Morgunblaðið - 08.12.2015, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 08.12.2015, Qupperneq 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér líður eins og tilfinningarnar ætli að kaffæra þig. Snjóskaflar sálarinnar eru síður en svo ókleifir. Vertu opinn fyrir öllum möguleikum til að komast að því. 20. apríl - 20. maí  Naut Þegar þú heyrir eitthvað sem þér líkar ekki, gerðu þá eins og franska tónskáldið Flo- rent Schmitt gerir – hlustaðu á það nánar. Reyndu að gera sem mest úr þessu því þann- ig líður manni best. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Einhverjar breytingar eru yfirvof- andi og valda þér hugarangri. Fjölskyldu- drama á sér hættulega undiröldu og hol- skeflan sem fylgir á eftir getur auðveldlega sópað burt öllu sem áður var. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Bjartsýni þín leiðir þig langt og þegar sá gállinn er á þér ertu hvers manns hugljúfi og samstarfsmenn þínir njóta einnig góðs af. Brettið bara upp ermarnar og gangið í málin því hálfnað er verk þá hafið er. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Athafnasemi og bjartsýni eru þér nauð- synleg. Ef maður heldur að hún eigi eftir að meiða mann, gerir hún það líklega. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er nauðsynlegt að huga að hverju smáatriði ef heildarútkoman á að vera rétt. Dagurinn í dag er góður til þess. 23. sept. - 22. okt.  Vog Viðkvæmni gerir vart við sig í nánu sam- bandi í dag. Vertu lítillátur og láttu ekki drambsemi ná tökum á þér. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Lausn mála er nær en þú heldur. Kannski berast þér gjafir, hver veit, og ein- hverjir finna sig knúna til greiðasemi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert nútímamanneskja á undan þinni samtíð. Leggðu drög að litlu ævintýri og komdu ástvini þínum á óvart. Vandinn er bara að velja. 22. des. - 19. janúar Steingeit Að láta sér lynda við ástvinina er hvorki erfitt né auðvelt. Forðastu ákvarðanir í stórum málum og umfram allt reyndu að ná jarðsambandi aftur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er einhver sem er að þrýsta á þig og vill fá þig til að gera hlut sem þér er þvert um geð. Farðu þér hægt og berðu alla kosti vandlega saman áður en þú velur. Gleymdu ekki gleðinni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Samstarfsfólk styður þig í dag og þess vegna gætir þú átt dásamlegan vinnu- dag. Ef þig endilega langar að láta hlutina flakka gerðu það þá í einrúmi. Þessi staka Stefáns á Vallanesikom upp í hugann þegar ég settist við tölvuna: Ofan drífur snjó á snjó, snjóar hylja flóató, tófa krafsar móa mjó mjóan hefur skó á kló. Bólu-Hjálmar lék sér síðan með þessi rímorð og hefur hringhent og síðasta hendingin heldur sér: Nógan gefur snjó á snjó, snjóum vefur flóató, tóa grefur móa mjó mjóan hefur skó á kló. Hjálmar Freysteinsson yrkir á Boðnarmiði: Veðráttan gengin er göflunum af götunum skaflarnir loka. Tvílyft hús eru komin í kaf, ég kemst ekki út til að moka. Ástu Sverrisdóttur leist ekki á blikuna: Máttu fresta mokstri enn? Mikið þarf að skafa. Er með veðrið, eins og menn, „allt vill lagið hafa“! Og Hallmundur Kristinsson bætti við: Búast skaltu fljótt til ferðar. Fönnin má ei hamla þér. Fáðu tól til gangagerðar; göngin ein víst duga hér! Nú rifjaðist það upp fyrir Hjálmari Freysteinssyni að vísan sem hann „setti hér inn áðan er skuggalega lík annarri vísu: Þegar snjóframleiðsla hófst í Hlíðarfjalli fyrir mörgum árum, brugðust veðurstjórnendur við með því að tvöfalda eigin fram- leiðslu. (Þannig bregðast einok- unarfyrirtæki oft við nýrri sam- kepni.) Þá varð þetta til: Allt er að ganga göflunum af geggjast og fara af sporinu snjógerðarvélin er komin í kaf kannski hún finnist með vorinu. Það telst varla alvarlegur glæpur að stela vísum frá sjálfum sér.“ Friðrik Steingrímsson hafði áhyggjur á Leirnum: Í ýmsu geta læknar lent með lista feril kunnan, nú er víst hjá frænda fennt fyrir grenismunnann. En á Grenivík sagði Björn Ing- ólfsson: Ég er ekkert að ganga af göflunum yfir grimmdinni í náttúruöflunum, því þó að sé kalt er þrátt fyrir allt notalegt skjólið af sköflunum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Það keyfir niður snjó Í klípu EFTIR AÐ HAFA UNNIÐ HJÁ HINU OPINBERA MESTALLA STARFSÆVI SÍNA, ÁTTI FRIÐFINNUR ERFITT MEÐ AÐ AÐLAGAST EINKAGEIRANUM. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ALLIR Í HÚSINU LÖGÐU SAMAN Í PÚKK. HÉRNA ER 20.000 KALL FYRIR FIÐLUNA ÞÍNA.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að njóta stunda saman sem fjölskylda. ÉG VONA AÐ ÞAÐ RIGNI EKKI ÉG VONA AÐ VIÐ EIGUM EKKI KARAMELLUNAMMI! ÉG ER SVO ÁNÆGÐUR MEÐ AÐ ÉG TÓK KODDA MEÐ MÉR Í ÞESSA FÖR! HANN ER NÁKVÆMLEGA ÞAÐ SEM ÉG ÞARF TIL ÞESS AÐ KOMAST Í GEGNUM NÓTTINA! ÉG LÍKA! MINN ER FYLLTUR MEÐ GÆSADÚN! MINN ER FYLLTUR MEÐ SNARLI! ÚPS – SORRÍ, STRÁKAR, ÉG VERÐ MEÐ MINN Á MORGUN. Víkverji var viðstaddur jólahlað-borð að dönskum sið í bekk dótt- ur sinnar um helgina. Þar tóku hönd- um saman umsjónarkennarar, nemendur og nokkrir foreldrar og skelltu upp veislu, sem jafnframt var fjáröflun fyrir útskriftarferð nem- endanna. x x x Dönskukennari krakkanna sá tilþess að matseðill, söngtextar, merkingar á hlaðborði og ýmsar aðr- ar upplýsingar væru á dönsku. Dreg- ið var í happdrætti og krakkarnir lásu númerin fyrst upp á dönsku, og síðan á íslensku. Virtist sem dönsku- kunnátta fullorðinna veislugesta væri farin að ryðga því yfirleitt urðu engin viðbrögð vinningshafa fyrr en tölurnar komu á íslensku. x x x Svona veisla hefði ekki orðið aðveruleika nema fyrir velvilja nokkurra fyrirtækja sem lögðu til hráefni. Öll gáfu þau hráefni utan eitt sem seldi það á 50% afslætti. Ekki skal efa að þegar nær dregur jólum fjölgar fyrirspurnum og beiðnum til fyrirtækja um styrk og aðstoð. Þessi samkoma var áreiðanlega bara ein af fjölmörgum sem treysta á velvilja fyrirtækja. x x x Kennarar og foreldrar notuðu sínsambönd og tengslanet og þegar upp var staðið var maturinn og með- lætið í slíku magni að nokkur afgang- ur var eftir veisluna. Vildu nemend- urnir láta gott af sér leiða og gáfu þau afgangsbirgðir til Konukots. Ekkert fór því til spillis og eiga nem- endurnir heiður skilinn fyrir fram- takið. Unga kynslóðin er þá ekki svo slæm eftir allt saman! x x x Að veislu lokinni héldu allir til sínsheima, sælir og saddir, og sumir hlaðnir pökkum eftir happdrættið. Víkverji var enn að æfa sig í að telja á dönsku. Upprifjunin í útdrættinum dugði þó varla á leiðarenda því Vík- verji var þá búinn að gleyma þýð- ingum eða rugla saman tugatölum eins og halvtreds, tres, halvfjerds og halvfems. Þetta er í lagi upp að 50 en þá er eins fari að halla undan fæti, líkt og í lífinu! víkverji@mbl.is Víkverji En ég segi yður: Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður. Matt. 5:44 SKÓLAR OG NÁMSKEIÐ SÉRBLAÐ Morgunblaðið gefur út sérblað um skóla og námskeið mánudaginn 4. janúar Í blaðinu verður fjallað um þá fjölbreyttu flóru sem í boði er fyrir þá sem stefna á frekara nám. –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, föstudaginn 18. desember

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.