Morgunblaðið - 08.12.2015, Side 6

Morgunblaðið - 08.12.2015, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2015 Tækni í þína þágu hitataekni.is Bjóðum upp á fjölbreyttan búnað svo sem loftræsingar, hitakerfi, kælikerfi, rakakerfi sem og stjórnbúnað og stýringar. Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 - hitataekni@hitataekni.is Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Öllum heiðum og fjallvegum var lokað eftir hádegið í gær vegna veðurhamsins sem von var á. Að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, er þetta í fyrsta skipti sem öllum heiðum og fjallvegum er lokað á landinu á sama tíma. Fyrstu lokanir hófust strax á hádegi í gær en þá var vegum á Suðurlandi um Jökulsárlón, Mýrdalssand og Hvolsvöll lokað. Í heild náðu lokanir Vegagerðarinnar til 46 vega um allt land og þ.á m. var öllum vegum á um 600 km kafla, frá Hvolsvelli til Reyðarfjarðar, lokað. Samkvæmt áætlun átti síðast að loka veginum undir Hafnarfjalli klukkan 21 í gærkvöldi. „Við höfum ekki haft þennan háttinn á áður. Þetta er stór hluti vegakerfisins,“ segir G. Pétur. Hann segir að auk viðbragða við slæmri spá hafi Vegagerðin verið að prófa nýtt verklag sem miðar að því að grípa inn í atburðarásina áður en fólk lendir í sjálfheldu. „Við settum upp hlið á fjallvegum í samráði við lögreglu. Svo voru björgunarsveitir með viðbúnað á flest- um veganna,“ segir G. Pétur. Samkvæmt áætlunum í gær átti að opna flesta vegina strax í morgun. Holtavörðuheiði og Þröskuldar verða opnuð síðast eða um klukkan 15. Öllum heiðum og fjallveg- um lokað í fyrsta skipti  Vegagerðin prófar sig áfram með nýtt verklag Morgunblaðið/RAX Lokað Veginum yfir Hellisheiði var lokað í gær. Óveðrið í byrjun febrúar 1991 hef- ur verið borið saman við veðrið í gærkvöldi og í nótt. Mikið tjón varð þá í fárvirði um allt land, en þá blés af suðvestri. Athygli vekur að lítið var um varnaðarorð áður en veðrið gekk inn yfir landið og það var ekki fyrr en nokkrum klukkustundum áður en stórviðrið skall á að tölvuspár gáfu slíkt til kynna. „Tækninni hefur fleygt fram á síðasta aldarfjórðungi og menn missa ekki lengur af svona bombu- lægðum,“ segir Einar Sveinbjörns- son. „Þá voru tölvuspárnar ófull- komnari og gisnari en núna og misstu hreinlega af örri dýpkun lægða. Ég reiði mig mikið á spár Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar og óvissan nú orðið snýst helst um dýpt lægðanna og nákvæma stefnu fremur en hvort þær myndist yfir höfuð eins og ég man vel frá 1991.“ Gífurlegt eignatjón varð víða um land Vonda veðrið sunnudaginn 3. febrúar 1991 olli miklu tjóni og í frásögn á forsíðu Morgunblaðsins þriðjudaginn 5. febrúar segir að engin alvarleg slys hafi orðið á fólki. Hins vegar hafi orðið gífur- legt eignatjón á sunnan-, vestan- og norðanverðu landinu í ein- hverju mesta fárviðri sem gengið hafi yfir landið í manna minnum. Blaðamenn Morgunblaðsins og fjöldi fréttaritara um land allt fjölluðu um veðrið á tæplega 20 síðum í blaðinu og má lesa þar kraftmiklar fyrirsagnir: Mesti vindhraði sem mælst hefur á land- inu; Óveðrið jafnaðist á við fellbyl- inn Hugo; Hlöður fuku á haf út og þakjárn fór af flestum bæjum; Eins og spilastokkur á lofti; Flug- skýlið splundraðist og fjórar flug- vélar skemmdust; Gróður- skemmdir þær mestu sem orðið hafa í borginni; Æsilegt þakplötu- kapphlaup; Lyftur út af spori og allt á tjá og tundri; Rokstrókar dönsuðu af öllum áttum um Poll- inn … Tæpast til frásagnar Í blaðinu er sagt frá því að ný- reist einbýlishús á Leifsstöðum í Austur-Landeyjum hafi fokið. „Við horfðum á húsið hreinlega eins og springa í loft upp klukkan 15 mín- útur fyrir tólf á sunnudaginn,“ sagði Eygló Birgisdóttir, húsfreyja á Leifsstöðum, í samtali við frétta- ritara. Um viðlagasjóðshús var að ræða, svokallað gámahús. Það var nánast tilbúið og búið að flytja þangað megnið af búslóðinni. „Við þökkum bara guði fyrir að hafa ekki verið flutt í húsið, þá værum við líklegast ekki til frásagnar,“ sagði Eygló. aij@mbl.is Lítið varað við fárviðrinu fyrir aldarfjórðungi  Tækninni hefur fleygt fram og menn missa ekki af „svona bombulægðum“ Forsíða Í Morgunblaðinu 5. febrúar 1991 var fjallað var um óveðrið sunnudaginn áður á hátt í 20 síðum. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Fárviðri Eygló Birgisdóttir á Leifs- stöðum í Austur-Landeyjum við þvottavél sem nýbúið var að kaupa, en íbúðarhúsið sprakk í óveðrinu. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Mér finnst athyglisverðast við þetta veður hvað lægðin dýpkaði hratt og einnig hvað það ætlar að verða hvasst um norðanvert landið miðað við að það er austanátt,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veður- fræðingur í gær. Hann var þá önn- um kafinn við að spá í ofsaveðrið eða fárviðrið sem var um það bil að skella á landinu öllu. Reiknað var með að austan- veðrið gengi nið- ur er liði á nótt- ina, en Einar varaði við vatns- veðri á höfuð- borgarsvæðinu undir morgun og fram eftir degi. „Þegar lægðasn- úðurinn kemur upp að suðvestan- verðu landinu á þriðjudagsmorgni með suðaustan- og sunnanátt, sem eru almennt miklu opnari vindáttir á höfuðborgarsvæðinu, verður kominn fimm stiga hiti með tals- verðri rigningu. Það verður hvasst og í hlákunni leysir snjó og klaka þannig að mikið vatn verður á ferð- inni,“ segir Einar. Aðalvindröstin oft suður af landinu eða í Grænlandshafi Hann segir að stundum geri óveður eins og í gærkvöldi á hafinu sunnan við landið og oft sé að- alvindröstin á Grænlandssundi. Nú hitti óveðrið hins vegar nákvæm- lega á Ísland. En hvað veldur veðri eins og í gærkvöldi og í nótt? „Þegar hlýtt og kalt loft mætast fellur þrýstingur og þannig verða til lægðir. Þegar mikill hitamunur er á loftmössunum og ef skilyrði eru hagstæð í háloftunum til myndunar lægða, ef til dæmis er ákveðin sveigja í háloftavindinum, þá verða til mjög djúpar lægðir. Þannig jafnast hitamunurinn út sem er á milli heittempruðu svæð- anna í suðri og heimskautaloftsins með hvössum vindi. Þessi lægð verður mjög djúp eða 945 millibör upp úr miðnætti samkvæmt spám,“ sagði Einar í gær. Hann segir að þessu til viðbótar haldi hæð fyrir norðan land af krafti á móti lægðinni og við það verði til sérlega mikil vindröst af austri yfir landinu. „Við erum mjög vön því að sjá austanveður með suðurströndinni og á Suðaustur- landi, en núna horfum við upp á að þessi mikla austanvindröst er ekk- ert síður yfir Norðurlandi en Suð- urlandi.“ Sviptivindar í miklu roki Einar segir að víða á Norður- landi sé ágætis skjól í austanátt undir háum fjöllum. Núna átti hann hins vegar von á því að vind- urinn yrði svo hvass að það myndi slá niður bylgjum eða sviptivindum á stöðum sem alla jafna væru í skjóli. Hann nefndi meðal annars Siglufjörð, ákveðin svæði í Eyja- firði og Blönduhlíð í Skagafirði. Núna hitti óveðrið nákvæmlega á landið  Mjög djúpar lægðir myndast þegar mikill munur er á heit- um og köldum loftmassa og við tiltekin skilyrði í háloftunum Einar Sveinbjörnsson Morgunblaðið/Eva Björk Breytingar Með hláku og rigningu leysir snjó og klaka í borginni. Mynd/Veðurstofu Íslands - ECMWF Kort Á miðnætti í nótt átti staðan að vera svona: Lægð við Reykjanesi á norðurleið og ofsinn átti að vera í hámarki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.