Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.07.1991, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 11.07.1991, Blaðsíða 11
Fjölmennt hverfi býr við hættulega slysagildru: ________u Víkurfréttir 11. júlí 1991 Innritun á síðasta námskeiðið á morgun, föstudag kl. 13-16 í íþróttahúsi Keflavíkur, sími 11771. Verð kr. 2000. SORP- EIÐINGA- STÖÐ Oft er það sagt að tjölmiðlar séu að kasta grjóti úr glerhúsum þegar fjallað er um íslenskt mál. í Gróftnni í Keflavík hafa verið sett upp skilti á girðingu er tilheyrir áhaldahúsi bæjarins. Stafsetningarkunnátta skilta- gerðarmannsins er örugglega ekki upp á „tíu" ef vel er að gáð. Við látum lesendum eftir að finna villurnar. Ljósm.:hbb. C3 ca IPROTTA- OG LEIKJASKOLI KEFLAVÍKUR Síðasta námskeið sumarsins. Fótbolti - Körfubolti - Hand- bolti - Frjálsar íþróttir - Fim- leikar - Sund - Leikir. ÚTI OG INNI Kennt verður mánud. - fimmtud. kl. 9.30-12.00 og 13.00-15.30. Frjáls mæting föstudag kl. 10-13. Farið í heimsóknir, ferðalög, skoðunarferðir o.fl. OF HRAÐUR AKSTUR ORSÖK FLESTRA SLYSANNA? Tíð umferðaróhöpp hafa átt sér stað á gatnamótum tengi- vegar úr Heiðarholti við Garðveg. Yfirleitt er um að ræða aftanákeyrslur, þegar ökumenn er ætla upp tengi- veginn hægja skyndilega á, án þess að hafa gefið stefnuljós, og ætla að beygja upp veginn. Ökumenn í bflum er koma á eftir hafa þá ekki nægan tíma til að stöðva, með afleiðingum sem allir þekkja. Blaðið hafði samband við Karl Her- mannsson, formann um- ferðarnefndar Keflavíkur, og spurði hann út í það hvort einhverra úrbóta væri að vænta á þessum gatnamótum: „Þessi tengivegur úr Heið- arholti niður á Garðveg var gerður tii bráðabirgða, til þess að minnka þann umferðar- þunga sent var á gatnamótum Vesturgötu og Hringbrautar. I þessu hverfi er tengivegurinn liggur frá býr um helmingur íbúa Keflavíkur og honum var því ætlað að draga stórlega úr umferðarþunga". - Nú eru tíð umferðaróhöpp á þessum gatnamótum og SORPEIÐINGAb I Ut>lN OPSN 'óRKA DAGA KL 8 22 LWJGARDA6A KL 8 16 margsinnis hefur legið við árekstrum vegna umferðar um tengiveginn. Hvað er til úr- bóta? „Við í umferðarnefndinni eigum von á því að þessi tengivegur verði bráðlega leystur af hólmi með nýjum vegi sem mun liggja vestan við byggðina og tengja saman Garðveginn og Reykja- nesbrautina að flugstöðinni. Ég hef engar upplýsingar um það hvenær ráðist verður í gerð þess vegar. Bráða- birgðalausnirnar vilja oft verða notaðar of lengi. Gatnamótin séð ofan af tengiveginuni og niður á Garðveg. Yfir vetrartímann má einnig sjá óhöpp eins og þetta. Svona óhöpp eru tíð við gatnamótin. Ein helsta orsök um- ferðaróhappa á þessum stað er hinn mikli umferðarhraði á Garðveginum, því framhjá gatnamótunum er leyfilegur hámarkshraði 70 km/klst., en Ljósmyndir: hbb. hraðinn á þessum slóðum er oft meiri,“ sagði Karl Her- mannsson, formaður um- ferðarnefndar Keflavíkur að endingu.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.