Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.07.1991, Síða 6

Víkurfréttir - 11.07.1991, Síða 6
6 A beininu Umsjón Emil Páll Víkurfréttir 11. júlí 1991 Hefur þú efni á að láta að loka á þig? Eindagi orkureikninga er 15. júlí. Ath.: Lokunargjald er 2000 kr. Látið orkureikninginn hafa forgang. ^ O HITAVEITA SUÐURNESJA - INNHEIMTA - Kirkja Keflavíkurkirkja: Föstudagur: Jónína Guðrún Markús- dóttir, Háteig 19, Keflavík verður jarðsett kl. 14. Laugardagur: Jarðarför Karls Björns- sonar, Faxabraut 69, Keflavík fer fram kl. 14. Arnað heilla: Jónína Steinunn Helga- dóttir og Jón Sigurbjörn Olafsson, Sunnubraut 8, Keflavík, verða gefin saman í hjónaband kl. 16. Sunnudagur: Fermingarmessa kl. 11. Fermd verða Rósalind Lilja Sigurðardóttir og Róbert Gunnar Sigurðsson frá Colorado í Bandaríkjunum, p.t. Suðurgarði 22, Keflavík. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Organisti Einar Örn Éinars- Sóknarprestu r Útskálakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Org- anisti Svavar Sigurðsson. Hjörtur Magni Jóhannsson Hvalsneskirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Börn borin til skírnar. Organisti Svavar Sigurðsson. Hjörtur Magni Jóhannsson Vegurinn Kristið samfálag Túngötu 12 Samvera fimmtudag kl. 20.30. „Einstaka starfsmenn fá ekki að ráðskast með fyrirtækið" -Steindór Sigurösson, framkvæmdastjóri Sérleyfisbifreiða Kefla- víkur á beininu um breytingar hjá starfsfólki, á ferðatíðninni, hópferðaþjónustunni o.fl. Sérleyfisbifreiöir Kefiavík- ur liafa á undanförnum miss- erum veriö mikiö i uinræöunni manna á meðal. Bæjarstjórn Kefiavíkur og starfsmenn fyrirtækisins liafa veriö með deiidar meiningar um ýmsar breytingar sem þarna hafa átt sér staö. Hagvangnr hefur gcrt út- tekt á fyrirtækinu og lagt til ýmsar breytingar. Stutt er síö- an SIIK keypti hópferöubíla Steindórs Sigurössonar og geröist um leið virkur þátt- takandi í hópferöum. I’essi mál tökum viö nú fyrir á beininu ug þar situr Steindór Sigurðsson framkvæmdastjóri fvrirtækisins fyrir svörum. -Um leið og þú hófst störf hjá fvrirtækinu upphófst mikit ólga meðal sumra eldri starfs- mannanna. Aö hluta til kraumar ólgan enn. Hvað nlli henni? „Þetla var fyrst og fremst eðliteg hræðsla við það óþekkta og að fólk vill yfirleitt ekki láta hrófia við því umhverfi sem það hefur btíiö sér til í áranna rás og er sjálfsagt eðlilegur hlutur". -í uppluifi starfstima þíns varst þti m.a. sakaöur uin að fara ekki rétt að varöandi starfslýsingu starfsmanna og vilja nota |)á í hvað sem |>ér nánast dalt í Img og rækir fyrirtækiö eins og þitt einka- fyrirtæki. Hvers vegna gerðir þú það? „Eg hel' nú ekki séð neina starfslýsingu. nema að menn eiga að aka þessum bifreiðum og Itugsa tim þær. Hef ég aldrei neytt neinn lil að gera það sem hann vildi ekki, allt er gert í samráði við viðkomandi starfs- menn. Þegar verið er að gera breyt- ingar. er ekkert óeðlilegt |)ó mis- munandi sjónarmið komi upp, en þau verður að skoða hverju sinni. Eg tel það hól ef einhver álítur að ég rcki fyrirtækið eins og mitt einkafyrirtæki, ég lagði mig mikið fram við minn einka- rekstur og því er þetta mikiö hól ef rétt er haft eftir." -Er þaö rétt að hópferöir hafi ekki skiluö því til fyrir- tækisins sein þú taldir að þær myndu gera og mi liggi helst fvrir að liætta þeim? „Við skulum skoða hlutfallið. Núna eru þær 33% af rekstrinum sem eru tæplega 30 milljónir og ég álít ekki að nokkur maður vilji henda þeim peningum. Það er frek- ar núna sem þetta skilar hagnaði. þar sem ástand bílanna er orðið þannig að þeir bila síður í þessum ferðum en áður. Vegna mikils við- halds að undanförnu er ástand bíl- anna komið í mjög gott ástand. Ég hef ekki heyrt að það eigi að hætta þeim." -Að undanförnu hefur ntikið verið hrært i ferðatíðninni. Dæmi eru um að hrcytingur hafl nánast komið á fyrirvaralaust og nokkrum dögum síðar hall aftur verið breytt. Hvað veldur? „Raunverulega hefur ekki mikið verið hrært í ferðatíðninni. heldur aðeins fækkað um eina ferð og ekki fært tii nema í tveimur tilvikum. Þetta er unniö úr úttekt Hagvangs og starfshóps bfistjóra. Þar sem fínstilla þurl'ti þetta var það ekki auglýst og því lagað strax, auk þess sem gamla áætlunin var í gangi einnig fyrslu dagana. Kom þetta því ekki mikið niður á fólki né kostaði okkur mikla peninga.” -Nú er verið að breyta vinnu- tíma bílstjúra. Er |>að tilraun út i loftið, eða býr eitthvað rökrétt að baki? „Það er náttúrulega rökrétt að gera þessa tilraun og kenrur meðal annars í framhaldi af úttekt Hag- vangs auk þess seni fyrirtækið breyttist 1989 og þá vildi ég gera þessa breytingu. En þá var stór hluti vinnunnar sem fór fram frá kl. 7.30 til kl. 17 daglega." -Brevting úr vaktavinnu í dag- vinnu er til gúðs fvrir starfsmenn en þvðir þetta ekki í raun og veru meiri kostnað fyrir fyrirtækið og aukna yfirtíð starfsmanna? „Þetta hefur engin áhrif á vinnu- skyldu starfsmanna þar sem þeim ber að vinna ákveðna prósentu af yfirvinnu af dagvinnutímafjölda. Hefur þetta m.a. leitt til þess að við þurfum nánast ekkert á sum- arafleysingafólki að halda og þ. a. 1. er kostnaður fyrirtækisins af því leyti minni." -Einstaka starfsmenn liafa talið þig allt að því fjandmann sinn, þar sem þú viljir ráðskast of mikiö með þá. Af hverju starfar þú þannig? „Ég hef nú ekki orðið mikið var við þetta. en hinsvegar getur verið að einstakir starfsmenn haft ráðskast með fyrirtækið og þaö hefur kannski breyst." -Nú hefnr Hagvangur gert úttekt á starfsemi fyrirtækisins og þar kennir ýmsra grasa varðandi hreytingar. Hefur skýrsla llagvangs verið kynnt fyrir starfsmönnum og hvernig tóku þeir því? „Reynir Kristinsson hjá Hag- vangi fékk staifsmenn á fund einn laugardagsmorgun í vor og kynnti þeim skýrsluna og ræddi við þá í þrjá klukkutíma. Heyrð- ist mér fara nokkuð vel á með þeim. Auðvitað komu fram spurningar og fólk skyldi kannski ekki allt strax. Þetta fólk þarfnaðist útskýringa og fékk þær hjá honum. Tóku starfsmenn þessu því all vel." -Á sama tíma og farþegar í Garð og Sandgeröi verða að láta sér nægja að feröast jafn- vel prúðbúnir ineð frvsti- húsafólkinu úr Sandgerði. er boðiö ttpp á Flugstöðvarferð og Innri-Njarðvík í hverri ferð. Er þetta ekki ósamræmi? „Mér sýnist það nú gerast æði víða að saman ferðist fólk á leið til vinnu sinnar og aðrir farþegar s.s. hjá SVR og víða um land. En það er þó ekki mjög mikiö ttni að slíkt iölk feröist saman hjá okk- ur. Flugstöðvarferðir eru frá Reykjavík og eru talsvert mikið síðla sumars. Þá er ekki mikið um annað fólk í bílunum á sama tíma, en ef það er margt í flug- stöðina í feröum er því ekið upp- eftir. Að hafa viðkomu í hverri ferð í Innri-Njarðvík hefur svo verið allt frá 1940 og til 1989. en þá var sett pöntunarskylda þar til núna í júní að ákveðið var að prufukeyra þetta í nokkrar vikur. Sem því miður staðfestir það aö þama er ákaflega fátt fólk á ferðinni úr þessum bæjarhluta. Veröur starfsmönnum fækkað á næstunni, eöa gerð hreyting s.s. á stjórnun fyrir- tækisins? „Því miður þá verður það erf- iðasta ákvörðunin ef svo verður og í dag sýnist mér að ef dag- vinnukerftð er komið til að vera, verði að fækka starfsmönnum um ftmm. Hagvangur leggur til að það komi skrifstofumaður í hálft starf. en það hefur engin ákvörðun verið tekin ennþá hvort og/eða hvenær það verður gert." -En hvað með þig sjálfan? „Auðvitað hefur breyting komið upp í huga minn", sagði Steindór að lokum.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.