Morgunblaðið - 08.12.2015, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 08.12.2015, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2015 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fá skip voru á sjó við landið í gær- kvöldi og höfðu ekki verið færri frá því á aðfangadag í fyrra, að sögn starfsmanns Vaktstöðvar siglinga í gærkvöldi. Skipin voru flest ýmist komin til hafnar, í var eða voru á leið til hafn- ar eða í var. Eitt línuskip sigldi nærri landi vestur með suðurströnd- inni á leið til Grindavíkur. Þrjú flutn- ingaskip voru suður af landinu, eitt á leið til landsins og tvö á leið héðan til hafna í Evrópu. Þau héldu öll ágætis ferð á siglingunni þrátt fyrir að vera í óveðrinu. Sjórinn virtist ekki vera búinn að rífa sig upp á þeim slóðum þrátt fyrir storminn. Einnig höfðu nokkur flutningaskip leitað vars inni á Faxaflóa og lagst þar við akkeri og eins á fjörðum fyrir austan. Flestir togararnir voru komnir í var eða búnir að fikra sig nær landi svo stutt væri að kippa í var. Í gærmorgun var mökkur af skipum að veiðum á Grænlands- sundi, út af Vestfjörðum. Í gær- kvöldi voru þau öll farin þaðan. Mörg voru komin nær landi eða í var. Þrír togarar voru undir Grænu- hlíð í Ísafjarðardjúpi og fimm stór fiskiskip í vari inni á Dýrafirði. Þá voru nokkur skip skammt frá Pat- reksfirði. Austan við landið voru nokkur íslensk fiskiskip á miðunum austur af Gerpi. Einn færeyskur bátur var á miðunum út af Berufirði. Flotinn sigldi að mestu í land eða í var í gærkvöldi Morgunblaðið/Árni Sæberg Íslandsmið Flestir forðuðu sér til hafnar eða í var áður en veðrið brast á.  Ekki hafa færri verið á sjó síðan á aðfangadag Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Flestum verslunum og opinberum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og raunar víðar var lokað strax síðdegis í gær vegna veðurofsans sem þá var í aðsigi. Svo virðist sem margir hafi ákveðið að birgja sig upp af mat- vælum fyrir kvöldið í ljósi þess að fólki er ráðlagt að vera ekki á ferli og spáin ekki góð. Öllum verslunum Bónuss var lokað klukkan 16:30 og Krónubúðunum hálftíma síðar. Klukkubúðir og bensínstöðvar voru þó opnar og margir lögðu leið sína þangað. Verslun í gær var eins og á hefð- bundnum föstudegi, sagði Róbert Þór Jónasson, vaktstjóri Krónunnar í Lindum, í samtali við mbl.is um miðjan dag í gær. Ekki kom til þess að hillur tæmdust, þar sem starfs- menn í búðinni fylltu reglulega á. Í mörgum fleiri verslunum var mikill asi og innkaup viðskiptavina voru rífleg. Sumum þótti nóg um. Sjö ára hungursneyð „Fór inn í matvöruverslun í dag og hélt að sjö ára hungursneyð væri að byrja. Slíkur var atgangurinn og hamstrið. Troðfullar kerrur og hillur jafnvel tómar. Sjálfum leið mér eins og hálfgerðum aumingja með smá fisk og grænmeti í minni kerru. Veð- urspáin er vissulega slæm en er ekki rétt að róa sig aðeins?“ sagði Karl Garðarsson alþingismaður á vegg sínum á Facebook. Margir fleiri sem lögðu orð í belg á félagsmiðlum töl- uðu á svipuðum nótum. Á höfuðborgarsvæðinu var öllu íþrótta- og tómstundastarfi kvölds- ins aflýst og ferðir Strætó voru stöðvaðar kl. 18. Þá féll síðdegisvakt á heilsugæslustöðvum niður, sund- laugar og söfn voru lokuð og svo mætti áfram telja. Skólastarf í skoðun Starf í skólum á höfuðborg- arsvæðinu var í gær samkvæmt áætlun, en foreldrum var gert að sækja börnin í skólana þegar starfi þeirra lauk klukkan 16. Í dag verða skólar opnaðir í morgunsárið en börn og foreldar gætu þó átt erfitt með að komast þangað, ef veðrið verður ekki gengið niður. Því er fólk beðið um að fylgjast með tilkynn- ingum á vefmiðlum og í útvarpi, bæði hvað varðar skólastarf og aðra þætti hins daglega lífs sem hafa raskast í veðurofsanum sem nú gengur yfir landið. Fullar kerrur og hillur tómar  Verslunum lokað og fáir voru á ferli Morgunblaðið/Eggert Verslun Flestir staðir voru lokaðir í gærkvöldi, en klukkubúðirnar opnar. Undir kvöld í dag má gera ráð fyrir að víða um land verði komið þokka- legasta veður. Lægðin sem skapað hefur ofsaveðrið sem gekk yfir land- ið í gær og nótt verður klukkan 15 í dag komin út fyrir Breiðafjörð, inn á Grænlandssund og farin að grynnast og fjarlægjast landið. „Á vestanverðu landinu gæti orðið allhvasst síðdegis og fram undir kvöld. Svo dettur þetta niður þegar líður á. Austurland ætlar að sleppa mjög vel frá þessu veðri,“ segir Theódór Freyr Hervarsson, veður- fræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Morgunblaðið. Theódór gerir ráð fyrir að fram eftir degi í dag verði nokkuð hvasst á Vestfjörðum og Norðurlandi, en svo fari að lygna. Allt skapist þetta af lægðinni sem gengur yfir landið, sem dýpst hefur orðið 947 millibör. Það sem annars hefur skapað óveðrið er samspil lægðarinnar og hæðarhyggs fyrir norðan landið. Hryggurinn hef- ur verið fyrirstaða lægðarinnar og af því hefur skapast sú vindröst sem blásið hefur um landið síðasta sólar- hringinn eða svo. Veðurstofan gaf í gær út viðvörun vegna snjóflóðahættu á þremur stöð- um á landinu, það er á norðanverð- um Vestfjörðum, utanverðum Tröllaskaga og Austfjörðum. Þar segir að í norðaustanáttinni í nótt hafi fylgt snjókoma með snjósöfnun í fjallshlíðum sem snúa undan veðr- inu. Það skapi hættu og eins að nú þegar lægðin gengur yfir landið er sunnanátt með stormi, rigningu og slyddu að bresta á. sbs@mbl.is Skjáskot/earth.nullschool.net Veður Svona leit lægðin út í gærkvöldi, en þá var hún í miklum styrk yfir landinu og áhrifanna gætti víðast hvar. Lægðin grynnist og fjarlægist landið  Hvasst verður á vestanverðu landinu alveg fram á kvöld Morgunblaðið/Júlíus Yfirstjón Samhæfingarstöð Almannavarna var virkjuð í gærdag. Allt flug til og frá landinu féll niður eftir klukkan 16 í gær. Flutninga- vélar sem fara áttu í loftið undir kvöldið héldu kyrru fyrir og flug- vélar Icelandair sem áttu að koma frá London og Kaupmannahöfn eru ekki væntanlegar fyrr en í dag. Farþegum sem komnir voru á Keflavíkurflugvöll í gærkvöldi var tryggð gisting á hótelum og þeim fáu sem höfðust við í Leifsstöð átti að tryggja bærilegan aðbúnað. Raunar var lítið hægt að fara því um kvöldmatarleytið var Reykja- nesbraut lokað enda ekki neitt ferðaverður þar, frekar en annars staðar á landinu. Ekki lá ljóst fyrir í gærkvöldi hvort flug Icelandair nú að morgni dags héldi áætlun, það er komur Ameríkuvélanna og brottfarir til Evrópu. Flugfélag Íslands aflýsti öllu sínu flugi eftir miðjan morgun í gær, en áður höfðu verið farnar tvær ferðir til Akureyrar og ein á Egilsstaði. Svipaða sögu er að segja af Erni; farnar voru fáeinar ferðir í bítið en eftir það var sjálfhætt. Þó ekki væri flogið um Keflavík- urflugvöll í gærkvöldi var nokkur umferð á íslenska flugstjórn- arsvæðinu. Þannig mátti sjá á vefn- um flightradar24.com hvar meðal annars vélar frá Norwegian voru á leiðinni frá Norðurlöndunum til Bandaríkjanna í 40 þúsund fetum, og þá ofar öllum vindum. sbs@mbl.is Allt flug úr skorðum vegna óveðursins  Þotur yfir landinu í 40 þúsund fetum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þota Bæði innanlands- og milli- landaflug hefur raskast mikið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.