Morgunblaðið - 08.12.2015, Side 39

Morgunblaðið - 08.12.2015, Side 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2015 öldu hins liðna inn í samtímann en Dimmu er hér með ráðlagt að þiggja siglingafræðilega leiðsögn frá hendi The Vintage Caravan og Sólstafa. Hæg eru heimatökin. Til og með Dimmu finnst mér eins og færri séu í salnum en í fyrra. Það breytist þegar aðalnúmerið stíg- ur á svið, Mastodon frá Atlanta. Koma þeirrar ágætu sveitar til landsins fór undarlega lágt í ljósi þess að hún er „hjúúúúúds“ í Am- eríku, eins og Donald Trump myndi orða það. Til allrar hamingju eru málmverjar með á nótunum og láta sig ekki vanta, þar á meðal upp- blásin brúða sem fer mikinn í miðjum hópnum. Þetta er raunar í annað skipti sem Mastodon skolar upp á Íslands- strendur en sumarið 2003 kom sveit- in fram á tónleikum á Grand Rokk og Gauknum. Brann Dailor trommu- leikari rifjar það upp í kveðjuskyni í Valshöllinni og gerir dauðaleit að eina gaurnum sem borgaði sig inn á þá tónleika. „Þarna ertu!“ segir hann sigri hrósandi og bendir út í salinn. „Þið hin eruð öll að ljúga!“    Annars eru Mastodon-liðarekki mikið í spjallinu. Þaðeru örugglega einhver tíu lög að baki þegar Troy Sanders bassaleikari hleður loksins í „gott kvöld“ og þakkar fyrir að fá tæki- færi til að spila hér aftur. Það er allt og sumt fram að uppistandi Dailors í lokin. Mastodon lætur verkin tala. Og það kjaftar á þeim hver tuska, altso verkunum. Lög af sjöttu og nýjustu breiðskífunni, Once More ’Round the Sun, eru áberandi á pró- gramminu enda njótum við þess heiðurs að vera viðstödd loka- tónleikana á túr sem tileinkaður er plötunni. Það kemur sér væntanlega vel fyrir óvana enda er Once More ’Round the Sun líklega aðgengileg- asta plata Mastodon frá upphafi. Hún og The Hunter. Þarna er líka eldra efni, meðal annars af hinni lof- uðu Leviathan, sem er lauslega byggð á einni merkustu skáldsögu allra tíma, Moby Dick eftir Herman Melville. Já, Mastodon-liðar eru hugsandi menn; hafa líka gengið á hólm við höfuðskepnurnar fjórar. Ég hef hlustað töluvert á Mastodon gegnum árin en geng ekki svo langt að kalla mig aðdáanda. Sveitin stækkaði samt á þessum tón- leikum, hún er helþétt. Fagmenn fram í fingurgóma. Brent Hinds átti magnaða spretti á gítarnum, lagði strengina m.a. undir tennurnar. Man ekki eftir að hafa séð það síðan Bláa bílskúrsbandið var og hét. Sláttur Dailors er líka geggjaður; hvaðan fær maðurinn eiginlega kraftinn? Syngjandi ófáar línurnar. Tónlistin er eins konar erkibirt- ingarmynd proggmálms; þar ægir öllu saman, þrassi, grúvi, alti og hvað þetta allt heitir. Úr verður tón- heimur engum öðrum líkur. Masto- don er bara Mastodon. Hver sagði svo að málmur gæti ekki verið artí? Leikgleði The Vintage Caravan leiðist ekki að troða upp, Óskar Logi Ágústsson og Alexander Örn Númason. Slútt Þetta voru lokatónleikarnir á Once More ’Round the Sun-túrnum. Benedikt Kristjánsson dúettinn „Adeste Fideles“ sem margir þekkja sem „Guðs kristni í heimi“. Það verður að vanda skemmtilegt að syngja í Langholtskirkju. Auðvitað verður Jóns Stefánssonar saknað, en Árni Harðarson var efsti maður á lista og gott að fá hann til að stjórna í staðinn,“ segir Andri Björn en Jón er í veikindaleyfi um þessar mundir. Hann gengst síðan við því að vera mikið jólabarn. „Ég komst ekkert heim um jólin í fyrra þannig að ég nýt þess í ár að vera hér, ekki síst í þessum fallega snjó með tilheyrandi stemningu,“ segir Andri Björn. Spennandi verkefni framundan Morgunblaðið greindi í síðustu viku frá því að Andri Björn myndi á vori komanda syngja í King Arthur eftir Purcell og Töfraflautunni eftir Mozart við Óperuhúsið í Zürich. Frá og með næsta hausti hefur hann ver- ið ráðinn til að syngja hlutverk Angelotti í Toscu eftir Puccini fyrir English National Opera í London, en sýningar verða haustið 2016, og vorið 2018 hefur hann einnig verið ráðinn til að syngja hlutverk í nýrri óperu á aðalsviði Royal Opera House í Covent Garden. „Þetta er mikil viðurkenning og gríðarlegur heiður að fá að syngja í þessum húsum. Ég hlakka mjög mikið til og vona að þetta geti orðið upphafið á einhverju meira. Það er þegar búið að nefna við mig að ég geti tekið að mér fleiri hlutverk hjá English National Opera,“ segir Andri Björn og bendir á að Covent Garden er eitt þekktasta óperuhús heims og English National Opera er eitt af stærstu óperuhúsum Bret- landseyja. „Svo skemmtilega vill til að ég söng fyrir hjá bæði English National Opera og Royal Opera House Cov- ent Garden sama daginn og lenti greinilega á sannkölluðum happa- degi,“ segir Andri Björn og tekur fram að verkefnið hjá Covent Gard- en sé mjög spennandi. „Það hvílir mjög mikil leynd yfir verkefninu sem verið er að semja um þessar mundir. Ég veit því enn ekki hvað það heitir, um hvað það er eða hvers konar tónlist þetta verður annað en að þetta er nútímatónlist,“ segir Andri Björn og rifjar upp að hann hafi áður fyrr verið svolítið feiminn við nútímatónlist. „Þegar ég var í Royal Academy of Music í London söng ég í The Light- house eftir Peter Maxwell Davies, sem var fyrsta nútímatónverkið sem ég söng í, og það gekk mjög vel. Eft- ir það söng ég árið 2014 í tveimur nútímaóperum í Linbury Studio, sem er hliðarsvið í Covent Garden. Síðan hef ég verið ráðinn í ýmis nú- tímaverkefni þannig að ég er hættur að vera feiminn við þetta. En þetta er mikil vinna. Þetta er áskorun, en jafnframt skemmtilegt,“ segir Andri Björn að lokum. Morgunblaðið/Styrmir Kári Norðurljós Andri Björn Róbertsson á æfingu með Janet Haney. Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl. Billy Elliot (Stóra sviðið) Fös 11/12 kl. 19:00 Lau 26/12 kl. 19:00 Lau 9/1 kl. 19:00 Lau 12/12 kl. 19:00 Sun 27/12 kl. 19:00 Fös 15/1 kl. 19:00 Lau 19/12 kl. 19:00 Fös 8/1 kl. 19:00 Lau 30/1 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - sýningum lýkur í janúar Njála (Stóra sviðið) Mið 30/12 kl. 20:00 Frums. Sun 10/1 kl. 20:00 6.k Fim 21/1 kl. 20:00 11.k Lau 2/1 kl. 20:00 2.k Mið 13/1 kl. 20:00 7.k Sun 24/1 kl. 20:00 Sun 3/1 kl. 20:00 3.k Fim 14/1 kl. 20:00 8.k Fim 28/1 kl. 20:00 12.k Mið 6/1 kl. 20:00 4.k Sun 17/1 kl. 20:00 9.k Sun 31/1 kl. 20:00 Fim 7/1 kl. 20:00 5.k Mið 20/1 kl. 20:00 10.k Blóðheitar konur, hugrakkar hetjur og brennuvargar Hver er hræddur við Virginíu Woolf? (Nýja sviðið) Fös 15/1 kl. 20:00 Frums. Sun 24/1 kl. 20:00 6.k Fös 5/2 kl. 20:00 11.k Lau 16/1 kl. 20:00 2.k Fim 28/1 kl. 20:00 7.k Lau 6/2 kl. 20:00 12.k Sun 17/1 kl. 20:00 3.k Fös 29/1 kl. 20:00 8.k Sun 7/2 kl. 20:00 aukas. Fim 21/1 kl. 20:00 4.k Lau 30/1 kl. 20:00 aukas. Fim 11/2 kl. 20:00 13.k Fös 22/1 kl. 20:00 aukas. Sun 31/1 kl. 20:00 9.k Lau 23/1 kl. 20:00 5.k Fim 4/2 kl. 20:00 10.k Margverðlaunað meistarastykki Lína langsokkur (Stóra sviðið) Sun 13/12 kl. 13:00 Sun 3/1 kl. 13:00 Sun 27/12 kl. 13:00 Sun 10/1 kl. 13:00 Sýningum lýkur í janúar Sókrates (Litla sviðið) Lau 12/12 kl. 20:00 Lau 19/12 kl. 20:00 Sun 13/12 kl. 20:00 Sun 27/12 kl. 20:00 Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina Vegbúar (Litla sviðið) Fim 10/12 kl. 20:00 Þri 29/12 kl. 20:00 Fim 17/12 kl. 20:00 Mið 30/12 kl. 21:00 Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 11/12 kl. 20:00 Fös 8/1 kl. 20:00 Lau 30/1 kl. 20:00 Fös 18/12 kl. 20:00 Lau 23/1 kl. 20:00 Kenneth Máni stelur senunni Mávurinn (Stóra sviðið) Fim 10/12 kl. 20:00 Sun 13/12 kl. 20:00 Takmarkaður sýningartími 65 20151950 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is DAVID FARR Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Fös 11/12 kl. 19:30 35.sýn Lau 2/1 kl. 19:30 40.sýn Lau 30/1 kl. 19:30 45.sýn Lau 12/12 kl. 19:30 36.sýn Sun 10/1 kl. 19:30 41.sýn Fös 5/2 kl. 19:30 46.sýn Mið 30/12 kl. 15:00 37.sýn Fim 14/1 kl. 19:30 42.sýn Fös 12/2 kl. 19:30 47.sýn Mið 30/12 kl. 19:30 38.sýn Sun 24/1 kl. 19:30 43.sýn Lau 13/2 kl. 19:30 48.sýn Lau 2/1 kl. 15:00 39.sýn Fös 29/1 kl. 19:30 44.sýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports! Heimkoman (Stóra sviðið) Sun 13/12 kl. 19:30 Lokasýning Síðasta sýning á meistaraverki Nóbelsskáldsins Pinters. Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið) Mið 9/12 kl. 19:30 10.sýn Fim 7/1 kl. 19:30 12. sýn Fös 15/1 kl. 22:30 13.sýn Fim 10/12 kl. 19:30 11.sýn Mið 13/1 kl. 19:30 aukasýn Fim 21/1 kl. 19:30 15.sýn Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna! Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Lau 12/12 kl. 11:00 Sun 13/12 kl. 13:00 Lau 19/12 kl. 14:30 Lau 12/12 kl. 13:00 Sun 13/12 kl. 14:30 Sun 20/12 kl. 11:00 Lau 12/12 kl. 14:30 Lau 19/12 kl. 11:00 Sun 20/12 kl. 13:00 Sun 13/12 kl. 11:00 Lau 19/12 kl. 13:00 Sun 20/12 kl. 14:30 Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins komið í sölu 11 leikárið í röð. Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið) Lau 26/12 kl. 19:30 Frumsýning Fös 8/1 kl. 19:30 4.sýn Sun 17/1 kl. 19:30 7.sýn Sun 27/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 9/1 kl. 19:30 5.sýn Sun 3/1 kl. 19:30 3.sýn Lau 16/1 kl. 19:30 6.sýn Eitt af meistaraverkum 20. aldarinnar Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið) Lau 23/1 kl. 13:00 Frums. Sun 31/1 kl. 13:00 3.sýn Lau 6/2 kl. 16:00 5.sýn Lau 23/1 kl. 16:00 2.sýn Lau 6/2 kl. 13:00 4.sýn Eldfjörug barnasýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst! Um það bil (Kassinn) Þri 29/12 kl. 19:30 Frums. Lau 9/1 kl. 19:30 4.sýn Fim 21/1 kl. 19:30 7.sýn Sun 3/1 kl. 19:30 2.sýn Fös 15/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 22/1 kl. 19:30 8.sýn Fös 8/1 kl. 19:30 3.sýn Sun 17/1 kl. 19:30 6.sýn Glænýtt verk eftir þekktasta samtímaleikskáld Svía, bráðfyndið og harkalegt í se Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið) Sun 10/1 kl. 14:00 21.sýn Sun 17/1 kl. 14:00 23.sýn Sun 10/1 kl. 16:00 22.sýn Sun 17/1 kl. 16:00 24.sýn Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.