Morgunblaðið - 08.12.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2015
SMÁRALIND • 2 HÆÐ
SÍMI 571 3210
Dömukuldaskór
Verð 14.995
Stærðir 36-42
Gæða kuldaskór
-Mjúkt leður
-Loðfóður
-Stamur sóli (anti-slippery)
Mokkajakkar - Fatnaður
Leðurjakkar
Loðskinnskragar og loðskinnsvesti
Tryggvagötu 18 - 552 0160
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Túnika
Verð 5.900 Str. s-xxlFleiri litir
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Peysuúrval - Blúndublússur
Sparibolir - Loðskinnskragar
Kasmírtreflar - Hanskar
Gjafakort o.m.fl.
Gjafainnpökkun
Vandaðar jólagjafir konunnar
Vertu vinur á
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
„Við erum að stoppa í þetta gat
enda eina svæðið á milli Ægisgötu,
Suðurgötu og Rauðarárstígs sem
ekki er gjaldskylt,“ segir Kolbrún
Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri
Bílastæðasjóðs Reykjavíkur, um
svæðið neðan við Hverfisgötu, þ.e.
Lindargötu og Skúlagötu, sem nú
verður gert gjaldskylt fyrir bíla.
Íbúar svæðisins hafa verið upp-
lýstir um yfirvofandi breytingar en
nýja svæðið mun skiptast í gjald-
svæði 2, þar sem klukkutíminn kost-
ar 125 kr., og gjaldsvæði 3, þar sem
85 kr. eru greiddar fyrir fyrsta og
annan klukkutímann en 20 kr. fyrir
klukkutímann eftir það.
Óvissu á svæðinu lokið
„Ástæðan er að uppbyggingin á
svæðinu er mjög langt komin og bú-
ið að skilgreina hvar verða ný hús,
hvar ný bílastæði koma og hversu
mörg þau verða,“ segir Kolbrún.
Íbúar nýju háhýsanna neðan við
Hverfisgötuna verða síst varir við
þessa breytingu því með hverri íbúð
fylgdu 1-2 stæði í bílakjallara.
Hins vegar munu þeir íbúar sem
eru með lögheimili við götu þar sem
bílastæði eru gjaldskyld og eru ekki
með bílastæði á lóð sinni eiga þess
kost að sækja um bílastæðakort
íbúa. Þau veita heimild til að leggja
einni bifreið án endurgjalds í gjald-
skyld bílastæði innan tiltekins
svæðis, eins og fram kemur í
reglum Bílastæðasjóðs.
„Ég á ekki von á því að umsóknir
um íbúakortin aukist sérstaklega,“
segir hún en flestir þeirra íbúa sem
þau þurfa séu þegar komnir með
þau og hafi hingað til mikið lagt á
öðrum gjaldskyldum svæðum innan
hverfisins vegna ágangs gesta í
ókeypis stæðin.
Fleiri staðir seldir undir gjald
Þá hefur Bílastæðasjóður einnig
látið íbúa við Brautarholt og Brá-
vallagötu og nágrenni vita um yf-
irvofandi gjaldskyldu í þeirra
hverfi. Munu nýju svæðin verða á
gjaldsvæði 2. „Þetta kemur í kjöl-
farið á íbúasamráði og öðru sem
umhverfis- og skipulagsráð hefur
staðið fyrir frá því að uppbygging
hófst í hverfinu,“ segir Kolbrún en
fjöldi íbúða er nú í byggingu í ná-
grenni Brautarholts, þar á meðal
stúdentaíbúðir.
Við Brávallagötuna hafa borist
margar kvartanir frá íbúum og lög-
regluyfirvöldum vegna mikilla
þrengsla á svæðinu vegna bíla sem
leggja illa og skaga út í götuna.
Stoppað í göt gjaldskyldra
bílastæða í Reykjavíkurborg
Gjaldskyldum svæðum í Reykjavík fjölgar Mikil uppbygging nýrra íbúða
Blátt = Nýtt gjaldsvæði (P2)
Rautt= Nýtt gjaldsvæði (P3)
Ný gjaldskyld bílastæði í Reykjavík
Brávallagata
Skúlagata
Skúlagata
Lindargata
Lindargata
Mjölnisholt
Brautarholt
Ásholt
Stúfholt
Stórholt Traðarholt
Veghúsastígur
Ljósvallagata
Laugavegur
Skipholt
Sæb
raut
Sn
or
ra
br
au
t
Hringbraut
Aflaheimildir Íslands í kolmunna á
næsta ári verða 125.984 tonn, sam-
kvæmt ákvörðun Sigurðar Inga Jó-
hannssonar sjávarútvegsráðherra.
Í tilkynningu segir að þessi ákvörð-
un sé í samræmi við hlutdeild Ís-
lands samkvæmt eldri samningi
strandríkjanna: Íslands, Evrópu-
sambandsins, Noregs og Færeyja
frá árinu 2006, sem auk þess gerir
ráð fyrir ákveðnum hlut til Rúss-
lands og Grænlands sem úthafs-
veiðiþjóða. Ákvörðunin sé enn-
fremur í samræmi við 776.391
tonns ráðgjöf Alþjóðahafrann-
sóknaráðsins (ICES) fyrir árið
2016.
Eins og stendur er ekkert sam-
komulag á milli strandríkjanna,
hvorki um heildarafla ársins 2016
né um skiptingu hans milli þjóð-
anna. „Þessi ákvörðun er því tekin í
trausti þess að aðrar þjóðir virði
ráðgjöf ICES og samkomulagið frá
árinu 2006 á meðan unnið er að
lausn deilumála sem lúta að skipt-
ingu kolmunnastofnsins,“ segir í
frétt frá sjávarútvegsráðuneytinu.
Ekkert samkomulag og ráðherra ákveður
126 þúsund tonna kolmunnaafla
- með morgunkaffinu