Víkurfréttir - 26.05.1989, Qupperneq 49
mun
jíittU
Topuðum með tveggja
stafa tölu fyrir Ungó
Sigurður lék síðan með KFK í þrjú
ár. Hann hafði þá þegar komist í
stjórn félagsins, en formaður varð
hann fyrst á 10 ára afmæli félagsins.
„Það voru erfiðir tímar,“ og nú styn-
ur Siggi. „Þá þótti það sigur að tapa
með minna en tveggja stafa tölu fyrir
Ungó í yngri flokkunum, en lengi vel
höfðum við haft vinninginn í meist-
araflokki, þar sem við stóðum á
gömlum merg. Við rönkuðum ekki
við okkur fyrr en þeir eldri fóru að
hellast úr lestinni. Við gátum ekki
yngt upp liðið, á sama tíma og Ungó
tefldi fram kornungum piltum. Við
höfðum sofið á verðinum. Astæðuna
má kannski rekja til þess að á árunum
frá 1953 og allt fram undir 1960 var
geysilega mikil atvinna. Allir meira
og minna í vaktavinnu, ásamt því að
aðstaðan hjá okkur í KFK að vera
með yngri flokkana var mjög bágbor-
in. Einn góðan veðurdag uppgötvuð-
um við að allir strákarnir voru komn-
ir í Ungó. A sama tíma fór KFK-ing-
um fækkandi í meistaraflokki IBK-
liðsins. I fyrsta liðinu, 1957, höfðu
verið 9 KFK-ingar. Talan var að snú-
ast við. Eitthvað varð því til bragðs
að taka.“
Með strákana á
svínabús-lóðina
Árið 1960 hófst svo uppbyggingar-
starfið og smám sman tók að birta
yfir á ný hjá KFK og með árunum
fjölgaði aftur KFK-ingum í meistara-
flokki IBK, eftir botnskeiðið. „Ég
átti þá heima vestur á Greniteig,"
sagði Siggi. „A hverju kvöldi fórég út
á túnið hjá svínabúinu og þar var ég
með ungu strákunum allt fram undir
miðnætti. Þarna myndaðist sterkur
kjarni þriðja og fjórða flokks, en þó
varla nógu margir. Því var það að ég
hringdi í Valdór Bóasson í Njarðvík
og bað hann að útvega okkur tvo
stráka í fjórða flokkinn í fyrirhugaða
Selfossferð. Tveir voru á lausum kili,
þeir Jón Salensky og Einar Gunnars-
son, en hann varð fljótt okkar sterk-
asti leikmaður. Komst fljótlega í að-
allið IBK og seinna í landsliðið. Utan
um þennan kjarna var byrjað að hlaða
með batnandi árangri, enda gátum
við æft innanhúss yfir veturinn. Arin
1972-3 var svo komið nokkurt jafn-
ræði á með KFK og Ungó, í yngri
flokkunum og Keflavíkurmótinu
urðu hörkukeppnir að nýju.“
Risaferðin norður í land
markaði tímamót í KFK
„Mig langar ekki að lifa aftur upp
lægðartímabilið hjá KFK. Sigur hef-
ur ávallt verið ríkt hugtak hjá Kefl-
víkingum. Á þessum árum var erfitt
að taka tapi fyrir Ungó, enda voru
krakkarnir óspart hæddir eftir tap-
leikina og sjálfur gat maður varla far-
ið í gönguferð með eiginkonunni fyr-
ir háðsglósum, að mestu Ieyti frá
yngri andstæðingunum. En það var
númer eitt að mæta á boðaða æfingu
og útvega kappleiki. Síðan fórum við
risaferð norður í land með 60 stykki, í
handknattleik og knattspyrnu, bæði
pilta og stúlkur. Keppt var á Akur-
eyri og Húsavík. Arangurinn í og af
ferðinni var mjög góður. Hún mark-
aði að mínum dómi tímamót í sögu
félagsins. Kostnaðurinn greiddur af
krökkunum sjálfum, ferðir og uppi-
hald. Allir klæddust nýjum búning-
um, fengu sér íþróttatöskur og æf-
ingagalla, sem skóp einnig góðan fél-
agsanda undir merki KFK og hefur
haldist síðan.“
Með bjartsýnina og 100
þús. keyptum við hús
Mjög mikilsvert er fyrir hvert félag
að hafa einhvern samastað, húsnæði
þar sem stjórnin hefur aðsetur og
auðvitað helst sitt eigið íþróttahús
eða aðgang að slíkum húsakynnum.
„Húsnæðisskorturinn hefur lengi
verið eitt mesta vandamál KFK. I
þeim efnum lá mikill aðstöðumunur á
milli KFK og Ungó. Þegar ég hóf að
reyna að lyfta KFK upp úr öldudaln-
um, þá óttaðist ég mest að Ungó færi
að beita sér gegn okkur. Ef þeirhefðu
gert það þá er ég hræddur um að við
hefðum ekkert ráðið við þá. Aðstaða
þeirra var svo miklu sterkari þar sem
húsnæði þeirra var. Maður gerði sér
fyllilega grein fyrir því að húsnæðis-
laust félag hlaut að lúta í lægra haldi
fyrir því sem átti þak yfir starfsemina.
Okkur tókst svo með herkjum að
eignast okkar húsnæði, einskonarfél-
agsheimili. Við erum komnir yfir erf-
iðasta hjallann en við lögðum alla þá
peninga sem við gátum komist yfir, í
húsið. Þetta þótti óðs manns æði,
með bjartsýnina og lOOþúsund krón-
ur í peningum í vegarnesti til að kló-
festa 1550 þúsund króna íbúð, árið
1972. Fyrir einstakling var þetta
hægt, með aðgang a5 lögboðnum
lánum, og margur hefur lagt af stað
með minna. Öðru máli gegnir um
félög. Við rukum í kaupin með ákefð,
en höfðum verið svo heppnir að eiga
menn til að vinna að þessu þarfa máli,
eins og þá Garðar Oddgeirsson og
Arsæl Jónsson og reyndar fleiri sem
komu í stjórn seinna.“
Saga félagsins
tengd húsinu
Hundrað þúsundanna var aflað
með sölu getraunaseðla, tjáir Sigurð-
ur okkur, en við það hafa KFK-ingar
jafnan verið mjög ötulir. Verðbólgan
hjálpaði svo KFK eins og mörgum
öðrum á næstu árum. Ibúðin sem
keypt var að Hringbraut 106 hefur
verið félaginu mikil lyftistöng, en
hún er þannig nátengd fyrstu árum
félagsins. Vert er því að birta hér
kafla úr heimildum félagsins, þar sem
hússins er getið: „Arið 1972 réðst
KFK í það stórvirki að kaupa efri hæð
hússins að Hringbraut 106 í Keflavík.
Saga félagsins er svo ógleymanlega
tengd þessu húsi. I því bjuggu þar I all
langan tíma tvær stoðir félagsins, þeir
bræðurnir Sigurður og Gunnar Al-
bertssynir. Þar voru fundir haldnir og
þar var stefnan oft mörkuð og þar var
félagsins heimili um margra ára skeið.
Þess vegna hlutum við að beita okkur
af alefli við þetta viðfangsefni. Fé-
vana hófum við átökin. Okkur hefur
tekist það sem aðeins þeir bjartsýn-
ustu óraði fyrir. Þar mun í framtíð-
inni verða heimili félags okkar.“
Settu net yfir
barinn og speglana
Þótt félagið beri nafnið Knatt-
spyrnufélag Keflavíkur, þá hefur það
ekki einskorðað sig við þá íþrótt.
Handknattleikur, sund og meira að
segja frjálsar íþróttir komust fljót-
lega á dagskrá hjá félaginu og hafa
meira og minna verið það í gegnum
árin, að frjálsum íþróttum undan-
skildum, sem alveg lögðust niður.
Áhugi fyrir þeim er nú vaknaður að
nýju. Þá gekkst KFK fyrir fyrstu hjól-
reiðakeppninni á Suðurnesjum. „Ég
held að við KFK-ingar höfum tekið
fyrst þátt í útihandknattleiksmóti,
sem haldið var á lóðinni við Barna-
skólann í Keflavík,“ segir Siggi, „og
spiluðum úrslitaleikinn við Ungó.
Mikill hörkuleikur, þar sem Ungó
sigraði með tveggja marka mun. Ég
nagaði mig í handarbökin eftir þann
leik vegna þess að mér tókst ekki að
skora úr tveimur vítaköstum hjá
snjöllum markverði Ungó, Kristjáni
Sigurðssyni. Vegna aðstöðuleysis var
illmögulegt að æfa handknattleikinn
yfir vetrartímann. Þó tókst okkur,
með því að slá saman við Njarðvík-
inga, að fá inni í gamla „Krossinum“
og taka upp skipulegar æfingar. Þátt-
takan var gífurleg en aðstæður senni-
lega þær frumstæðustu sem um get-
ur. Við urðum að byrja á því að setja
net yfir barborðið og speglana. Síðan
var mörkum tyllt á gólfið og línur og
teigar krítaðir. Þessum æfingum
stjórnaði ég um nokkurt skeið,- man
ekki almennilega hvað lengi.“
58 stúlkur á 1. æfinguna
Þrátt fyrir æfingarnar var ekkert
keppt sem heitið gat, en þó var eitt
sinn farið með lið inn í Hálogaland og
keppt við 1. flokk Vals,-forleikur að
einhverjum stórleik á þeirra tíma
mælikvarða, sem tapaðist. „Vegur
handknattleiksins óx svo fljótlega
þegar leikfimissalur Gagnfræðaskól-
ans var tekinn í notkun, en þá var ég
ans var tekinn í notkun, en þar var ég
húsvörður, svo að hæg voru heima-
tökin. Ég þjálfaði 1. og 3. flokk
kvenna en Höskuldur Goði karla-
flokkapa. Keppt var undir merki
IBK. Áhuginn fyrir handknattleikn-
... „Reyniði nú að raka þetta eins og menn“, gæti Sigurður Steindórsson
verið að segja.
KEFLAVÍK 40 ÁRA
um var í fyrstunni mjög mikill. Þegar
auglýst var fyrsta æfingin þá mættu
58 stúlkur. Salurinn gerði ekki meira
en að rúma þann fjölda. Við létum
þær raða sér upp við vegginn og náði
röðin töluvert á annan hring. A þess-
um tíma var brugðið upp hraðmót-
um með þátttöku aðkomuliða, eins
og FH og Reynis í Sandgerði.Salur-
og FH og Reynis í Sandgerði. Salur-
inn var svo sannarlega fullnýttur.
Stundum hófust æfingar fyrir klukk-
an 7 að morgni, fram að leikfimitíma
og allt frá því að henni lauk og til mið-
nættis. Hugmyndin var að senda
flokka í Íslandsmótið frá félögunum,
en það var fjárhagslega ofviða, því alla
leiki varð að spila á útivöllum.
Heimaleikir komu ekki til greina
vegna aðstöðuleysis."
Mistök að draga
íþróttahússbygginguna
Siggi er þeirrar skoðunar að
íþróttahúsleysið hafi verið dökki
bletturinn á keflvískum íþróttum,
innanhússíþróttum. Mistök hafi ver-
ið að fara ekki út í byggingu íþrótta-
húss á þeim tíma sem steinstólpa-
bygging, sem fullnægði öllum skil-
yrðum, kostaði ekki nema eina og
hálfa milljón króna. „Ég lagði fram á
sínum tíma á þingi IBK skriflegt til-
boð frá Steinstólpa h.f. um hús með
20X40 metra sal, ásamt búningsher-
bergjum og áhorfendasvæði. Undir-
tekir voru dræmar, kannski eins og
vænta mátti hjá ríkinu, en mér fannst
bæjarstjórninni líka það allt of vel,
þeir gátu þá sloppið á meðan að yfir-
stjórn íþróttahússmála í ráðuneyti
sinnti því ekki. Sá dráttur, sem varð á
byggingunni, er búinn að vera nokk-
uð dýr, bæði fjárhagslega og íþrótta-
Iega séð.“
Stórkostlegasta
mótið á Ólafsfirði
Þegar Siggi kom til Keflavíkur var
mikil gróska í sundíþróttinni og
margir efnilegir sundmenn, sem
gengu í raðir KFK. „Þarna kom fyrst
og fremst til þekking Guðmundar
Ingólfssonar, sem þá var sundlaugar-
stjóri, aðfluttur úr Reykjavík, met-
hafi í sundi og landsliðsmaður fyrr-
verandi og Olympíufari. Hann hafði
óbilandi trú á sundfólkinu og fljót-
lega eignaðist Keflavík afreksmenn á
landsmælikvarða, en undir það ýtti
hin gífurlega keppni á milli Keflavík-
urfélaganna. Meðan Guðmundar
naut við í sundhöllinni stóðíþróttiní
miklum blóma. Mörg mót voru
haldin með þátttöku sterkustu sund-
manna landsins og stundum erlendra
gesta á heimsmælikvarða. „Hæst bar
sundið þegar við kepptum í Lands-
mótinu á Ölafsfirði gegn sameinuðu
liði Reykjavíkur, með alla sína met-
hafa og Ólympíustjörnur. Þegar ein
grein var eftir var stigatalan jöfn,
þegar fjórsund kvenna var eftir.
Sveitirnar urðu hmfjafnar en þá var
reynt aftur og Reykjavlkursveitin var
sjónarmun á undan. Guðmundur hef-
ur lýst þessu móti sem því stórkost-
legasta sem hann hafi verið á,“ segir
Siggi, „en svo átti það fyrir þessari
hollu og skemmtilegu Iþrótt að liggja
að falla niður fyrir meðalmennskuna.
Upprisa held ég að varla verði þar á
meðan að IBK ræður þar ríkjum,
heldur lognmolla.“
Störf í þágu KFK og reyndar ann-
arra félaga hefur Siggi annast án þess
að taka svo mikið sem túskilding
fyrir. „Þetta hefur verið mér viss
skemmtun, sem margir hafa launað
vel með því að ná góðum árangri á
íþróttasviðinu. Þegar á allt er litið, þá
eru það langbestu launin."