Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.07.1991, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 11.07.1991, Blaðsíða 1
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ A SUÐURNESJUM LANDSB'OKASAF] SAFNAHDSINU hverfisgötu 101 REYKJAVJ >12. árgangur Fimmtudagur 1i. jun I i>i/ i Lax kominn í hafnir Hin árlega laxveiöi í höfn- um við Stakksfjörðinn er hafin. Er blaðinu kunnugt um veiði í Voga- og Helgu- víkurhöfnum. þar sem dæmi er um að sami maðurinn liafi lengið 7-8 laxa í einni veiði- ferð. Sem kunnugt er af fréttum er laxveiði í sjó óheiinil, en engu að síður hefur laxveiði í höfnunum verið vinsælt sport undanfarin sumur. Haröur árekstur á Reykjanesbraut: Farþegar smábíls sluppu ótrúlega vel - lenti undir olíuflutningabíl Þó ótriilegt sé, sluppu farþegi og ökumaður án teljandi meiðsla út úr hörðum árekstri olíuflutningabíls með aft- anívagni og Daihatsu Charade fólksbíls á Reykjanesbraut við Grindavíkurveg um kvöld- matarleytið á þriðjudag. Voru farþegi og ökumaður litla bíls- ins fluttir með sjúkrabíl á Sjúkrahúsið í Keflavík, en fengu að fara heim að skoðun og læknisaðgerð lokinni, annar með skrántur en hinn með lítinn skurð. Areksturinn varð með þeint hætti að báðir bílarnir voru að aka brautina til austurs og var stóri bíllinn að taka fram úr hinum, er sá litli beygði skyndilega í veg fyrir þann stóra í átt að afleggjara upp á Vogastapa. Sem fyrr segir fór betur en áhorfðist í fyrstu þó aðstoð þyrfti til að koma báðurn bílunum af slysstað. Þótt ótrúlegt sé urðu ekki teljandi slys í þessum árekstri. Ljósm.: epj. • Kigandi landsvæðisins sem deilt cr um hefur lokað veginuin sem lagður var fyrir lagningu mastrnnnn með stórum steinum, auk þess sem hann hefur sett þar upp skilti er bannar alln umferð óviðkomandi. Ljósm.: epj. 57 milljónir - til viöbótarframkvæmda í Sandgeröishöfn Eins og oft hefur komið fram standa nú yfir stórfelldar fram- kvæindir við Sandgerðishöfn. eru þetta lang stærstu fram- kvæmdir sveitarlélagsins í ár. En Sandgerðingar láta ekki þar við sitja, heldur vilja klára verkið. Er hér átt við að ljúka fyllingum og dýpkun utan þess verks sem er í tilboði fínnska fyrirtækisins. Helur veriö ákveðið að verja 10 milljónutn króna í verk sem samið hefur verið við Istak að framkvæma. Að sögn Stefáns Jóns Bjamasonar bæjarstjóra snýst verkið um það að Finn- amir sleppi elni sem komi við dýpkun innsiglingarinnar, inn- an hafnar og þar taki Istaks- menn það upp og noti í fyllingu við bryggju. Þá er verið að vinna að sam- komulagi með ráðuneyti og þingmönnum um að klára dýpkunarþáttinn alveg inn að bryggju. Stafar þetta af því að eftir að verkefni Finnana lýkur komast fullhlaðin skip sem áður komust að baujunni nú inn að grjótgarðinum, en Sand- gerðingar vilja fá þau alveg inn að bryggju. Atti að taka þetta sem verkefni á 4. ári, en sem kunnugt er, er nú verið að vinna að þriggja ára verkefni í einni lotu. Taldi Stefán Jón að þessa viðbót mætti vinna á örfáum mánuðum og að henni lokinni gæti verkið í heild fyrst orðið arðbært. Hér er um að ræða 47 milljóna króna viðbótarfram- kvæmd, sem endurgreidd yrði að tveimur þriðju af ríkinu. Nýja háspennulínan og aöveitustööin senn tilbúin: Veröur tekið eignarnám ? Langt er nú kontin vinna við að reisa háspennumöstrin frá Hamranesi við Hafnarfjörð að Fitjum í Njarðvík. Að sögn Ingólfs Aðalsteinssonar for- stjóra Hitaveitu Suðumesja er reiknað með að rafmagni verði hleypt á línuna í október. Jafn- framt er nú unnið að byggingu aðveitustöðvar á Fitjum sem á að verða tilbúin á sama tíma. Nýja línan mun fíytja 132 kw og leysir af hólmi eldri línur, sem fluttu 30 kw og 60 kw. Sú stærri er yngri, en þó var það hún sem oft féll út á síðasta vetri og orsakaði rafmagns- truflanir er hér voru. Með til- komu nýju línunnar mun því bæði flutningsgeta á raforku og öryggi neytenda aukast til muna. Mun línan ásamt nýrri flutn- ingslínu úr Svartsengi tengjast í nýju aðveitustöðina sem Hita- veitan er að reisa á Fitjum. En húsnæði það er stálgrindarhús. Það sem hugsanlega gæti taf- ið þetta er að lögmaður í Reykjavík sem á landssvæði sem línan þarf að fara yfir áður en komið er í Kúagerði, hefur stöðvað vinnu við möstrin og farið fram á 6-700 þúsund fyrir land undir liver tvö möstur. en 3-4 verða á hans landssvæði. Er nú verið að undirbúa beiðni um eignarnám á landsvæðinu svo lagning geti haldið áfram. AUGLÝSINGAR • RITSTJÓRN • AFGREIÐSLA ® 14717,15717 • FAX ® 12777

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.