Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.07.1991, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 11.07.1991, Blaðsíða 7
7 Næturlífið í Keflavík: Víkurfréttir 11. júlí 1991 NÆTURSALAN BLÓMSTRAR Um helgar er iðulega mikill fjöldi fólks á ferðinni langt fram eftir nóttu. Yfirleitt er þetta ungt fólk á rúntinum margfræga, eða fólk að koma af skemmtistöðum bæjarins. Flestir þessara ein- staklinga hafa þörf fyrir að fá sér annað hvort gos eða eitthvað annað í svanginn. Það ætti ekki að vera erfitt, þar sem um tjóra staði er að ræða í Keflavík, vilji fólk komast í nætursölu. Blaðamaður var gerður út af örkinni til að kanna þessi mál og varð starfsfólk á tveimur stöðum, Aðalstöðinni og Pulsuvagninum, fýrir svörum. Aöalstööin: BESTA FÓLK Á ÖLLUM ALDRI í gegnum áratugina hefur planið við Aðalstöðina verið einn helsti samkomustaður þeirra sem keyra rúntinn í Keflavík. Þeir eru líka margir sem kíkja þar í lúguna og oft er löng biðröð og starfs- stúlkurnar hafa vart undan að afgreiða gegnum tvær lúgur. Þær María Bergsdóttir og Jó- hanna Jóhannesdóttir voru á vakt er blaðamann bar að. „Hér er oft mikil traffík í lúgunni og á planinu og hing- að kemur besta fólk á öllum aldri,“ sögðu þær María og Jóhanna. -Hvað vantar fólki helst? „Það er óhætt að segja að það séu ótrúlegustu hlutir sem fólk þarf að kaupa sér eftir miðnætti og raunar ekki hægt að nefna eitt framar öðru. Fólk vantar bara allt“. Þær Jóhanna og María sögðu að viðskiptavinimir væru fólk sem væri á rúnt- inum - fólk sem keyrði upp og niður Hafnargötuna. Þær sögðust ekki verða varar við ölvun á fólki í bílunum eða verða fyrir aðkasti frá ölv- uðum. -En hvernig er það að vera lokaður inni á sjoppu þegar bærinn iðar af lífi fyrir utan gluggann? „Það er ekki skemmtileg tilfinning og oft væri gaman að komast út á lífið,“ sögðu þær stöllur að endingu. • Eldhressar afgreiðslu- stúlkur Aðalstöðvarinnar. F.v. Jóhanna Jóhannes- dóttir og María Bergs- dóttir. Ljósm.:hbb Heimilistæki fyrir 150 þús. kr eða meira, lánað í 36 mánuði.- Engin útborgun Þú færö hvergi betri kjör! Komdu og verslaöu allan „pakkann” í húsiö á greiðslukjörumsem eiga sér vart hliðstæöu Munið sumarmyndasamkeppni Vfkurfrétta og Myndarfólks. • Frá Pulsuvagninum við Skrúðgarðinn. Þar er oft samankominn inikill fjöldi fólks, en |iað var rólegt yfir að líta um síðustu lielgi. Þær Svanfríður og Astrún voru ekki á þeim buxunuin að koma í mynda- töku, svo við látum þessa mynd nægja. Ljósm.:hbb Pulsuvagninn: „Hresst fólk að fá sér í svanginn“ Pulsuvagninn við Skrúð- garðinn liggur vel við allri um- ferð í miðbæ Keflavíkur. Skammt frá er skemmtistaðurinn Edenborg og jafnframt safnast mikill fjöldi fólks saman í mið- bænum um helgar og stutt fyrir það fólk að leggja leið sína á Pulsuvagninn. Blaðamaður hitti að máli þær Svanfríði Sverris- dóttur og Astrúnu Viðarsdóttur, sem voru á vakt þetta kvöld. Þær voru fyrst spurðar af því hvort það væru margir sem nýttu sér þá þjónustu sem boðið væri uppá. „Hingað kemur mikill fjöldi fólks eftir miðnætti um helgar. A föstudagskvöldum kemur mikið af ungu fólki sem er á rúntinum, en á laugardags- kvöldum er þetta meira bland- aður hópur fólks og jafnvel fleiri fullorðnir," sögðu þær Astrún og Svanfríður. -Hvenær er mesta áiagið? „Fólkið sem er á rúntinum er að koma hingað fram undir klukkan þrjú, en eftir það er það fólkið sem er að koma af skemmtistöðum bæjarins. Allt er þetta fólk sem er komið hingað til þess að fá sér eitthvað 'hollt' í svanginn". -Verðið þið varar við ölvun? „Já. Við verðum varar við ölvun á fólki, en verðum alis ekki fyrir aðkasti frá þessu fólki. Þetta er allt besta fólk og er hresst í bragði þegar það kemur hingað. Ekki spillir fyrir þegar veðrið er gott, þá sjáum við oft ný andlit," sögðu þær stöllur að endingu. VIÐSKIPTAVINIR ATH. Dagana 1. til 12. ágúst, munum við draga verulega úr starfsemi okkar - vinsamlegast hafið þetta hugfast við pöntun á verkefnum. Prentsmiðjan GRÁGÁS H/F Vallargötu 14. Sími14760 SUMARTILBOÐ 20% afsl. af jogging göllum Nýkomnir ódýrir bolir Regnfatnaður á full- orðna - aðeins 2.970.- Úrval af fatnaði í ferðlagið 5% STAÐGREIÐSLU- AFSLÁTTUR SANDGERÐI Sítni 37415 KEFLAVÍK Sítni 13525

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.