurfréttir - 26.05.1989, Page 27
\)iKur< juiUt KEFLAVÍK 40 ÁRA Guðrún Valgeirsdóttir ásamt tveintur „blómastúlkum" sínum, þeim Bryndisi Sveinsdóttur og Söndru Svavarsdóttur.l jósm.: pket. Blómastofa Guðrúnar: BLOM ALLTAF VLNSÆL TIL GJAFA - segir Guðrún Valgeirsdóttir „Blóm hafa alltaf verið vinsæl til tækifærisgjafa og á síðustu árum hafa vinsældir þeirra aukist, sér- staklega afskorinna og potta- blóma,“ sagði Guðrún Valgeirs- dóttir í blómabúðinni en hún hefur rekið hana síðan í maí 1979. Guðrún var þó ekki ókunn versl- unarrekstri þegar hún byrjaði með blómabúðina. Hún rak með manni sínum Kyndil í 19 ár, þar til hún fór ein út í sjálfstæðan rekstur. „Eg fékk elskulegar móttökur og allt frá byrj- un hefur verið mikið að gera og rekst- urinn gengið vel“ segir Guðrún og bætir því við að nú sé hún að fara að stækka búðina, sem er i einingarhúsi við Hafnargötu 36. „Hugmyndin er að reyna að opna á 19. júní.“ En hvernig er blómabissnessinn? „Það er alltaf mikið að gera í kringum stórhátíðir. Svo kemuralltaf kippurá vorin þegar fólk fer að vinna í görð- unum sínum. Einnig er stór hluti af þjónustu okkar við fyrirtæki og stofnanir. Annars er þetta nú þannig að maður er alltaf á vaktinni. Svona verslun byggir mikið á persónulegri þjónustu og ráðgjöf, í sorg og gleði.“ Hvaða hópur fólks verslar mest blóm? „Þetta er mjög breiður hópur, ungt fólk og eldra fólk, karlar og kon- ur. Það er kannski ein breyting sem situr ofarlega í huga mér en hún er sú að þegar fiskvinnslan var hér sem mest, þá var algengt að ungar stúlkur komu í stígvélunum og frystihúsa- sloppunum og keypti blóm handa mæðrum sínum. Nú koma ungar, vel klæddar konur og kaupa eina, tvær rósir til að punta hjá sér. Maður er hættur að sjá frystihúsagallana hér á Hafnargötunni. Og það kemur viss söknuður í huga manns þegar maður hugsar til baka, því það var alltaí viss stemning í kringum frystihúsafólk- ið.“ Ég spurði Guðrúnu að lokum hver væri ástæðan fyrir aukinni blóma- notkun. „Blóm vekja alltaf gleði og prýða umhverfið. Fólk vill hafa „lif- andi“ í kringum sig og einnig hefur orðið skemmtileg þróun í fyrirtækj- um og stofnunum sem á siðustu árum hafa farið að nota blóm í miklu meiri mæli til skreytingar og yndisauka í húsakynnum sínum“ sagði Guðrún Valgeirsdóttir að lokum. Rafbúð og rafverkstæði R.Ó.: „GÓÐ BLANDA“ - segir Reynir Ólafsson Reynir, Helga og dóttir nteð starfsfólki sínu. Hann hafði lengi dreymt um að fara út í sjálfstæðan rekstur, geta verið svolítið frjálsari, vera sjálfs síns herra. Hann lét verða af því, var með öðrum í fyrirtæki í tví- gang áður en hann ákvað að stofna sitt eigið. I góðlátlegu gríni segir hann að það sé ekki til, að vera frjáls í eigin fyrirtæki. „Maður verður sinn eigin þræll. Þeir sem reka fyrirtæki þekkja þetta“ segir hann og brosir og bætir því við að þeim mun meiri þræll sem maður sé, þá gangi fyrirtækið þeim mun betur. „Þú mátt samt ekki taka þetta sem eitthvert harmakvein í mér, því ég hef verið heppinn og mér hefur gengið mjög vel.“ Þetta eru orð Reynis Ólafssonar raf- virkja, sem rekur samnefnt fyrir- tæki ínýjuhúsnæði aðHafnargötu 52. Reynir tók þátt í rekstri tveggja fyrirtækja áður en hann stofnsetti R.Ó. en það voru Rafvík og Rafbær. I 10 ár hefur hann ásamt konu sinni, Helgu Ragnarsdóttur, rekið R.Ó., fyrst á Tjarnargötu 7 í 30 m2 bílskúr, þar sem faðir hans, Óli heit- inn lngibers, var fyrsti afgreiðslu- maðurinn, en hann hafði þá nýhætt störfum hjá bænum. „Hann hafði mikla ánægju af þessu, gamli maður- inn“ segir Reynir þegar ég spyrhann út í pabba hans, sem var kunnur Kefl- víkingur. Frá Tjarnargötunni lá leið Reynis upp með Hafnargötunni til Gísla Gíslasonar, sem leigði honum stóran skúr. Þar fékk Reynir mun stærra verslunarpláss og einnig undir verkstæðið. En hann lét ekki þar við sitja heldur hófst handa nokkrum ár- um síðar við byggingu nýs húss við Hafnargötu 52, þar sem gamalkunn verslun var áður til húsa er hét Dani- valsbúð.^ Það var svo í nóvember 1988 sem R.Ó. flutti inní nýja húsið með allt sitt hafurtask og aðeins meiri skuldir á bakinu. „Það er góð blanda að vera með verslun og verkstæði en auk þess tök- um við verk úti í bæ“ segir Reynir og bætir því við að við flutninginn hafi verslunin aukist til muna. Sérsvið R.Ó. er hins vegar bílarafmagn og hann er eini rafvirkinn á svæðinu sem sérhæfir sig í því. Mikið af því eru við- gerðir á alternatorum, störturum í bíla og báta. I versluninni eru á boð- stólum venjuleg heimilisljós, smærri heimilistæki og allt rafmagnsefni. En hvað er það sem alltaf er að fara í bílarafmagninu? „Ég hefði lítið að gera í bílarafmagni annars staðar en á Islandi," segir Reynir, „hér er það bleytan, snjórinn og kuldinn sem hefur svo slæm áhrif á rafkerfið í bíl- unum. Ameríkanar, sem hafa komið með bílana í viðgerð hér, segjast ekki skilja þetta, hvers vegna bilarnir hafi ekki byrjað að bila fyrr en þeir komu til íslands." Þar sem Reynir hafði komið skemmtilega inn á „þrælahald" í fyr- irtækjarekstri lá beinast við í lokin að spyrja hann hvernig honum finnist að öðru leyti að reka fyrirtæki í Kefla- vík? „Eins og ég sagði hef ég verið mjög heppinn. Við höfum verið með marga góða og trygga viðskiptavini og gott starfsfólk í þessi 10 ár, alltaf haft nóg að gera og nú síðast þegar ég flutti þurfti ég fljótlega að bæta við starfsmanni, en við erum alls 7 sem störfum hér nú. Þetta er mjög skemmtilegt og ekki síst ef það geng- ur vel“ sagðir Reynir Ólafsson að lokum.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.