Morgunblaðið - 08.12.2015, Side 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2015
Mér hlýnaði um
hjartaræturnar sem
áhugamanni um ís-
lenskt mál þegar ég sá
að á degi íslenskrar
tungu var haft eftir
þeim Mörtu Guðjóns-
dóttur, formanni nefnd-
ar um íslenskuverðlaun
unga fólksins, og Vig-
dísi Finnbogadóttur, fv.
forseta Íslands, það vit-
urlegasta sem ég hef séð hingað til
um t.d. læsi. Töluðu þær fyrir því að
hefja lestrarkennslu
strax í leikskólunum. Að
mínum dómi er furðulegt
í allri umræðunni um
læsi að öllum sjálfskipuðu
„spekingunum“ og jafnvel
kennurum skyldi aldrei
detta í hug þessi gamla
góða aðferð sem smá-
barnaskólarnir voru og
leikskólarnir geta nú
komið í staðinn fyrir ein-
mitt til að kenna börnum
að lesa og búa þau þann-
ig undir frekari skóla-
göngu og lífið. Ég get t.d. getið þess
að í gamla daga, þegar ég byrjaði í
1. bekk í barnaskóla og kom þá úr
smábarnaskóla, las ég 175 atkvæði,
sem þótti bara alveg þokkalegt, en
þetta var nú útúrdúr.
Ekki einu sinni menntamála-
ráðherra hefur tjáð sig um þetta
mál að mér vitandi. E.t.v. finnst
þessum spekingum þessi aðferð við
lestrarkennslu of gamaldags þótt
hún sannanlega beri góðan árang-
ur, enda sú kynslóð, sem uppi var á
fyrrgreindum tímum, fluglæs í dag
og hefur alltaf verið en á meðan
eru unglingar og hálfstálpað fólk í
stórum stíl sem ekki getur lesið sér
til gagns.
Í stað þess að hugsa rökrétt um
þetta mál er stórt áhugamál hjá
spekingunum arfavitlaus einkunna-
gjöf í bókstöfum, sem að engu
gagni kemur nema skapa leiðindi
og vitleysu því nokkuð öruggt er að
einkunnagjafir í tölustöfum eru
börnum og unglingum langtum
meira til örvunar og metnaðar. Það
segir sig sjálft. Öll þessi umræða
sjálfskipaðra spekinga minnir óneit-
anlega á þegar mengjavitleysan í
stærðfræði var öpuð upp eftir Sví-
um hér um árið og átti þetta að
verða til að bjarga allri stærðfræði-
kennslu í skólum landsins en
reynslan varð sú að jafnvel kenn-
ararnir botnuðu hvorki upp né nið-
ur í herlegheitunum. Ekki er öll
vitleysan eins. Læsi myndi svo
sannarlega batna að miklum mun ef
menntamálaráðherra og þeir sem
ráða ferð bæru nú gæfu til að fara
eftir því sem fyrrgreindar konur,
þær Marta Guðjónsdóttir og Vigdís
Finnbogadóttir, eru að benda á, því
lengi býr að fyrstu gerð, svo
sannarlega. Eins myndu enskuslett-
urnar í íslensku máli e.t.v. minnka,
því staðreynd er að fjöldi foreldra
má ekki vera að því að kenna börn-
um sínum að lesa. Ég læt ósagt af
hverju.
Íslensk tunga og læsi
Eftir Hjörleif
Hallgríms » Skilyrðislaust verður
að kenna börnum að
lesa strax í leikskólum
því lengi býr að fyrstu
gerð.
Hjörleifur Hallgríms
Höfundur er eldri borgari á Akureyri.
Á dimmum dögum
þegar heim þig sækir
súld og sorg, kvíði eða
vanlíðan, angist eða
ótti. Þá er gott að eiga
samtal við einhvern
sem þú treystir og
kann að hlusta. Því það
er svo gott að finna
samstöðuna og skiln-
inginn og þiggja um-
hyggjuna og uppörv-
unina.
Þá er ekkert betra en að láta biðja
fyrir sér. Því bænin færir sálinni fró
og frið. Hún stillir kvíða, losar streitu
og er besta áfallahjálpin.
Kuldi og trekkur
Þótt á móti blási og kuldi og trekk-
ur taki völdin um stund svo það næði
um. Hafðu þá hugfast að það mun
birta til og vora á ný. Því er svo gríð-
arlega mikilvægt að vera með vorið
vistað í sálinni, sólina og eilíft sumar í
hjarta.
Ekki feiminn við framtíðina
Vertu ekki feiminn við framtíðina.
Hafðu hugrekki til að stíga inn í hana.
Og láttu muna um þig. Því hamingjan
þarf á þér að halda.
Hamingjan felst nefnilega einfald-
lega í því að leitast við að lifa í kær-
leika, friði og sátt við Guð og menn. Í
þakklæti með fyrirgefandi hugarfari.
Með því að gefa af sér, vilja læra að
taka á móti í vanmætti og þiggja. Hún
kemur með jákvæðu hugarfari, auð-
mýkt, von og trú á lífið. Þannig og að-
eins þannig náum við áttum og sáttum
við okkur sjálf.
Stöndum svo saman í bæn
Ekkert er fallegra en að sameina
ólíka hugi um margt í einlægri bæn
fyrir meðbræðrum okkar og systrum
og leitast síðan við að lifa í kærleika og
sátt.
Bænin eykur orku og léttir lund.
Hún veldur vellíðan og
unaði svo maður fyllist
öryggistilfinningu, þakk-
læti og gleði. Jafnvel í
gegnum tárin.
Bænin treystir og eflir
vináttubönd, eykur skiln-
ing og minnkar fordóma.
Hún fær okkur til að
staldra við, standa sam-
an, þótt ólík séum og með
misjafnar skoðanir á svo
mörgu en líklega svip-
aðar grunnþrár og -þarf-
ir svona þegar allt kemur til alls.
Biðjum því hvert fyrir öðru! Það
mildar sjónarhorn okkar á menn og
málefni og færir okkur nær hvert öðru.
Biðjum því daglega saman fyrir
þeim sem nýlega eða einhvern tíma
hafa misst og vita því af eigin raun
hvað það er að syrgja og sakna.
Biðjum einnig fyrir þeim sem orðið
hafa fyrir hvers kyns vonbrigðum eða
upplifað áföll og gengið í gegnum erf-
iða tíma.
Og biðjum svo ekki síst bara fyrir
þeim sem daglega ganga til sinna
hversdagslegu verka og heyja þannig
sína stöðugu og oft hörðu lífsbaráttu.
Og gleymum ekki þeim sem sæta kúg-
un og ofbeldi, eru heimilislausir og á
flótta.
Já og svo bara öllum þeim sem elska
lífið, þrá að höndla það, fá að halda í
það og njóta þess.
Með friðar- og kærleikskveðju.
Lifi lífið!
Á dimmum dögum
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
Sigurbjörn Þorkelsson
» Bænin færir sálinni
fró og frið. Hún still-
ir kvíða og losar streitu.
Þá er gott er að vera
með vorið vistað í sál-
inni, sólina og eilíft sum-
ar í hjarta
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og aðdáandi lífsins.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| brids@mbl.is
Bridsfélag eldri borgara
í Hafnarfirði
Föstudaginn 27. nóvember var
spilaður Mitchell tvímenningur
með þátttöku 26 para.
Efstu pör í N/S (% skor):
Erla Sigurjónsd. - Jóhann Benediktss.
64,5
Ragnar Jónsson - Vigdís Sigurjónsd. 58,4
Örn Einarss. - Guðlaugur Ellertss. 58,4
Örn Isebarn - Birgir Sigurðsson 57,3
Bjarni Þórarinss. - Magnús Jónss. 53,0
A-V
Sigtryggur Jónss. - Höskuldur Jónss. 59,5
Auðunn. Guðmss.
- Guðm. Sigursteinss. 56,9
Sigfús Skúlason - Óskar Ólafsson 56,2
Því miður féll spilamennska nið-
ur þriðjudaginn 1. desember vegna
ófærðar.
Föstudaginn 4. desember var
spilað á 10 borðum. Efstu pör í
N/S:
Ragnar Jónsson - Lúðvík Ólafsson 67,8
Örn Einarss. - Guðlaugur Ellertsson 65,0
Bjarnar Ingimarss. - Bragi Björnss. 55,2
A-V
Kristrún Stefánsd. - Sverrir Gunnarss.
61,1
Ágúst Stefánsson - Helgi Einarsson 58,8
Sigfús Skúlason - Óskar Ólafsson 55,5
Síðasti spiladagur fyrir áramót
er föstudagurinn 18. desember
BFEH spilar á þriðjudögum og
föstudögum í Hraunholti, Flata-
hrauni 3. Spilamennska byrjar kl.
13.
Keppnisstjóri er Sveinn R. Ei-
ríksson og er hjálpað til við mynd-
un para fyrir staka spilara.
Allir spilarar, vanir sem óvanir,
eru velkomnir og er tekið vel á
móti öllum.
Sveit Péturs Gíslasonar
Kópavogsmeistari 2015
Aðalsveitakeppni Bridsfélags
Kópavogs lauk sl. fimmtudag.
Lokastaðan:
Pétur Gíslason 166,74
2. Vigfús Pálsson 140,48
Bingi og feðgarnir 130,37
Bergsteinn 118,53
Þórður Jörundsson 108,15
Fimmtudagana 10. og 17. des.
verður spilaður tveggja kvölda
jólatvímenningur.
AUKIN ÞJÓNUSTA
VIÐ EIGENDUR VW
• Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem
uppfyllir allar ströngustu kröfur Volkswagen.
• Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest
allt um ástand bílsins og gæði.
• Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk
starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu.
Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu.
Komið, sjáið og sannfærist.
Kletthálsi 9 • Sími 568 1090
- V E R K S T Æ Ð I Ð -
www.danco.is
Heildsöludreifing
Járn ljós 23x25 cm
Loftljós, kopar 30 cm
Kerti 13x15 cm
Postulínslampi 24 cm
Stjakar 3 teg. 9 cm
Hreind. haus fyrir kerti 31 cm
Púði 40x40 cm
Teppi 130x150 cm
Kertaglös 7x8 cm
Fyrirtæki - Verslanir
Starfsmannagjafir
Púði 30x50 cm