Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.05.1989, Qupperneq 40

Víkurfréttir - 26.05.1989, Qupperneq 40
\JiKun KEFLAVÍK 40 ÁRA juiUi hann til mín í verslunina, sem ég rak um sinn á Hafnargötu 16, og ræddi knattspyrnumálin. Og ef blöðin voru komin með umsagnir um seinasta leik, komst ég ekki undan að þýða greinarnar fyrir Hooley, enda fór mér mjög fram í ensku þetta sumar og ég bý að því enn þann dag í dag. Lítið vit fannst honum íþróttafréttamennirn- ir skrifa. Upp til hópa voruþað menn sem báru lítið skyn á íþróttina, að hans dómi, og ég held að það sé nokk- uð til í því hjá honum,“ segir Magnús og rennir augum til greinarhöfundar. „Og dómararnir voru engu betri að hans mati.“ Margar sögur kunnu þeir félagarn- ir af Hooley og uppátækjum hans, sem ekki er rúm til að festa á blað að þessu sinni. Hooley kom aftur en hætti sjálfviljugur eftir skamman tíma. Annað Hooley-tímabil rann því ekki upp hjá IBK. „Skýringin er líklega sú,“ og nú er Jón Jóhannsson kontinn að, „að hann sá að menn höfðu ekki sama hugarfar og áður gagnvart knattspyrnunni og honum, voru ekki reiðubúnir að leggja það sarna á sig og í fyrra sinnið, æfa eins og atvinnumenn undir hans stjórn. Möguleikarnir til að ná þeim árangri sem Hooley krafðist voru því ekki fyrir hendi að hans dómi, svo að ekki var um annað að ræðaenyfirgefa ÍBK og landið. Og ég held að við stöndum frammi fyrir því núna, og höfum reyndar gert undanfarin ár, að menn eru ekki reiðubúnir til að fórna sér alveg fyrir knattspyrnuna, enda úr mörgu að velja hvað tómstundir snertir.“ Flugstjóranum gekk illa að finna Færeyjar Pótt menn fórni sér ekki jafnmikið fyrir iþróttirnar og áður og ungir menn taki snemma stefnuna út í hinn stóra heim í von um fé og frama í at- vinnumennskunni, þá hafa menn gaman af því að iðka t.d. knatt- spyrnu. Hún veitir mönnum útrás, félagsskap og ferðalög, og hefur gert það gegnum tíðina. Margs er að minnast og menn kölluðu ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Ferðagleð- in eyddi óttanum, eins og í fyrstu Færeyjaferðinni 1963. Flugstjóranum gekk illa að finna eyjarnar sem voru skýjum huldar. Stakk flugvélinni nið- ur undir sjóog skreið, eins og sagt erá flugmáli, lágt yfir haffletinum og Ienti heilu og höldnu. Allir voru í himnaskapi í flugvélinni. Aðra sögu var að segja frá Reykjavík. í aðal- stöðvum Flugfélagsins fór allt á ann- an endann þegar fréttist urn lendinga- vandræðin. Það vissurn við ekki fyrr en löngu seinna, sögðu þremenning- arnir, og þá var of seint að verða hræddur. Menn verða að velja á milli greina Árangur ÍBK var sannarlega góður á gullaldarárunum, bæði utan- og innanhúss líka. Því má ekki gleyma. Til dærnis unnu þeir innanhússmót á Hálogalandi 1963 og A- og B-lið ÍBK léku um sigursætið árið 1967. Skýr- inguna telja þremenningarnir vera góðar vetraræfingar og mikinn sam- hug leikmanna, sem skilaði sér þegar útiæfingar og keppni hófust. En í inn- anhússknattspyrnunni hefur einnig daprast flugið seinni árin. Hvað er þá til ráða í von um betri árangur? Skipta liði og félögin sendi lið til keppni undir sínu nafni í íslandsmótin? „Fyrir nokkrum árum var kannski grundvöllur fyrir þeirri hugmynd,“ segir Jón Jóhannsson, „en ekki í dag eftir að nýja íþróttahúsið var tekið í Jón, Magnús og Jón Ólafur eru ekki komnir af léttasta skeiði, sýndu Ijósmyndara snilli sina. notkun. Þá skapaðist aðstaða til fleiri keppnisgreina eins og handknattleiks og körfuknattleiks. Menn urðu að velja á milli greina. Geta tæpast keppt nema í einni, til að ná árangri. Auk þess er fjárhagslegt bolmagn varla til þess hjá félögunum og spurning hvað hægt er að afla mikils fjár til íþrótta- starfseminnar í bæjarfélaginu. Öfl- ugri starfsemi fylgir kostnaður og Keflvíkingar hafa lagt mikið af mörk- um í þágu íþróttanna, ekki síst þeir sem eytt hafa tíma og vinnu í félags- störfin án endurgjalds. Án þeirra stæðum við ekki eins vel íþróttalega í dag.“ Ekki komnir af „léttasta“ skeiði Þótt þremenningarnir hafi lagt keppnisskóna á hilluna eru þeir alls ekki komnir af „léttasta skeiði“. Ára- fjöldinn er aðeins fyrirþjóðskrána, til að menn öðlist ýmiskonar réttindi samkvæmt lögum. Vogin er aftur á móti það áhald sem sýnir á hvaða skeiði menn eru raunverulega og þeir félagarnir hafa fjandakornið ekki þyngst eða breyst að ráði síðan þeir geystust um knattspyrnuvöllinn á ár- urn áður. Tveir þeirra, Jónarnir báð- ir, gældu og gæla kannski af og til enn við fótknöttinn við hátíðleg tæki- færi, en þeir hafa líka tekið ástfóstri við annað hnattlaga íþróttaáhald, golfkúluna, án þess þó að skipta um heimilisfang útí Leiru. Jón Olafur er nafna sínum ötulli í kærleikanum við hluti sem má slá og skjóta. Badmin- ton eða hnit, eins ogsumir nefnaþað, og billjard, knattborðsspil, freista hans líka. Hann stenst þær ekki, ef aðstæður leyfa. Magnús hefur dregið sig að mestu í hlé frá íþróttaiðkunum, gætir hins vegar vel að eyða jafnmörg- um hitaeiningum og hann innbyrðir, án þess að sólunda tíma í að ólmast við að brenna þeim. AÐALSTÖÐIN HF.: Fjölþætt starfsemi i tjorutiu ar Eitt er það fyrirtæki í Keflavík sem segja má að hafi vaxið með bæjarfél- aginu. Hér er átt við Aðalstöðina. Fyrirtækið er einungis nokkrum mánuðum eldra en Keflavíkurbær, stofnað 21. nóvember 1948. Það voru tólf menn, þeir Haukur Magnússon, Erlendur Sigurðsson, Valgeir Jónsson, Ingólfur Magnús- son, Guðmundur Helgason, Einar Söring, Svavar Sigurvinsson, Nikulás Halldórsson, Björgvin Magnússon, Matthías Helgason, Björgvin Þor- steinsson og Bjarni Guðmundsson, sem tóku sig saman og ákváðu að stofna til leigubílastöðvar. Þetta voru allt stórhuga menn og var þegar farið i það að útvega stöðvarpláss, en Að- alstöðin byrjaði starfsemi sína að Hafnargötu 13, þar sent nú er rekinn söluturn af Aðalstöðinni. Fljótlega var farið að huga að nýju húsnæði og var því fundinn staður að Hafnargötu 86, þar sem höfuðstöðv- ar fyrirtækisins eru í dag. Að Hafnar- götu 86 er söluturn ásamt aðstöðu fyrir leigubílstjóra og einnig eru þar skrifstofur félagsins. Á athafnasvæði Aðalstöðvarinnar er rekin ein fullkomnasta ESSO smurstöð landsins, þar sem aðstaða er fyrir bifreiðar af öllum stærðar- ■ flokkum, bæði á lyftum og yfir gryfj- um. Þá er einnig rekin stór bensínaf- greiðsla og fyrir stuttu var henni breytt þannig að varahlutaverslunin var sameinuð henni og vöruval stór- aukið. Forrnið er nú sjálfsafgreiðsla en auk varahluta í og á bílinn og bón- vara, hefur sportvörum og ýmsu fleiru verið bætt í vöruúrvalið. Bensínafgreiðsla Aðalstöðvarinnar er eftir þessar breytingar orðin sú stærsta og ein sú glæsilegasta á land/ inu. Þá má ekki gleyma að á athafna- svæði Aðalstöðvarinnar er fullkomin þvottastöð, sem notið hefur mikilla vinsælda. Frá opnun hafa verið þvegnar þar 17.000 bifreiðar. Einnig má geta þess að á athafnasvæði Aðal- stöðvarinnar við Hafnargötu 86 er rekið hjólbarðaverkstæði í tengslum við Aðalstöðina. Fyrirtækið fer ört vaxandi frá ári til árs og nú eru um 40 leigubílar við stöðina og þrjár sendibifreiðar, af öll- um stærðum, með og án lyftu. Aðal- stöðin hefur um langt árabil rekið útibú frá leigubílastöðinni á Kefla- víkurflugvelli, á móts við gömlu flug- stöðina. Aðalstöðin ætlar enn að auka um- svif sín og hefur sótt um lóð undir bensínafgreiðslu um 1-200 metrum frá Reykjanesbraut, hægra megin við Aðalgötu í Keflavík. Um leið og grænt ljós verður gefið áþá afgreiðslu verður hafist handa við framkvæmd- ir. Núverandi stjórn Aðalstöðvarinn- ar hf. er þannig skipuð: Ingi Eggerts- son, stjórnarformaður, Reynir Gísla- son, varastjórnarformaður, og aðrirí stjórn eru Karl Njálsson, Bjarni Val- týsson og Ketill Jónsson.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.