Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.09.1989, Qupperneq 13

Víkurfréttir - 07.09.1989, Qupperneq 13
Fréttir Aðsóknarmet í Lðninu Nýtt met í aðsókn að Bláa lóninu var slegið um þarsíð- ustu helgi er hátt í 1200 manns keyptu sig inn á svæðið. Að sögn Guðmund- ar Guðbjörnssonar er erfitt að finna nákvæmlega út hve margir komu sökum þess að krakkar borga ýmist hálft gjald eða ekkert. Sagði Guðmundur að eitt væri þó víst, að aldrei áður í sögu baðhússins hefði annar eins íjöldi komið þangað á einum degi. Undir það getur blaðamaður tekið því bíla- iestin náði niður undir hótel- ið, þ.e. lest bíla sem lagt var við iónið. Sama var hvert augum var beint á sjálfu svæðinu, alls staðar var urm- ull af fólki. Sést það best á meðfylgjandi mynd Páls Ketilssonar. Vinnueítirlitið: Alhliöa könnun meðal starfsmanna í Leifsstöð Á vegum Vinnueftirlits ríkisins hefur verið skipaður fjögurra manna starfshópur til að gera úttekt á Flugstöð Leifs EiríkssonaráKeflavík- urflugvelli. Hefur öllum starfsmönnum er vinna í húsinu verið sendur spurn- ingalisti um ýmsa þætti. Að sögn Gests Friðjóns- ’sonar hjá Vinnueftirlitinu á Suðurnesjum er hér um al- hliða könnun á vinnustaðn- um að ræða en nicjurstöður eru ekki væntanlegar nærri strax. Ástæðan fyrir því að ráðist var í þessa úttekt er sú að mikið hefur verið um kvartanir vegna aðbúnaðar I Leifsstöð, en húsið hefur aldrei verið tekið út sem slíkt og því ekki komið í Ijós hvort umræddar kvartapir hafi við rök að styðjast. Nú verður skorið úr því í framhaldi af könnun þess- ari. I Fjarlægt á kostnað eiganda A mánudagsmorgun var hafist handa við að fjarlægja slysa- og brunagildruna neð- an við Nýja bíó í Keflavík. Voru notaðar til þess stór- virkar vinnuvélar og ætti ,,húsið“ nú að vera horfið af sjónarsviðinu. Umrætt hús hefur verið mikill þyrnir í augum ýmissa yfirvalda að undanförnu sökum ástands þess og hafði eigandi fengið fjölmargar ítrekanir um að láta fjarlægja húsið en þvi var ekki sinnt. Það var þvi nú eftir helgina sem hafist var handa við að fjarlægja húsið á kostnað eig- anda. Stórvirk grafa brýtur slysa- og brunagildruna bak við Nýja bíó niður á mánudagsmorgun. Ljósm.: hbb Vikurfréttir 5. sept. 1989 13 1200 manns í Bláa lóninu þarsíðasta laugardag. Ljósm.: pket. ER BUIÐ AÐ OPNA! BREKKUSTÍG 39 - SÍMI 14828 OPNUNARTÍMI: Leiðbeinandi í þrektækjasal er Ingvar Mánudaga-föstudaga kl. 16-22 Guðmundsson. Erobikkleiðbeinendur Laugardaga kl. 10-16. eru Berta Guðjónsdóttir og Hulda Sunnudaga LOKAÐ. Lárusdóttir.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.