Morgunblaðið - 08.12.2015, Síða 41

Morgunblaðið - 08.12.2015, Síða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2015 Good Dinosaur 2 2 Hunger Games Mockingjay part 2 1 3 The Night Before 4 2 Spectre 3 5 In The Heart Of The Sea Ný Ný Krampus Ný Ný The Bridge of Spies 5 2 Solace 2015 6 3 Survivor Ný Ný Pan 8 8 Bíólistinn 4.–6. desember 2015 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Teiknimyndin Góða risaeðlan skilaði mestum miðasölutekjum til kvik- myndahúsa landsins um helgina en hún er sú nýjasta úr smiðju fyrirtæk- isins Pixar. Myndin skilaði um 3,4 milljónum króna í miðasölu og næst henni kemur síðasta myndin í Hungurleika-syrpunni með um 2,5 milljónir króna. Gamanmyndin The Night Before er sú þriðja tekjuhæsta, skilaði um 1,7 milljónum króna í miðasölu. Bond-myndin SPECTRE hefur nú verið sýnd í fimm vikur og nema miðasölutekjur helgarinnar af henni um 1,3 milljónum króna. Bíóaðsókn helgarinnar Risaeðla tekjuhæst Kvikmyndavef- urinn Variety fjallar um leik- arann Ólaf Darra Ólafsson og spjallar stuttlega við hann og segir hann alþjóðlega stjörnu sem les- endur eigi að kynna sér. Allt stefni í að hann verði jafnþekktur í Bandaríkjunum og í heimalandinu og eru nokkrar kvikmyndir nefndar og sjónvarps- þættir sem hann hefur leikið í, m.a. The Last Witch Hunter. Variety vekur at- hygli á Ólafi Darra Ólafur Darri Ólafsson Maður horfði á hannspengja saman veraldir,stíga milli heima, smíðafegurð. Slíkar stundir vitja mín,“ skrifar Guðmundur Andri Thorsson í hugrenningum út frá ljós- mynd af föður hans, Thor Vilhjálms- syni (1925-2011), sem situr hugsi á skrifstofu sinni, eiginlega á kafi í bók- um og pappírum, með einn af penn- um sínum í hendinni. Stundum var Guðmundur Andri ritari föður síns og er hér að lýsa þeirri upplifun: „Ég sit hér með kassa og möppur og koffort og dreg fram mynd og mynd og horfi á þær um stund og finn hvernig rám rödd vakn- ar í vitundinni, hreyfing, orð, atvik og svo hverfur hann aftur, hægt og rólega, inn í ljós- ið.“ (105) Og svo tjöllum við okkur í rallið – Bókin um Thor er framúrskarandi vel lukkað og hjartnæmt verk. Bókin er fallega hugsuð, og einstaklega fal- lega skrifuð. Guðmundur Andri hefur valið um fimmtíu ljósmyndir, teikn- ingar og riss úr vinnustofu Thors og skrifar mislanga kafla og hugleið- ingar út frá hverri þeirra. Á einum stað lýsir hann verki sínu á þennan hátt: „En ég er bara hér að horfa á myndir úr bunkunum hans pabba til að reyna að fá hann til að dvelja svo- lítið lengur hjá mér í einhverri rökk- urvídd, nú þegar hann er hægt og ró- lega að hverfa mér inn í ljósið“ (76). Og smám saman verður til úr því mynda- og sagnabrotasafni furðulega heil, hrífandi og einlæg mynd sonar af föður sem var framsækinn og leit- andi rithöfundur sem lifði óvenjulegu lífi og varð, þegar á leið, einskonar holdgervingur íslenskrar menningar. „Eiginlega var hann skrifóður, grafóman“ (127) segir í kafla sem hefst á mynd af þéttskrifaðri munn- þurrku frá árinu 1965. Og fallega er iðju skáldsins lýst: „Svona skrifaði hann: Vasakompan var hans miðill, listformið hans: hjartalínurit. Hvert orð er teikning, hver stafur sérstök fí- gúra. Svona skrifaði hann – hönd fylgir heila og heili fylgir hönd. Hann skrifar rós og orðið ilmar, skrifar haf og orðið ólgar, skrifar ský og orðið gliðnar í ótal myndir“ (127). Þetta er óvenjuleg ævisaga og lík- lega einstæð hér á landi, því ekki tekst slyngur höfundurinn bara á við að greina list og feril merkilegs lista- manns, heldur er líka sonur lista- mannsins og fyrir vikið með óviðjafn- anlegan aðgang að þessu lífi sem er miðlað til okkar. En þrátt fyrir að hér lýsi sonur föður þá fær lesandinn ekki á tilfinninguna að myndin sé fegruð. Sem dæmi um það má nefna kafla um drykkju skáldsins og ferðir þar sem skáldið sat jafnvel dögum saman á hverfisbar erlendis með vísakortið, „og hélt fatsagestum og aðvífandi uppi á drykkjum við miklar vinsældir þar, en minni heima þegar reikning- urinn kom. Þá var stundum talað um „að vafra um á vísakortinu“.“ (98) Myndirnar kveikja mislanga og ólíka kafla en sá fyrsti gefur tóninn, stór ljósmynd af Guðmundi Andra ungum í fangi föður síns sem heldur utan um hann styrkri hendi. Þetta er góð stund í löngu liðnum tíma og myndinni fylgir texti um brall feðg- anna sem eru að halda úti í daginn með gamansamt bullumál á vörum; þeir tjalla sér í rallið. Margar bækur hafa verið skrifaðar með aðstoð ljós- myndagreiningar, enda getur sú heimild sem ljósmyndir eru opnað marga heima. Á síðustu áratugum hefur verið fyrirferðarmikil á þessu sviði nálgunin sem franski táknfræð- ingurinn Roland Barthes kom fram með í hinu áhrifamikla verki Camera Lucida, og Guðmundur Andri beitir athyglisverðri greiningu í hans anda – með studium og punctum – á eina ljósmyndanna þar sem unglingurinn Thor heldur ungur og feiminn undir handlegg hins kunna föðurafa síns, efnamannsins Thors Jensen. En höf- undurinn nálgast efnið á marg- víslegan hátt; stundum eru þetta minningabrot, í önnur skipti rödd fræðimanns, en furðu fljótt verður til samhangandi og áhugaverð mynd af ungum manni sem elst upp við ríku- leg efni en upplifir engu að síður harma, eins og átakanlegan bróð- urmissi. Og hann fetar sig aðra leið en ættingjar í stjórnmálum og við- skiptum, og virðist þurfa að hafa meira fyrir því en aðrir að fá sig sam- þykktan í þeim kreðsum, sökum upp- runans, en svo finnur hann sig í París og átti síðan griðastaði í löndum sunnanverðrar Evrópu en þótti fátt gott hægt að sækja norðar í álfuna. Sá Thor sem hér birtist er vissu- lega óvenjulegur maður, til að mynda heimavinnandi á tímum þegar karlar unnu úti en konur frekar heima; eig- inkonan Margrét Indriðadóttir held- ur út í bæ í dagvinnuna, sem frétta- stjóri Ríkisútvarpsins, kemur síðan heim og eldar mat fyrir karlana og situr síðan löngum sem ritari höfund- arins, sem les henni fyrir – og er það ein af mörgum athyglisverðum lýs- ingum bókarinnar – og átti Guð- mundur Andri síðar eftir að taka við því starfi. Og hann skýrir vel afstöðu Thors til listarinnar: „Hann var rómantíker og hafði fölskvalausa trú á list. Hún var hon- um heilög og þó hann heimtaði ekki sveinsbréf og löggild réttindi fannst honum að menn þyrftu að afla sér þekkingar, visku og færni til að geta stundað list … Hann starfaði alla tíð í anda þess meginsjónarmiðs að listin væri æðst alls þess sem mennirnir taka sér fyrir hendur.“ (145) Eitt af mörgu athyglisverðu í frá- sögninni er útgáfusaga verka Thors og til að mynda hvernig hann var orð- inn án útgefanda þegar kom að ní- unda áratugnum en átti eftir að brjót- ast aftur inn í hjarta menningarlífsins þegar Grámosinn glóir sló í gegn. Síð- ustu æviárin var Thor kominn með „stöðu hins eilífa augnkarls í íslensku menningarlífi“ og svo gekk hann Jak- obsveginn, „til fundar við sjálfan sig“ og var að ferðalokum „kominn með ljóshjálm um höfuðið“. Og að lestr- inum loknum skilur lesandinn lista- manninn betur, sögu hans og verk; og hvernig Thor skapaði sig sjálfur, af hörku en líka gæðum. Og höfund- urinn sleppir þá taki af föðurnum sem hverfur „hægt og rólega inn í ljósið“. Þetta er tvímælalaust ein af athygl- isverðustu og bestu bókum ársins. Og svo hverfur hann aftur Morgunblaðið/Ómar Guðmundur Andri „Hann starfaði alla tíð í anda þess meginsjónarmiðs að listin væri æðst alls,“ segir höfundurinn um föður sinn, Thor Vilhjálmsson. Ævisaga Og svo tjöllum við okkur í rallið – Bókin um Thor bbbbm Eftir Guðmund Andra Thorsson. Ljósmyndir og myndverk eftir ýmsa höfunda. JPV útgáfa, 2015. Innbundin, 160 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Á baksíðu Morgunblaðsins í gær var því ranglega haldið fram að þriðju og síðustu aðventutónleikar Mótettukórsins undir stjórn Harð- ar Áskelssonar væru haldnir í Hallgrímskirkju í gærkvöldi. Hið rétta er að tónleikarnir verða í kvöld kl. 20. Eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á þessum leiðu mistökum. LEIÐRÉTT Mótettukórinn syngur lokatónleika í kvöld Shea Butter Gjafakassi fyrir andlit 8.990 kr. Shea Butter Gjafakassi - 8.990 kr.: Shea Hreinsimjólk 200ml, Shea Andlitsvatn 200ml, Shea andlitskrem fyrir þurra húð 50ml og Shea varasalvi 4,5g. Kringlan 4-12 | s. 577-7040 • loccitane.com L’Occitane en Provence - Ísland KRAMPUS 5:45,8,10:45 HUNGER GAMES 4 5:15,8,10:10 THE NIGHT BEFORE 8,10:10 GÓÐA RISAEÐLAN 5:15 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.