Morgunblaðið - 08.12.2015, Page 38

Morgunblaðið - 08.12.2015, Page 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2015 Frá morgni líkama og sál fyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama Laugarnar í Reykjavík AF JÖTNUM Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Er ekki eitthvað stórkostlegafallegt við það að málm-urinn, þetta alræmda oln- bogabarn tónlistarinnar, hafi fengið inni í húsum séra Friðriks á Hlíðar- enda? Annað árið í röð var upp- skeruhátíð senunnar á höfuðborg- arsvæðinu, Rokkjötnar, haldin í Valshöllinni og svei mér ef andi séra Friðriks sveif ekki yfir vötnum. „Þér munuð með fögnuði vatni ausa úr lindum hjálpræðisins,“ var hann vanur að segja og umburðarlyndi, manngæska og samstaða eru eins og allir vita óvíða meiri en í málm- heimum – enda þótt það sé ekki endilega undir kristilegum for- merkjum. Á Rokkjötnum, rétt eins og Eistnaflugi, er stranglega bannað að vera fáviti. Og svei mér ef klerkur hefði ekki fallið vel inn í hópinn á laugardaginn, þó ekki nema væri fyrir myndarlegt skeggið. Mig bar að garði um kvöldmat en þá höfðu fjórar sveitir þegar troð- ið upp, Meistarar dauðans, með sinn tólf ára gamla trumbuslagara, gömlu brýnin í Bootlegs, Muck og Kont- inuum. Hitti að minnsta kosti þrjá menn sem gerðu góðan róm að fram- göngu síðastnefndu sveitarinnar sem maður þarf bersýnilega að gefa betri gaum við tækifæri. The Vintage Caravan var fyrst á svið um kvöldið, hljómsveit sem ég hef hlustað töluvert á en aldrei séð áður á sviði. Sem er skammarlegt. Bráðungir og leiftrandi músíkalskir piltar sem þegar hafa sent frá sér þrjár plötur og túrað grimmt um álf- una. Skyldi engan undra, efnið þeirra er einstaklega tónleikavænt og leikgleðin var heldur betur í fyr- irrúmi á Rokkjötnum. Man varla eft- ir að hafa séð glaðari mann á sviði en Alexander bassaleikara. Það smitaði fljótt út frá sér fram í salinn. Menn hafa keppst við að skil- greina tónlist The Vintage Caravan, ýmist kallað hana sýrurokk, blús- rokk eða hart rokk en merkimiðinn er auðvitað algjört aukaatriði. Gott rokk er gott rokk. Piltarnir eru aug- ljóslega undir sterkum áhrifum frá klassísku rokki áttunda áratugarins Ausið úr lindum hjálpræðis Morgunblaðið/Styrmir Kári Fámáll Troy Sanders, bassaleikari og einn þriggja forsöngvara Mastodon. Proggkóngarnir að vestan keyrðu prógrammið í gegn af miklum djöfulmóð. og þéttara tríó er líklega vandfundið í þessu landi. The Vintage Caravan lék lög af nýjustu plötu sinni, Arrival, sem Nuclear Blast gaf út fyrr á þessu ári, í bland við eldra efni og enduðu með látum á Expand Your Mind af Vo- yage sem þeir kölluðu í léttu tómi „Spandex of the Mind“. Skemmti- lega súr pæling.    Sólstafir tóku upp þráðinn,annað rokkband með hug-myndafræðilegar rætur í for- tíðinni en innilegan tilgang í samtím- anum. Alltaf jafnyndislegt að svífa með þeim eitursvölu höfðingjum og ekki verra að ná þeim í hverjum mánuði á sviði hér í fásinninu. Hef litlu við umsögn mína frá útgáfu- tónleikunum um daginn að bæta. Hrökk að vísu einu sinni í kút; þegar „æði“ rann á Sæþór sem færði sig alla leið yfir á hinn væng sviðsins. Rólegur, gamli! Ég hef áður trúað lesendum þessa blaðs fyrir því að ég næ engu sambandi við Dimmu. Það hefur ekkert breyst. Það er kúnst að stíga » „Þarna ertu!“ segirhann sigri hrósandi og bendir út í salinn. „Þið hin eruð öll að ljúga!“ Sveittir Tónleikagestir voru vel með á nótunum og stemningin prýðileg. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Tónleikarnir verða ekki með jóla- legu yfirbragði, en engu að síður há- tíðlegir,“ segir Andri Björn Róberts- son bass-barítónsöngvari um söng sinn á hádegistónleikum Íslensku óperunnar í Norðurljósasal Hörpu, tónleikum sem nefnast Kúnstpása og áttu að vera í dag kl. 12.15 en hef- ur vegna veðurs verið frestað þar til á sama tíma á morgun. Með honum leikur píanóleikarinn Janet Haney. „Við munum flytja blöndu af óp- eruaríum eftir Händel, Mozart og Bellini ásamt einu söngleikjalagi eft- ir Frederick Loewe úr Camelot,“ segir Andri Björn sem mun meðal annars syngja aríur úr Brúðkaupi Fígarós og Don Giovanni eftir Moz- art, Orlando eftir Händel og Svefn- genglinum eftir Bellini. Aðspurður segist Andri Björn að- eins hafa sungið Fígaró á sviði af ofangreindum aríum. „Maður getur lesið sér endalaust til um óperur og hlutverkin, en kynnist persónunum best af eigin raun, það er við að syngja hlutverkið á sviði,“ segir hann og viðurkennir að það geti ver- ið vandasamt á tónleikum að stökkva á milli aría og mismunandi verka. „Mér finnst samt nauðsynlegt að bjóða upp á góða fjölbreytni á tón- leikum og flytja glaðlegar aríur í bland við dramatískar. Einnig finnst mér gott að hafa hægar aríur í bland við hraðari svo fólk sofni ekki,“ segir Andri Björn kíminn og tekur fram að hann taki því þó alls ekki illa þótt áheyrendur dotti. „Ég sofna sjálfur stundum á tónleikum. Ég hef alltaf sagt að það séu meðmæli með tón- leikum ef fólki líður það vel að það getur slappað af og lygnt aftur aug- unum.“ Gott að koma heim um jólin Á sínum yngri árum söng Andri Björn í kórum Langholtskirkju und- ir stjórn Jóns Stefánssonar og því var honum ljúft að þiggja boð um að syngja einsöng á Jólasöngvum Kórs Langholtskirkju dagana 18., 19. og 20. desember. „Af gömlum vana syng ég „Jólin alls staðar“, „Fögur er foldin“ og „Hljóða nótt“ auk þess sem ég syng „Konungana þrjá“ eftir Cornelius. Einnig syngjum við Með hátíðlegu yfirbragði  Andri Björn Róbertsson syngur á hádegistónleikum í Hörpu á morgun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.