Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.07.1991, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 11.07.1991, Blaðsíða 2
2 Finnsk blómarós í skrúðgarðinum Ví kurfréttir 11. júlí 1991 Johanna Ollila og partýin standa líka lengra fram á nóttina. Viðmótið hjá unglingunum hérna er lfka örðruvísi og ég kann rnjög vel við mig hérna.“ Hlakkarðu sanit ekki til þess að koma heim? „Nei, ég hlakka ekkert til að koma heim, ég held ég muni sakna allra vina minna héma mjög mikið," sagði finnska blómarósin um leið og hún kvaddi á þá þrjá vegu sem hún kunni á íslensku. Húsin Suðurgata 17 og 19 verða rifin, en á lóð þeirra munu rísa 20 íbúðir fyrir aldraða. Ljósm.: epj. Sandgerðisbær: Miklar verklegar framkvæmdir Þrátt fyrir miklar fram- kvæmdir við Sandgerðishöfn, ver bæjarfélagið 56.6 milljónum króna í aðrar fjárfestingar á yf- irstandandi ári. Um er að ræða skólabyggingu, íbúðir aldraðra, gatnaframkvæmdir, tækja-, húsa- og lóðakaup ásamt fleiru, að sögn Stefáns .1. Bjarnasonar, bæjarstjóra. Fyrirliggjandi er kostn- aðaráætlun við byggingu 2ja hæða skólabyggingar upp á 16-1700 fermetra. Verður varið 12 mill- jónum í það verk í ár, en steypa á grunninn og botnplötu auk þess sem fullnaðar hönnun verður lok- ið. Þá eru íbúðir aldraðra í start- holunum. Hönnun stendur yfir og samið hefur verið við verk- fræðistot'u um gerð útboðsgagna. Er þess vænst að útboðsgögn liggi fyrir nú síðari hluta ársins. Um er að ræða 20 íbúða byggingu sem hugsanlega verður byggð í tveimur áföngum þ.e. 10 íbúðir í hvorum áfanga. Verða íbúðirnar staðsettar við Suðurgötu númer 17 og 19, en gömul hús sem þar eru hafa verið keypt til niðurrifs. Hefur bæj- arfélagið ákveðið að verja 11.6 milljónum króna til kaupa á húsum og landshlutum, en alls verða rifin af hálfu bæjarins fjögur hús bæði vegna áð- urnefndra framkvæmda og vegna umhverfissjónamiiða. Á síðasta ári var gert stórt átak í gatnaframkvæmdum, þá voru m.a. steyptir kantsleinar við velflestar þær götu sem til- búnar voru fyrir slíkt og kant- steinar voru ekki komnirvið. Nú verða lagðar gangstéttir við þessar götur í sumar, auk þess sem jarðvegsframkvæmdir verða í einni götu. I þessar framkvæmdir fara um 6 mill- jónir króna og að auki fara 5 milljónir í lagfæringu á opnum svæðum er tengjast m.a. við- komandi götum. Auk áður talins ver bæj- arfélagið 5 milljónum í tækja- kaup vegna áhaldahúss og loka- stig vatnsveituframkvæmda er hófust fyrir 3 árum verður unn- ið. Þar er um að ræða vinnu við rafstöð. Þær framkvæmdir sem áður eru taldar eru aðeins þær stærstu og því má segja að miklar framkvæmdir verði í bæjarfélaginu á þessu ári. Johanna koin við í skrúðgarðinum til að kasta kveðju á samstarfsstúlkur sínar áður en hún hélt heim til Kerava í Finnlandi. Hérna að ofan er Inin í miðjum hópnum. „Strákarnir héma eru sætari en ... “ - segir Johanna Ollila frá Kerava í sumar eins og undanfarin sumur hafa unglingar úr Keflavík farið til vinabæj- anna á hinum Norðurlöndum á vegum Norrænafélagsins og Nordjobb. Hingað hafa líka komið unglingar frá vina- bæjunum. Er eins og margir vita um nokkurs konar „sum- arvinnuskiptinema" að ræða, sem dvelja í 5-6 vikur og kynnast sumarstörfum jafn- aídra sinna í viðkomandi bæjum. Einn sumaivinnuskiptinem- anna sem dvalið liefur í Kefla- vík í sumar er Johanna Ollila, 18 ára blómarós frá Kerava í Finnlandi. Hún hefur starfað á- samt bráðhressum sam- starfstúlkum sínum í skrúð- garðinum í Keflavík. Víkurfréttir hittu Johönnu að máli í skrúðgarðinum á nránu- daginn, áður en hún hélt heim til Kerava og inntu hana eftir því hvernig henni hefði líkað dvölin í Keflavík. „Það er búið að vera meiri- háttar gaman hérna og mig langar að vera lengur. Eg hef eignast margar mjög góðar vin- konur og er staðráðin í því að koma aftur hingað á næsta ári. Það er nefnilega alveg frábæri að vinna í skrúðgarðinum," sagði Johanna á blöndu af ís- lensku og ensku. Hvað tekur við hjá |)ér þegar |>ú kemur heim? „Þá fer ég beint til Amster- dam í Hollandi á fim- leikasýningu og svo þegar ég kem til baka ferég í ökuskólann til að fá bílpróf. I haust held ég svo áfram í menntaskóla og klára hann næsta vor." Hvernig líst þér á íslensku jafnaldrana þína? „Strákamir hérna eru sætari en haga sér alveg eins og þeir gera heima. Svona almennt þá drekka krakkarnir hérna meira ÞESSA GLÆSILEGU Allir geta veriö meö í sumarmyndasarr1"' ' ÞÚ GETUR UNNIÐ 55 þús. kr. mvndavél -„smelltu11 þér meö... | Framköllmiarþjjóiiusta | HAFNARGÖTU 52 KEFLAVÍK SÍM114290 STÓRGLÆSILEG VERÐLAUN 1. verölaun eru MINOLTA 7000Í myndavél að verð- mæti 55 þúsund kr. Fimm myndir verða verðlaunaðar. Heild- arverðmæti verölauna á annaö hundraö þúsund. „Mynd vikunnar" valin og verölaunuö. Sendiö mynd- ir til Víkurfrétta og Myndarfólks. ÓDÝRAR HÁGÆÐA FILMUR Seljum ódýrar filmur - tilvaldar til aö taka sumarmyndirnar 24 mynda kr. 290.- 36 mynda kr. 370.- yi STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM 3 P fjj I f Útgefandi: Víkurfréttir lif. ■ Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Vallargötu 15. símar 14717. 15717. Box 125. 230 Keflavík. Póstfax nr. 12777. -Ritstjórn: Emil Páll Jónsson, heimas. 12677. bílas. 985-25917. Páll Ketilsson, heimas. 13707, bílas. 985- 33717. -Fréttadeild: Emil Páll Jónsson. Hilmar Bragi Bárðarson, bílas. 985-25916 og Garðar Ketill Vilhjálmsson. -Aug- lýsingadeild: Páll Ketilsson. - Upplag: 5900 eintök sem dreift er ókeypis um öll Suðurnes. - Aðili að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða og Upplagseftirliti Verslunarráðs. - Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimildar sé getið. Umbrot, rilmuvinna og prentun: GRÁGÁS hf. KetJavík.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.