Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.05.1989, Side 36

Víkurfréttir - 26.05.1989, Side 36
VÍKUK juíUi Lúðrasvcit Kcilavíkur, scni stoinuð var árið 1956, í tröppunum fyrir framan Barnaskölann í Kciiavík. Lúðrasveit Keflavíkur Flestum bæjarbúum ætti að vera kunnugt um þá skemmtilegu stemn- ingu sem skapast í skrúðgöngum á sumardaginn fyrsta í fögru veðri og með lúðrasveit í broddi fylkingar. Lúðrasveitin er þannig orðin einn af vorboðum Keflavíkurbæjar. Eins er því farið 1. maí, 17. júní, sjómanna- daginn, öskudag, þrettándann og svo mættijengi telja. En það erekki alltaf vor á Islandi eins og flestum ætti að vera kunnugt. Jafnvel á sumardaginn fyrsta hefur lúðrasveitin þrammað sinn hring í norð-austan gaddi og hríð, slyddu, hagli, rigningu og öllu því sem veðráttan hefur upp á að bjóða. En alltaf er spilað, jafnvel þó að enginn sjái sér fært að klæða sig upp til að hlusta. Einn þrettándann var til dæmis spilað við íþróttavöllinn þar til allir takkar frusu fastir og ekki var lengur óliætt að lemja trommur vegna frosts. Samt er alltaf haldið áfram og fórnfúst starf er unnið svo að gleðja megi bæjarbúa á góðri stund. En aðdragandinn er langur. Haustið 1910 var stofnað Horna- félag Keflavíkur á heimili Vilhjálms Kristins Hákonarsonar að Tjarnar- götu 14. Hafði Vilhjálmur góð reynslu í spilamennsku þar sem hann hafði m.a. spilað í 7 ár í 70 manna lúðrasveit í Bandaríkjunum. Hann kom svo til Keflavíkur árið 1908 ásamt eiginkonu og hóf hér verslun- arrekstur. Stofnendur sveitarinnar voru auk Vilhjálms: Einar Jónsson, bókhald- ari hjá Duus, Arsæll Ágústsson, Gunnar Árnason skósmiður, Ásgeir Magnússon barnakennari og Siggi Valgerðar, sem mun hafa verið þeirra yngstur. Félagið hélt hljómleika í nágrenn- inu t.d. í Höfnum og Garði. Hefur það án efa verið mikil skemmtun í annars gráuni hversdagsleika. Æfing- ar voru uppi á lofti í húsi Vilhjálms. Árið 1914 fluttu þau hjónin svo að Stafnesi og lagðist þá félagið niður. Ekki dregur til tíðinda { lúðra- blæstri fyrr en um 1956, þegar Guð- mundur Norðdahl hóaði saman mannskap og stofnaði Lúðrasveit Keflavíkur. Lúðrasveitin var stofnuð 15. janúar 1956 en æfingar hófust seinna, þar sem flesta vantaði hljóð- færi, einkum þá sem ætluðu sér að spila á dýr hljóðfæri eins og túbu og básúnu. Ur því rættist fljótt en aðal höfuðverkur félagsins var húsnæðis- skortur. I ársbyrjun 1959 vartekinn á leigu allstór bílskúr að Tjarnargötu 20 og var hann innréttaður í sjálf- boðavinnu af félagsmönnum og gekk sú vinna upp í leigu. Alla aðkeypta kennslu urðu nemendur að borga úr eigin vasa en stjórn lúðrasveitarinnar sá um að greiða stjórnandanum laun fyrir stjórnun og kennslu. Lúðra- sveitin varð-strax þróttmikil og með- limir sveitarinnar hafa gert sjálfum sér miklar kröfur eins og sjá má í lög- um Lúðrasveitar Keflavíkur gefnum út af stofnfélögum, þá sennilega stjórn félagsins. Þar segir meðal ann- ars: 8. Skyldur félagsmarwa eru a. að hlýða stjórnandanum á cefing- um og hljómleikum, og er krafist óskertrar athygli af þeim, ogöllsamtöl og annað, er valdið getur truflunum eru stranglega bönnuð. Ef stjórnandi stöðvar xfingar til þess að bera fram munnlegar athugasemdir eða leiðbein- ingar, skulu hljóðfxraleikarar þegar i stað gefa fullkomið hljóð og leggja sig fram um að skilja leiðbeiningar hans á sem skemmstum tíma. Og að þessu brosum við sennilega í dag. I afmælishófi vegna 15 ára afmælis Lúðrasveitar Keflavíkur hélt Ragnar Eðvaldsson ávarp, þar sem m.a. var fjallað um framhald þess sem hér að ofan er ritað: „Félagslíf var í miklum blóma og menn höfðu yndi og ánxgju af því að starfa með. En síðan tók öldudalurinn við - áhuginn minnkaði - takmarkið gleymdist - félagsandi dvínaði. Menn fóru að munstrast af þangað til aðeins 4 voru eftir af 26 mest. Þessir 4 voru eftir á aðeins braki úr skútunni og dauðaholskefan var að ríða yfr, en þá sigldi önnur skúta framhjá. Þar fór Lúðrasveit Sand- gerðis fyrir fullum seglum og bjargaði þessum 4 skipbrotsmönnum um borð og hélt lífinu í þeim þangað til þeir höfðu fengið nýtt skip og annað föru- neyti. Nú lögðu þessir 2, sem af lifðu hrakninguna, á brattann aftur með nýjan skipstjóra og hið unga og óharðnaða föruneyti eru nú á góðri leið upp á öldutoppinn aftur. Að vísu stóðu þeir ekki einir uppi þar sem þeir höfðu á bak við sig bxjarstjórn vxna en hún hefur sýnt mikinn skilning á málum okkar síðustu ár. Einnig kon- ur skipbrotsmanna, eða öðru nafni Tónfreyjur, en þxr eiga veg og vanda af þessari árshátíð allri. “ Var svo vikið að því að hefði Hornafélag Keflavíkur lifað áfram væri nú 60 ára afmæli lúðrasveitarinn- ar. Eftir þetta 15 ára afmælishóf lúðra- sveitarinnar árið 1971 náði starfsemin hámarki á lúðrasveitamótinu sem haldið var hér í Keflavík 26. og 27. júní sama ár. Mótið var 8. landsmótið á vegum Sambands íslenskra lúðra- sveita. Mótið hófst með skrúðgöngu allra lúðrasveitanna, alls 9, frá Fiskiðjunni og niður að skrúðgarði þar sem hátíð- ardagskráin fór fram. Jónas Dag- bjartsson var þá stjórnandi Lúðra- sveitar Keflavíkur og stjórnaði hann einnig Lúðrasveit íslands, þar sem allar lúðrasveitirnar spiluðu sameig- inlega. Á laugardagskvöldið var svo dansleikur í Stapanum og á sunnu- daginn var farið með allar lúðrasveit- irnar í skoðunarferð upp á Keflavík- urflugvöll og öll undrin þar skoðuð. Þessu lauk svo með lokahófi með bæjarstjórninni. Það má því furðu sæta að eftir jafn viðburðaríkt ár (1971) og þetta í sögu lúðrasveitarinnar skuli engin hafa starfað árin 1972-1981, þegar Viðar Alfreðsson byrjaði frá grunni aftur í barnaskóla Keflavíkur. Viðar stjórnaði í um 4 ár en þá tók Jónas Dagbjartsson við tónsprotanum með góðum árangri. Síðastliðin tvö árhef- ur Siguróli Geirsson verið stjórnandi og er sveitin nú starfrækt með mikl- um blóma og er óskandi að svo verði um alla tíð. Víst er að margir hafa lagt hönd á plóginn þó að þeirra sé ekki getið hér, en árangurinn talar alltaf sínu máli. Of langt mál yrði það, ef hrósa ætti öllum sem hrós eiga skilið og læt ég það því öðrum eftir, en þessi grein er aðeins ágrip urn það helsta. Þó vil ég vekja athygli á því að Byggðasafn Suðurnesja hefur sýnt þessu málefni mikinn áhuga og er þar nú hægt að skoða vandað minja- og ljósmynda- safn frá hveitibrauðsárum lúðrasveit- arinnar. Allar myndir og heimildir voru góðfúslega lánaðar af byggða- safninu. „Tónfreyjurnar" - eiginkonur lúðrasveitarmanna, stóðu á bak við karlana sina Danshljómsveit Keflavíkur - „Glenn Miller band" bæjarins, lék m.a. danslög i með bakstri, sem boðið var m.a. upp á við lónleika. I'n þær tóku lika lagið einstöku útvarpi. sinnum.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.