Víkurfréttir - 26.05.1989, Qupperneq 43
Sparisjóðurinn í 80 ár
Stiklað á stóru í sögu Sparisjóðsins í Keflavík
Aðdragandi
Á ofanverðri 19. öld var hér á landi
mikil vakning á öllum sviðum menn-
ingar- og atvinnulífs sem og annars
staðar í hinum vestræna heimi. Á
þessari tíð voru það oft prestar, sem
áhugasanrastir voru um framfarir og
hagsæld alþýðunnar.
Verslað í heimabyggð
Notkun peninga í viðskiptum var á
þessum tíma löngu orðin gamalkunn
um allan hinn siðmenntaða heim.
Hér á landi eimdi þó enn eftir af forn-
eskjulegum viðskiptaháttum, sem
fólust einkum í vöruskiptaverslun.
Með slíkri verslun gátu kaupmenn
Þorgrímur Þórðarson
læknir og alþingismaður
tryggt sér viðskipti heimamanna, sem
voru upp á þá komnir með atvinnu og
sölu afurða. Lítið var því um peninga
í umferð.
Þingeyingar fyrstir
Talið er, að fyrsti sparisjóður á Is-
landi sé Sparnaðarsjóður búlausra í
Skútustaðahreppi, sem hóf starfsemi
sína árið 1858, en var lagður niður ár-
ið 1864. Suðurnesjamenn koma fyrst
við sögu sparisjóða með stofnun
Sparisjóðs Reykjavíkur hins fyrri, en
hann var stofnaður árið 1872, og voru
Suðurnes áþjónustusvæði hans. Þessi
sparisjóður var sameinaður Lands-
banka íslands árið 1887.
Kristinn Daníelsson
prestur og alþingismaður
Prestur og læknir
Árið 1883 flutti á Suðurnes Þórður
Thoroddsen læknir. Þrem árum
seinna flyst að Utskálum sér Jens
Pálsson. Saman stóðuþeirað stofnun
Sparisjóðsins á Rosmhvalanesi, en
hann er talinn stofnaður 1. júlí 1889,
og eru því á þessu ári liðin 100 ár frá
stofnun hans. Þessi sparisjóður átti
erfitt uppdráttar og var hann lagður
niður árið 1892. Það sama ár flutti
Skúli Thoroddsen, bróðir Þórðar
læknis, frumvarp á Alþingi um að
banna verslunum að greiða laun
öðruvísi en með gjaldgengum pening-
um. Frumvarpið mætti harðri and-
stöðu og náði ekki fram að ganga.
Mennt er máttur
Undir aldamótin, eða árið 1899, er
sett á stofn fyrsta verslunin i Kefla-
vík, sem greiðir fyrir vöru og þjón-
ustu með beinhörðum peningum.
Þetta er verslunin Edinborg. Árið
1904 flyst Þórður læknir Thorodd-
sen til Reykjavíkur og gerist gjald-
keri við nýstofnaðan íslandsbanka,
en í hans stað er skipaður Þorgrímur
Þórðarson, læknir og alþingismaður.
Árið áður hafði komið að Utskálum
nýr prestur, séra Kristinn Daníelsson
alþingismaður. Nú er tíminn fullnað-
ur og Sparisjóðurinn í Keflavík í
nánd. Og enn eru það presturinn og
læknirinn, sem hafa forgöngu um
stofnun sparisjóðs, í Keflavík þann 7.
nóvember 1907.
Fyrstu skrefin
Séra Kristinn Daníelsson var for-
maður stjórnar Sparisjóðsins en Þor-
grímur Þórðarson, læknir, var gjald-
keri. Fyrsta árið er sjóðurinn opinn
til viðskipta einu sinni í viku, frá 12-1
á mánudögum, og var sjóðurinn til
húsa á lækningastofu Þorgríms. Sá
háttur var síðan hafður á allt til 1933
er Þorgrímur Iét af störfum sem
gjaldkeri. Grunnurinn að Sparisjóðn-
um er því ekki lagður í sérsmíðuðum
og hátimbruðum peningahöllum,
heldur innan um lyf og læknatól.
ÖNNUR KYNSLÓÐ
Á aðalfundi í maí árið 1933 kom
inn í stjórn Sparisjóðsins Lúðvík Þor-
grímsson, sonur Þorgríms læknis.
Þorgrímur var þá orðinn aldraður og
vænti sér góðs af aðstoð sonar síns.
En mánuði síðar lést Þorgrímur og
Lúðvík tók við störfum hans. Þá kom
inn í stjórnina Þorgrímur St. Eyjólfs-
son, fóstursonur Þorgríms læknis.
Lúðvíks naut ekki lengi við til starfa
hjá Sparisjóðnum, því hann lést af
slysförum um mitt næsta ár, það er
árið 1934. Við starfi gjaldkera tók þá
Stefán Björnsson húsgagnasmiður,
fóstursonur Þorgríms læknis. Þá
flutti Sparisjóðurinn af læknastof-
unni, sem hafði hlúð að honum eins
og besta fæðingadeild, og settist að í
húsi Stefáns Björnssonar, þar sem nú
er Vallargata 17.
Vll'illdiutíU
I cngst til hægri er Norðfjörðshús, nú þekkt sem
UMFK-hús. 1 þessu húsi bjó Þorgrímur Þórðar-
son þegar Sparisjóðurinn í Keflavík var stofnaður,
og þar var fyrsta aðsetur sjóðsins.
TÆKNIVÆÐING OG STRÍÐ
Þáttaskil verða í sögu Sparisjóðs-
ins árið 1939, en þá var samþykkt á
aðalfundi að heimila gjaldkera kaup á
reiknivél og ritvél. Á næstu árum juk-
ust umsvif Sparisjóðsins margfald-
lega og árið 1941 fær gjaldkeri í fyrsta
sinn heimild til að kaupa aðstoð við
ársuppgjör, en slíkt hafði ekki áður
gerst. Árið 1944 er svo Guðmundur
Guðmundsson ráðinn aðstoðarmað-
ur gjaldkera í hlutastarfi, en hann var
þá einnig skólastjóri barnaskólans.
Seinna á þessu sama ári lést Stefán
Björnsson gjaldkerfi og á stjórnar-
fundi í Sparisjóðnum 18. september
1944 verður Guðmundur Guð-
mundsson, skólastjóri, gjaldkeri
sjóðsins. Ári síðar var hann ráðinn í
fullt starf sem sparisjóðsstjóri.
Nýbygging
Árið 1955, þann 17. júní, var tekið í
notkun nýtt hús Sparisjóðsins að
Suðurgötu 6. Fyrir löngu var þá orð-
ið allt of þröngt um Sparisjóðinn að
Vallargötu 17, og hafði verið hafist
handa árið 1953 við að reisa þessa
myndarlegu byggingu.
Farsæl uppbygging
Næsta hálfan annan áratug stjóm-
aði Guðmundur Guðmundsson
Sparisjóðnum af festu og röggsemi.
Árið 1968 var heilsu Guðmundar þó
farið að hraka og flutti hann þá til-
lögu á aðalfundi um að hugað yrði að
eftirmanni hans. Fundarmenn lögðu
til að Jón P. Guðmundsson, sonur
Guðmundar, yrði eftirmaður föður
síns. Var svo gert og var hann spari-
sjóðsstjóri frá 1969 til ársins 1973, en
þá tók við í eitt ár settur sparisjóðs-
stjóri, Geirmundur Kristinsson.
Fjölgar í forystu
Þann 1. maí 1974 tóku til starfa
tveir nýráðnir sparisjóðsstjórar, þeir
Páll Jónsson og Tómas Tómasson.
Báðir hafa þeir verið um árabil ötulir
og framsýnir félagsmálamenn, hvor á
sínum væng stjórnmálanna, í bæjar-
stjórn, ýmsum nefndum og félaga-
samtökum. I framhaldi af þessu juk-
ust umsvif Sparisjóðsins gífurlega,
samfara því róti sem var á þjóðfélag-
inu öllu með verðbólgu, aukinni
þjónustu bankastofnana og afskipt-
um ríkisvaldsins. Á þessum árum
batnar einnig hagur Sparisjóðsins og
markaðshlutdeild hans á Suðurnesj-
um eykst stórlega.
Fjölþætt starfsemi
Aukinn viðskiptamannafjöldi og
peningastreymi kallaði á úrlausnir og
árið 1974 stofna bankarnir Reikni-
stofu bankanna, en Sparisjóðurinn í
Keflavík ákvað að fara aðrar leiðir og
festi kaup á eigin tölvu árið 1975.
Hefur verið rekin tölvudeild við
sjóðinn síðan, sem sér um mest alla
vélvinnslu bókhaldsins. Auk þess
hefur Sparisjóðurinn séð lengi um allt
bókhald Lífeyrissjóðs verkalýðsfél-
aga á Suðurnesjum auk fleiri lífeyris-
sjóða. Sparisjóðurinn stofnaði árið
KEFLAVÍK 40 ÁRA
Páll Jónsson
sparisjóðsstjóri
Tómas Tómasson
sparisjóðsstjóri
Fyrsti peningakassi Sparisjóðsins í Keflavík, nú í vörslu Byggðasafnsins
á Vatnsnesi.
legu og flóknu þáttum, sem sam-
tvinnast í slíkri stofnun. Það er því
langur vegur frá upphafsárum Spari-
sjóðsins, þegar hann var allur saman-
kominn í Iitlum peningakassa á lækn-
isstofunni hér í bænum. Nokkrar
nefndir starfa þess vegna reglulega
við að halda því flókna og fíngerða úr-
verki gangandi, sem við köllum
Sparisjóðinn í Keflavík, já, halda
gangandi Sparisjóðnum, sem er orð-
inn stórveldi hér á Suðurnesjum og
hefur verið íbúunum til hagsældar og
framfara um áttatíu ár og mun von-
andi verða enn um sinn.
1977, fyrstu sparisjóða á landinu,
útibú, og er það staðsett í Njarðvík.
Síðan hafa verið sett á stofn útibú í
Garði og Grindavík.
Nefnd er máttur
Það gefur auga leið, að svo fjöl-
breytt starfsemi sem rekin er í Spari-
sjóðnum, þarfnast mikillar um-
hyggju. I nútíma bankastofnun er
enginn möguleiki fyrir einn mann að
henda reiður á öllum þeim
Hátíðarræða
Tómasar Tómas-
sonar, sparisjóðs-
stjóra og fyrrv. for-
seta bæjarstjórnar,
á 40 ára
afmælishátíð
Keflavíkur.
Sameiginlegar rætur og
Forseti íslands, frú Vigdis
Finnbogadóttir. Forseti bæjar-
stjórnar, bæjarfulltrúar, bæjar-
stjóri. Ráðherrar, alþingismenn.
Agætu samborgarar.
í tilefni þessa merkisafntælis
bæjarins okkar hefur stjórn Spari-
sjóðsins í Keflavík falið mér að
flytja hér bæjarfélaginu hinar
bestu árnaðaróskir, íbúum bæjar-
ins óskir um að hagur þeirra megi
ætíð blómgast, bæði efnalega og
ntenningarlega, og stjórnendum
bæjarins í nútið og framtíð óskii
um það, að þeint ntegi ávallt
auðnast að ráða málefnum hans til
farsælla lykta, og þakkir til þeirra
sem gengnir eru.
stjóra og forseta. Núverandi
sparisjóðsstjórar hafa báðir átt
sæti í bæjarstjórn og annar þeirra
verið i forsæti hennar í 16 ár. Og
loks er núverandi skrifstofustjóri
sparisjóðsins 'einn bæjarfulltrú-
anna.
Starfssagan hefur því svo sann-
arlega verið ærið samtvinnuð og
böndin því orðið býsna sterk.
Á stundunt sem þessari er ofur
eðlilegt að margt leiti á hugann,
og margs er að minnast. Hér hefur
auðvitað margt þegar verið tíund-
að og ntargt á eftir að segja enn á
þessunt hátíðisdegi. Miglangarþó
aðeins að stikla á stóru og nefna
rétt í svip þær framkvæmdir, sem
helst hafa sett svip á sveitarfélagið
okkar og mannlífið, án frekari
untfjöllunar þó, svona rétt til upp-
rifjunar á þvi, sem íbúar þessa
sveitarfélags, fyrst hrepps og síð-
an kaupstaðar, hafa verið að fást
við.
í tíð hreppsins frá 1908 til
1949. Fyrsti vélbáturinn 1908.
Barnaskólinn við Skólavegbyggð-
ur og tekinn i notkun 1911. Kirkj-
an 1914 - vígð 14. febrúar. Hafnar-
gerð við Vatnsnes hófst árið 1932
á vegunt einstaklings, Óskars
Halldórssonar. Sundlaugin 1939
að frumkvæði Ungmennafélags
Keflavíkur. Vatns- og holræsa-
gerð hófst 1942-1943. Rafmagn
frá Sogsvirkjun 1945; fyrstu raf-
ljósin þaðan tendruð hér 23. des.
1945. Sjúkrahúsið - hafinbygging
1944. Nýr barnaskóli, nú Myllu-
Sameiginlegar rætur
Þó að Keflavíkurbær fagni nú
40 ára afmæli bæjarréttinda, er
saga Keflavíkur sent sjálfstæðs
sveitarfélags rétt helmingi eldri,
því með bréfi stjórnarráðsins dag-
settu 15. júní 1908 er Keflavíkur-
hreppur stofnaður.
En það vill einmitt svo til, að
Sparisjóðurinn í Keflavík var
stofnaður aðeins hálfu ári fyrr, og
það er ekki nokkur vafi á því, að
þessar tvær meginstofnanir í sam-
félagi okkar hér á þessu svæði eiga
sameiginlegar rætur að rekja til
þeirra hræringa i þjóðlífinu um
síðustu aldamót, þegar ferskur
andblær nýrra félagsmálahreyf-
inga fer eldi bjartsýni og framfara-
hugar um landið. Aldamótakyn-
slóðin var að brjótast frant og hún
var að hrista af þjóðinni klafa
áþjánar og fátæktar. Í þessunt
jarðvegi standa rætur hins nýja
hrepps, Keflavíkurhrepps, og
Sparisjóðsins. Frá öndverðu og
fram á þennan dag hefur saga
sveitaríélagsins okkar og saga
Sparisjóðsins verið santofin sterk-
um og traustum böndum, og
söniu menn hafa markað hvað
dýpstu sporin í þróunarsögu
beggja.
Eg nefni sem dæmi, að meðal
þeirra, sem voru kjörnir í fyrstu
hreppsnefndina í Keflavík, voru
þeir merku menn Þorgrímur
Þórðarson, héraðslæknir, en hann
var einn aðalhvatamaður að stofn-
un Sparisjóðsins og forstöðumað-
ur hans fyrstu 26 árin, og Þor-
steinn Þorsteinsson, kaupmaður
og oddviti hreppsnefndarinnar
um langt árabil, en hann sat í
stjórn Sparisjóðsins í 18 ár. Guð-
mundur Guðmundsson, fyrrum
skólastjóri hér, sat í hreppsnefnd-
inni frá 1929, að einu kjörtímabili
frátöldu, og var oddviti hennar i 9
ár. Auk þess sat hann svo tvö kjör-
tímabil i bæjarstjórn og var í for-
sæti hennar urn skeið, en hann var
sparísjóðsstjóri óslitið frá 1944 til
1969. Þeir Þorgríntur St. Eyjólfs-
son, forstjóri, Alfreð Gíslason.
bæjaríógeti, og Marteinn J. Árna-
son, bóksali, hafa allir átt sæti í
stjórn sparisjóðsins, Þorgríntur
sent formaður í 33 ár, en þeir hafa
allir átt sæti í bæjarstjórn unt
lengri eða skemmri tíma, og
Alfreð gegnt starfi oddvita, bæjar-
. . . „Frá öndverðu og fram á þennan dag
hefur saga sveitarfélagsinsokkar og Spari-
sjóðsins verið samofin sterkum og traust-
um böndum . . . “
samtvinnuð
starfssaga
bakkaskóli, - hafin bygging 1948.
Fyrsti togarinn 1948.
I tíð kaupstaðarins 1949 til
þessa dags. Áframhaldandi upp-
bygging í menntamálum; Lokið
við barnaskólann og síðan hefur
verið verulega byggt við hann
tvisvar sinnum. Gagnfræðaskól-
inn, iðnskólahúsið, semsíðarvarð
stofninn í Fjölbrautaskólahúsinu
nieð stækkun og nú nýgerðri við-
byggingu. íþróttamannvirki:
Malarvöllur, grasvöllur, æfinga-
grasvöllur. Fullkomið íþróttahús
með nýrri viðbyggingu. Aðstaða
fyrir hestaíþróttir á Mánagrund.
Golfvöllur í Leiru. Gatnakerfi
bæjarins nánast allt lagt bundnu
slitlagi á síðustu 35 árum. Hita-
veita í öll hús. Sjúkrahúsið full-
gert og starfsemi hafin, síðar við-
bygging og heilsugæslustöð reist.
Elliheimili og íbúðir fyrir aldraða.
Dagvistunarstofnanir, dagheimili
og leikvellir. Umhveríi og fegrun
bæjarins.
Hér mætti lengi halda áfram, en
eg læt staðar numið. Við erum
stolt af bænum okkar, sem hefur
vaxið úr litlu þorpi, þó áreiðan-
lega vinalegu, þar sem bjuggu 380
wanns þegar hreppurinn var
stofnaður,! það að vera nú fimmti
stærsti kaupstaður landsins með
yfir 7300 íbúa.
Allt fram til ársins 1930 eru
Suðurnesjantenn aðeins 2,5%
heildaríbúafjölda landsins en síð-
an hafa þau umskipti orðið að nú
erum við 6% þjóðarinnar.
Á vetrarvertíðinni 1948 voru25
bátar gerðir út frá Keflavikur-
hreppi, en 54 af Suðurnesjum, og
öfluðu þeir 12. hluta allra útflutn-
ingsverðmæta þjóðarinnar, eða
8,4%. Árið 1987 var aflaverðmæti
Suðurnesjabáta 10,5% af heildar-
útflutningsverðmætum þjóðar-
innar.
Eg get þó ekki lokið þessu stikli
án þess að geta þess kafla ! sögu
sveitarstjórnarmála hér á Suður-
nesjum, sent ég tel tvlmælalaust
hvað merkastan, en það er hið
margháttaða og unt margt ein-
staka samstarf, sent sveitarfélögin
hér hafa borið gæfu til að ná sam-
stöðu um, á fjölmörgum sviðum.
Hafa þau þannig í santstarfi lyft
mörgu Grettistakinu, íbúum
svæðisins til ómælds hagræðis.
Hér nefni ég aðeins Hitaveituna,
Fjölbrautaskólann, sem flutti
nám ungmenna og menntunina
heim, og öldrunarmái.
Bæjarstjórn Keflavíkur hefur
átt ekki hvað sístan þátt ! þessu
mikilvæga samstarfi, en það hefur
verið að þróast og aukast nánast
allan þann tíma, sem Keflavík hef-
ur haft bæjarréttindi, þv! fyrsti
vísirinn var við byggingu sjúkra-
hússins.
En hvað urn framti'ðina? Engu
skal ég spá, en svæðið býr yfir
ótæmandi möguleikum. Orku-
ríkt svæði - við bestu ntögulegar
santgöngur, á landi I útjaðri þétt-
býlisins á höfuðborgarsvæðinu - á
sjó við einhver gjöfulustu fiskimið
hér við land - og I lofti við alþjóð-
lega flugvöllinn, loftbrúna milli
tveggja eða þriggja heima. En eins
og ávallt, þá blður framtíðin si'ns
ti'ma og sinna manna.
Eins og ég hefi áður sagt, hafa
sterk bönd og sömu rætur tengt
sveitarfélagið okkar og þá stofn-
un, sem ég mæli hér fyrir hönd,
Sparisjóðinn I Keflavík. En þess
utan hefur sveitarsjóður, fyrst
hrepps- og si'ðan bæjarsjóður, ver-
ið frá öndverðu I viðskiptunt við
Sparisjóðinn, hinum ágætustu
viðskiptum, þar sem gagnkvæmt
traust hefur ávallt setið ! fyrir-
rúmi.
Fyrir öll þessi margslungnu
samskipti og ánægjuleg viðskipti
allt frá fyrstu ti'ð þakkar stjórn
Sparisjóðsins nú á þessum hátíðis-
degi, og sem vott þess þakklætis
færir hún hér bænum að gjöf mál-
verk eftir Eirlk Smith, málverk
sem listamaðurinn málaði fyrirall
löngu eða árið 1966, og við vonum
að eigi eftir að prýða Listasafn
Keflavíkur. En þv! varð málverk
eftir þennan ágæta listantann fyrir
valinu, að hann hefur um mörg ár
komið mjög við sögu menningar
og lista hér! bænum, en hann hef-
ur verið ! fararbroddi þeirra sem
leiðbeint hafa keflvísku listafólki I
störfum þeirra I Baðstofunni.
Hópur þeirra sýnir einmitt nú
verk si'n i húsakynnum Fjöl-
brautaskólans sem þátt ! þessari
afmælishátíð.
Og um leið og ég i'treka bestu
árnaðaróskir til stjórnenda bæjar-
ins nú og síðar, til íbúa bæjarins og
til bæjarfélagsins, og bið þann sem
öllu ræðuraðblessasamfélagokk-
ar ! núti'ð og framtíð - og um leið
og ég færi Keflvíkingum nn'nar
persónulegu heillaóskir og þakkir
fyrir ánægjuleg samskipti öll þau
ár, sem ég tók þátt I stjórn mál-
efna bæjarins, þá bið ég nú forseta
bæjarstjórnar að koma hingað og
veita þessari gjöf frá Sparisjóðn-
um móttöku.
VISSIR ÞÚ...
... að á haustmánuðum 1958,
nánar tiltekið 5. september, var
formlega stofnað Kaupmanna-
félag Keflavíkur og nágrennis
og voru stofnfélagar 21. Stjórn
félagsins skipuðu Jóhann Pét-
ursson, formaður, Ingimundur
Jónsson, Sölvi Ólafsson, Kristín
Guðmundsdóttir og Þórunn
Ólafsdóttir. í ráði var hjá félag-
inu að halda námskeið fyrir
verslunarfólk í Keflavík.
VISSIR ÞÚ...
... að hundahald var bannað í
Keflavík árið 1958 samkvœmt
70. gr. lögreglusamþykktar
Keflavíkur, nema með sérstöku
leyfi lögreglustjórans í Kefla-
vík.
VISSIR ÞÚ...
... aðsumarið 19571étKeflavík-
urbœr girða af bæjarlandið
fyrir ágangi búfjár, sem til þess
tíma hafði fengið að leika laus-
um hala í húsgörðum almenn-
ings og eyðilagt trjá- og blóma-
reiti.
. . . „Við erum stolt af bænum okkar, sem
hefur vaxið úr litlu þorpi, þó áreiðanlega
vinalegu, þar sem bjuggu 380 manns, í það
að vera nú fimmti stærsti kaupstaður lands-
ins með 7.300 íbúa . . . “