Morgunblaðið - 08.12.2015, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2015
gefðu
Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogur, sími 577 6000, garmin.is
GPS úr á hendi
sem er fullkomið
í útivistina,
þríþraut, á skíði
eða aðrar íþróttir
sem gerir það
einstakt með
sinni glæsilegu
hönnun.
Fenix 3 er einnig snjallúr sem upplýsir þig um hver er að hringja, sérð skilaboð og aðrar
tilkynningar frá símanum án þess að fálma eftir honum í vasan. Með Garmin Connect
fylgist þú með árangrinum, sækir ný forrit fyrir úrið eða klukkuskífur.
Fenix 3 er úrið fyrir kröfuharða íþróttamenn,
útivistarfólk og alla sem líkar vandað og fallegt úr.
Farðu skrefinu
lengra með Fenix
Sama hver takmörk þín eru, farðu skrefinu
lengra með Fenix 3 snjallúrinu frá Garmin
Verð frá 74.900
Mest seldu ofnar
á Norðurlöndum
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Samið hefur verið um stækkun Hót-
els Selfoss. Framkvæmdir eru hafn-
ar en byggð verður fjórða hæð ofan
á syðri álmu hótelsins. Við það fjölg-
ar herbergjum úr
99 í 127.
Til saman-
burðar eru 85
herbergi á Hótel
Örk í Hveragerði
og 122 herbergi á
Stracta Hotel
Hella.
Fjórða hæðin
hefur verið teikn-
uð inn á ljós-
myndina hér til
hliðar og er hún til hægri á mynd-
inni. Nýja álman snýr að Selfoss-
kirkju til suðurs og þaðan verður út-
sýni yfir Ölfusá til vesturs.
Ragnar Jóhann Bogason, fram-
kvæmdastjóri Hótels Selfoss, segir
eigendur hótelsins sjá mikil tæki-
færi til vaxtar. Bókunarhlutfall her-
bergja fari hækkandi með hverju
árinu. Næsta ár líti mjög vel út.
97% herbergjanna bókuð í júlí
Ragnar Jóhann segir bókunar-
hlutfallið hafa verið 85-97% í júní til
september í ár. Það var 97% í júlí og
segir hann erfitt að fara hærra.
„Það er í raun orðin 100% nýting.
Það er tæplega hægt að vera með
100% nýtingu. Við fáum svo mikið af
hópum til okkar og alltaf er inn á
milli einn og einn dagur með minni
nýtingu. Ef nýtingin er orðin 100%
lendir maður í að vera með yfirbók-
að og það er ekki æskilegt,“ segir
Ragnar Jóhann.
Haustmánuðirnir eru líka að
styrkjast í rekstrinum. Milli 50 og
60% herbergja voru bókuð í október
og nóvember. Þá er útlit fyrir að
hlutfallið verði um 40% um jólin og
áramótin og yfir 60% í febrúar og
mars á nýju ári. „Apríl og maí eru
mánuðir sem við þurfum að vinna
vel í en nýting á hótelum á Suður-
landi hefur þá ekki verið nógu góð,“
segir Ragnar Jóhann um árssveifl-
una.
Geta haft hundruð manna í mat
Ragnar Jóhann segir aðspurður
að ekki þurfi að fjölga starfsfólki
mikið vegna þessarar stækkunar. Þá
muni núverandi veitingastaður, sem
tekur 200-250 manns í sæti, vel geta
annað aukinni eftirspurn. Að auki sé
hótelið með funda- og veislusali sem
taka yfir 400 manns í sæti. Bílastæði
og aðrir innviðir hótelsins séu vel
búnir undir að taka við fleiri gestum.
Ragnar Jóhann segir fjárfest-
inguna munu skila góðri arðsemi.
„Ferðaþjónustan er að styrkjast
utan höfuðborgarsvæðisins. Það eru
margir áhugaverðir staðir á Suður-
landi sem alltof fáir vita um. Það
gæti skapað mikil tækifæri. Þá eru
hugmyndir um nýjan miðbæ á Sel-
fossi afar áhugaverðar. Það yrði líka
aðdráttarafl,“ segir Ragnar Jóhann.
Hann segir aðspurður að styrking
krónunnar – evran kostaði 154 krón-
ur í ársbyrjun en kostar nú 140
krónur – hafi haft óveruleg áhrif á
neyslu ferðamanna. Neyslumynstrið
sé mismunandi eftir þjóðerni.
„Asíubúarnir eyða yfirleitt ekki
miklu fyrir utan ferðina sjálfa. Þeir
eru búnir að kaupa matinn og ferð-
ina fyrirfram. Bandaríkjamenn,
Bretar og Þjóðverjar eyða hins veg-
ar meira í aðra hluti,“ segir Ragnar
Jóhann og bendir á að bandaríkja-
dalur sé nú sterkur gagnvart krón-
unni.
Þess má geta að nú munar litlu á
gengi krónu gagnvart evru og
bandaríkjadal. Evran kostar sem
fyrr segir um 140 krónur en dal-
urinn kostar nú um 130 krónur.
Teikning/Arkís/Birt með leyfi
Hótel Selfoss Fjórða hæðin hefur hér verið teiknuð á álmuna sem er til hægri á myndinni.
Teikning/Arkís/Birt með leyfi
Eftir stækkun Á fjórðu hæðinni verða stærri gluggar með góðu útsýni.
Byggja við
Hótel Selfoss
Herbergjum fjölgar úr 99 í 127
Fjórða hæð byggð ofan á suðurálmu
Ragnar J.
Bogason