Morgunblaðið - 08.12.2015, Page 8

Morgunblaðið - 08.12.2015, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2015 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum Laugavegur 59, 2. hæð • Sími 551 8258 • storkurinn.is Opið: Mán.-F ös. 11-18 Lau. 12 -16 Jólagjafir fyrir þá sem prjóna, hekla, sauma út... Á Íslandi er kvartað yfir „fjór-flokknum.“ Þreytt klisja það. Vandinn er sá að á Íslandi er nú bara einn flokkur, Stjórnmálaflokkurinn. Fátt er því um frumlegar hugmyndir á borð við þessa sem mbl.is sagði frá:    Stjórnvöld í Finnlandi hafa tekiðtil skoðunar tillögu um að öllum fullorðnum þegnum landsins verði greiddar 800 evrur á mánuði úr rík- issjóði skattlaust eða sem nemur um 113 þúsund krónum. Á móti verði all- ar félagslegar bætur lagðar af í land- inu.    Fram kemur á fréttavef breskadagblaðsins Daily Telegraph að tillagan hafi verið samin af finnsku tryggingastofnuninni og málið njóti meðal annars stuðnings forsætisráð- herrans Juhas Sipila.    Verði greiðslurnar að veruleikaskerðist þær ekki vegna ann- arra tekna. Hugmyndin með tillög- unni er að hún verði til þess að hvetja fólk til þess að vinna en at- vinnuleysi er um 10% í Finnlandi og enn hærra á meðal ungs fólks eða 22,7%.    Ennfremur segir í fréttinni aðsamkvæmt skoðanakönnunum styðji 69% Finna hugmyndina. Gagn- rýnendur tillögunnar segja að hún yrði til þess að draga úr hvatanum til að vinna. Stuðningsmenn vísa til fyrri tilrauna sem hafi gefið góða raun.    Haft er eftir Sipila að fyrir hon-um snúist málið um að einfalda almannatryggingakerfið. Þá segir að stjórnvöld í Sviss séu einnig að íhuga að koma á slíku fyrirkomu- lagi.“ Úr viðjum vanans STAKSTEINAR Veður víða um heim 7.12., kl. 18.00 Reykjavík 4 alskýjað Bolungarvík 2 alskýjað Akureyri 1 alskýjað Nuuk -8 snjóél Þórshöfn 6 súld Ósló 1 heiðskírt Kaupmannahöfn 3 heiðskírt Stokkhólmur 6 heiðskírt Helsinki 6 léttskýjað Lúxemborg 9 skýjað Brussel 11 heiðskírt Dublin 13 skúrir Glasgow 12 skúrir London 12 heiðskírt París 12 heiðskírt Amsterdam 11 heiðskírt Hamborg 8 þoka Berlín 11 skýjað Vín 2 þoka Moskva 6 skýjað Algarve 17 skýjað Madríd 11 heiðskírt Barcelona 15 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 12 heiðskírt Aþena 11 heiðskírt Winnipeg -2 léttskýjað Montreal 2 alskýjað New York 9 léttskýjað Chicago 2 þoka Orlando 17 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 8. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:03 15:37 ÍSAFJÖRÐUR 11:44 15:06 SIGLUFJÖRÐUR 11:28 14:48 DJÚPIVOGUR 10:41 14:58 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Dansparið og hjónin Hanna Rún Bazev Óladóttir og Nikita Bazev frá dansdeild HK lentu í fjórða sæti á al- þjóðlegu móti á heimsbikarmeist- aramóti Alþjóðadansíþrótta- sambandsins í latindönsum um síðustu helgi. Hanna Rún segir þetta besta árangur Íslendinga sem náðst hafi í flokki fullorðinna og nærvera sonarins, Vladimirs Óla, sem er tæp- lega eins og hálfs árs, hafi hvatt þau til dáða. Á mótinu kepptu 36 pör og voru þau Hanna Rún og Nikita fulltrúar Íslands þar sem þau eru bæði Ís- lands- og bikarmeistarar. Það var haldið í borginni Wetzlar í Þýska- landi, sem er um tveggja tíma akstur frá heimili hjónanna í bænum Bad Rappenau í Suður-Þýskalandi, en þar hafa þau verið búsett undan- farna þrjá mánuði. Að sögn Hönnu Rúnar var ein ástæða flutninganna sú að þaðan er auðveldara að komast á alþjóðleg mót, enda hafa þau keppt um hverja helgi síðan þau fluttu út og æfa undir handleiðslu þýsks þjálfara. „Þetta er mikil vinna,“ seg- ir Hanna Rún, sem segir þrotlausar æfingar þeirra hafa skilað sér og þau séu nú komin í 51. sæti á heimslist- anum í latindönsum. Nutu þess að dansa saman Samkeppnin á mótinu var hörð, segir Hanna Rún. „Þegar við mætt- um á mótið og fórum að kíkja á keppinautana, sem margir eru mjög góðir, settum við okkur það mark- mið að vera meðal sex efstu, að kom- ast í lokahópinn. Áður en við fórum út á gólf ákváðum við að hugsa um að njóta þess að dansa saman, að dansa fyrir áhorfendur. Vladimir Óli var á staðnum í fanginu á vinafólki okkar og það gaf okkur svo mikið að vita af honum.“ Hanna Rún segir þau Nikita ekki vera atvinnufólk í þeim skilningi að þau fái greitt fyrir að dansa. Án stuðnings frá fjölskyldum þeirra beggja hefðu þau aldrei getað náð þessum árangri, en markið er sett hærra og framundan eru mörg stór- mót. „Við stefnum á að komast á toppinn og að geta starfað við kennslu og sýningar.“ Dansarar Hanna Rún, Nikita og Vladimir Óli að lokinni keppni um helgina. Stefnum á toppinn  Hanna Rún og Nikita í 4. sæti á HM Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.