Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.05.1989, Side 33

Víkurfréttir - 26.05.1989, Side 33
\iimn juiUt KEFLAVÍK 40 ÁRA Afmælistertan tilbúin fyrir afmælisgestina í íþróttahúsinu. Stoltir bakarar frá Nýja bakaríinu standa við „stórvirkið". Ljósm.: hbb. Afmælistertan var skemmtilegt verkefni - segja þeir Eyjólfur Haf- steinsson og Ólafur Örn Ingibergsson í Nýja bakríinu Meðan við flest sofum okkar fastasta svefni, þá eru aðrir að störfum úti í þjóðfélaginu og sjá til þess að það sé til bakkelsi með morgunkaffinu í vinnunni og ný brauð í hádeginu. Það eru nefni- lega bakararnir sem eru vaknaðir fyrir allar aldir og byrjaðir að forma brauð og kökur meðan við hin sofum. Við hejmsóttum þá félaga í Nýja bakaríið að Hafnargötu 31, Eyjólf Slf Hafsteinsson og Ölaf Orn Ingibergs- son, nýverið, svona rétt til þess að kynnast því hvernig er að vera ungur í atvinnurekstri og einnig því hvernig bakarar starfa. Byrjað um miðja nótt Vinnudagurinn hjá bökurum, ef hægt er að tala um dag, hefst upp úr klukkan þrjú að nóttu og lýkur á milli Um 100 vinnustundir fóru í að gera „Keflavíkurtertuna". klukkan tvö og þrjú á daginn, þannig að blaðamaður var seint á ferð, strax upp ur hádegi. Þeir félagar, Eyjólfur og Ólafur, eru ungir athafnamenn, báðir á 26. aldursári. En hvað er það sem fær unga menn til að fara út í at- vinnurekstur? „Það er draumur hjá öllum að stofna sitt eigið fyrirtæki og síðan bauðst það einn daginn,“ sögðu þeir Eyjólfur og Ólafur. Fyrirtækið hét áður Gunnarsbakarí og var í eigu Gunnars Sigurjónssonar bakara, sem ekki alls fyrir löngu opnaði keilusal í Keflavík. Ólafur hafði unnið hjá Gunnars- bakaríi í fjögur ár og vissi því hvað hann var að fara út í, en Eyjólfur hafði unnið hjá Ragnarsbakaríi í átta ár, þegar þeir keyptu Gunnarsbakarí og stofnuðu Nýja bakaríið, en þeir yfir- tóku reksturinn 1. janúar 1988. Vel tekið „Okkur hefur verið tekið vel og erum ánægðir með hvernig þetta hef- ur gengið“ sagði Ólafur. -Hafið þið reynt að bjóða upp áein- hverjar nýjungar? „Við höfum gert tilraunir með ýmsar nýjungar en fólk á Suðurnesj- um er mjög vanafast. En við höldum ótrauðir áfram.“ Ólafur og Eyjólfur sögðu að mikil aukning hefði orðið í rekstri fyrir- tækisins frá því þeir tóku við því, nokkuð meiri aukning en þeir áttu von á í upphafi. Vörum fyrirtækisins er eingöngu dreift á Keflavíkursvæð- inu og í Samkaup í Njarðvík og ætla þeir sér ekki að reyna fyrir sér með dreifingu fyrir utan þetta svæði. -Óttist þið ekki innreið Reykjavík- urbakaríanna á Suðurnesin? „Við óttumst ekki innreið þeirra en erum ekki sáttir við hana. Það er hörð samkeppni í þessari iðngrein, en hér á Suðurnesjum ríkir mjög góður andi milli fyrirtækja.“ Eins og fram kemur í upphafsorð- um þessarar greinar, þá hefst vinnu- dagurinn hjá bökurum um kl. þrjú að nóttu. Vinnudagurinn hefst með framleiðslu á brauðum og brauðvör- um en síðan er farið út í bakstur á kökum. Afmælistertan engin smásmíði Þeir félagar í Nýja bakaríinu eru færir í flestan sjó, ef svo má að orði komast, og tilbúnir í hvað sem er. Eitt nýjasta dæmið um stórfram- kvæmdir hjá bakaríinu er tertan góða, sem boðið var upp á á 40 ára af- mæli Keflavíkurbæjar. A milli 50 og 60 vinnustundir fóru í gerð tertunn- ar, sem var engin smásmíði, heilir 7 fermetrar. Við fengum bakarana til að gefa okkur upp í grófum dráttum hvað fór í tertuna. Tertan hafði að geyma um lOOlítra af rjóma (fromage), 50 kg marsipan, 700 egg, 40 kg ávextir, 20 kg sulta, 30 kg sykur og um 25 kg af hveiti. „Það er ekkert verk of stórt fyrir okkur,“ sögðu þeir Eyjólfur og Ólafur, þegar tertunni var lokið. Að lokum má geta þess að í baka- ríinu er rekin kaffitería, sem er vel sótt af iðnaðarmönnum og fólki í verslunarhugleiðingum, sem kemur inn úr kuldanum og fær sér heitan drykk og nýbakað bakkelsi, en baka- ríið er opið alla vikuna. Eyjólfur Hafsteinsson og ÓlafurÖrn Ingibergsson, „Nýju bakararnir" við Hafnargötuna.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.