Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.07.1991, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 11.07.1991, Blaðsíða 14
Meistaramót golfklúbbanna Hilmar og Karen meistarar G.S. Verðlaunahafar í meistaramóti G.S. ásamt mótanefnd. Ljósm.: pket. Hilmar Björgvinsson og Karen Sævarsdóttir urðu meistarar Golf- klúbbs Suðurnesja 1991. Meist- aramótið fór fram frá miðvikudegi til laugardags og voru leiknar 72 holur í fimrn flokkum karla, tveimur flokkum kvenna, öldungaflokki og unglingaflokki. Mótið heppnaðist vel í alla staði, þrátt fyrir að veðurguðirnir væru ekki sem blíðastir þrjá fyrstu dag- ana. Síðasta daginn bættu þeir þó heldur betur fyrir rigninguna með rjómablíðu allan daginn. Urslitin í einstökum flokkum fara hér á eftir. Öldungaflokkur: ÖRUGGT HJÁ KJÆRBO Þorbjörn Kjærbo vann nokkuð öruggan sigur í öldungaflokknum án forgjafar. Hann lék holurnar 72 á 328 höggum, tíu höggum betur en landsliðseinvaldurinn í golfi, Jó- hann Benediktsson, sem lék á 338. Jóhann var svo aftur tíu höggum betri en Hólmgeir Guðmundsson, sem varð þriðji, lék á 348 höggum. I öldungaflokki með forgjöf sigraði Friðjón Þorleifsson, eins og oft áður, lék á 292 nettó. Annar varð Kristján Einarsson á 311 og þriðji Garðar Jónsson á 317. Kvennaflokkur: KARENí SÉRFLOKKI Karen Sævarsdóttir var í sér- flokki í kvennaflokknum án for- gjafar eins og fyrirfram var við bú- ist. Karen lék á 320 höggum samtals, eða akkúrat á 80 höggum að meðaltali hvern hring. Næst kom Rakel Þorsteinsdóttir á 376 högg- um, og þriðja varð Gerða Hall- dórsdóttir á 388 höggum. I kvennaflokki með forgjöf, var Magdalena Sirrý Þórisdóttir hlut- skörpust á 286 höggum nettó. í öðru sæti varð systir Rakelar, Rut Þorsteinsdóttir á 299 höggum nettó og þriðja varð Eygló Geirdal á 304 nettó. Unglingaflokkur: ÖRN ÆVAR NÁÐI BESTA HEILDARSKORI MÖTSINS Örn Ævar Hjartarson sigraði með nokkrum yfirburðum í ung- lingaflokknum. Hann lék á 309 höggum og var það jafnframt besta heildarskor mótsins. Annar í ung- lingaflokki varð Kristinn Sörensen á 331 höggi og þriðji Steinar Þór Stefánsson á 347, eftir harða baráttu við Gunnar Logason sem lék á samtals 348 höggum. 4. flokkur karla: HERMANN HÉLT VELLI Hermann Jónasson vann nokkuð öruggan sigur í 4. flokknum, en hann er skipaður golfurum með 20 f forgjöf og meira. Hermann lék 72 holurnar á 362 höggum, tíu högg- um betur en Benedikt Sigurðsson, sem háði harða baráttu við Högna Þórðarson og Lárus Gunnarsson. Benedikt vann Högna með einu höggi og Högni vann Lárus með einu höggi. Benni var því á 372 í öðru sætinu, og Hcgni á 373 í þriðja sætinu. 3. llokkur karla: GOTT H.IÁ GARÐARI Garðar K. Vilhjálmsson hafði nokkra yfirburði í 3. flokknum, sem skipaður er kylfingum með 15-20 í forgjöf. Garðar náði forystunni strax á fyrsta degi og jók hana jafnt og þétt eftir það. Hann lék holurnar 72 á 338 höggum, 21 liöggi belur en Pétur Már Pétursson, sem lék á 359 höggum. Á síðasta degi tókst svo Gunnlaugi Kárasyni að skjótast upp í 3. sætið, lék samtals á 362 liögg- urn. 2. flokkur karla: GUÐMUNDUR HAFÐI ÚTHALDIÐ I örðrum flokki karla, sem skip- aður er kylfingum með 11-15 í for- gjöf, voru nokkrar sviptingar og keppnin spennandi fram á síðasta dag. Það var Guðmundur Mar- geirsson sem reyndist sterkastur allra á endasprettinum, en hann tryggði sér sigurinn með spari- spilamennsku síðustu níu holurnar. Guðmundur stóð uppi sem sig- urvegari á 332 höggum. Gísli Torláson varð annar á 337 og Magnús Garðarsson þriðji á 341 höggi. Þeir Sturlaugur Ólafsson, Þorgeir Ver Halldórsson og Jón Sigurðsson blönduðu sér allir í bar- áttuna fram á síðasta dag, en töpuðu áttum í blíðunni á laugardaginn og misstu af forystunni. I. flokkur karla: HELGI SIGRAÐI EFTIR HÖRKUBARÁTTU Helgi Þórisson tryggði sér sig- urinn í fyrsta flokknum á 72. hol- unni. Helgi hafði forystuna í upp- hafi dagsins, missti liana niður, en náði með harðfylgi að endurheimta hana með sfðasta pútti st'nu. Helgi háði harða baráttu við þá Davíð Jónsson, Marinó Má Magn- ússon og Amar Ástþórsson um sig- urinn. Síðasta daginn iéku þeir Helgi, Davíð og Marinó saman, og voru hnífjafnir þegar á síðustu flöt- ina kom. Helgi var að því er virtist í' verstu aðstöðunni til að sigra, átti eftir 20 metra pútt, en Davíð og Marinó 2-3 metra. Helgi náði að tvípútta, en hinir urðu spennunni að bráð; Davíð þrípúttaði og Marinó náði ekki að reka sitt pútt niður. Helgi vann því á 315 höggurn, en Davíð, Marinó og Arnar voru allir jafnir á 316 höggum. Þá spiluðu jreir þrjár holur til viðbótar um 2. og 3. sætið og eftir það voru Davíð og Arnar enn jafnir. Þeir léku þá bráðabana og náði Arnar þá að knýja fram sigur. Meistarflokkur karla: HILMAR SIGRAÐI Hilmar Björgvinsson náði for- ystunni í meistaraflokki strax á fyrstadegi.og hélt henni allt til loka mótsins. Fyrir síðasta daginn átti hann sjö liögg í forystu á Pál Ket- ilsson og níu á Magnús Jónsson og þótti nokkuð víst að sigri hans yrði ekkiógnað. Menn létu það þó ekki á sig fá og t.a.m. tók Sigurður Sigurðsson sig tii og sýndi sitt rétta andlit, lék síð- asta daginn á 71 höggi, einu undir pari vallarins. Var það besti hringur mótsins. Lokaúrslitin í meistaraflokki urðu jrau að Hilmar sigraði á 311 höggum, Sigurður varð annar á 316 og Magnús þriðji á 320 höggum. Golfkl. Grindavíkur: Jón og Sigrún sigurvegarar Meistaramót Golfklúbbs Grinda- víkur fór fram á Húsatóftavelli t' síðustu viku og um helgina. Meist- arar klúbbsins urðu Jón Pétursson og Sigrún Sigurðardóttir. Jón sigr- aði í 1. flokki karla á 309 höggum, en Sigrún í kvennaflokki án for- gjafar á 278 höggum. Karlamir í Grindavtk léku 72 holur en kon- urnar 54. Úrslit einstakra flokka urðu jressi: Kvennafiokkur án forgjafar: 1. Sigrún Sigurðardóttir.....278 2. Berglind Demusdóttir......296 3. Bylgja Guðmundsdóttir.....307 Kvennaflokkur með forgjöf: 1. Alda Demusdóttir.........221 2. Sigrún Jónsdóttir.........237 3. Kristjana Eiðsdóttir......239 Unglingafiokkur án forgjafar: 1. Helgi Bragason............317 2. Jón Freyr Magnússon.......344 3. Júlíus Daníelsson.........347 Unglingaflokkur með forgjöf: 1. Öli S. Flóventsson........237 2. Gunnar Arinbjarnarson.....252 3. Axel R. Guðnrundsson......264 4. flokkur karla: 1. Kristmundur Ásmundsson ....358 2. Kristján Finnbogason......391 3. Sigurfinnur Jónsson.......413 3. flokkur karla: 1. Árni Hauksson.............350 2. Magnús Jónsson............365 3. Pétur Gíslason............367 2. flokkur karla: 1. Ólafur Bjamason...........317 2. Bjarni Andrésson..........334 3. Valdinrar Einarsson.......336 1. flokkur karla: 1. Jón Pétursson.............309 2. Gunnlaugur Sævarsson......320 3. Pétur Antonsson...........323 Golfkl. Sandgerðis: Víöir vann Golfklúbbur Sandgerðis hélt sitt meistaramót rétt eins og stærri klúbbarnir og var keppt í einum flokki karla, nreð og án forgjafar. Sigurvegari án forgjafar og jafn- framt klúbbmeistari varð Víðir Sv. Jónsson. Hann lék 72 holurnar á samtals 326 höggum. Næstur kom Erlingur Jónsson á 330 höggum og þriðji án forgjafar varð Jón Frið- riksson á 349 höggum. I keppni með forgjöf var háð liörð keppni urn meistaratitilinn. Þegar upp var staðið var það Hlynur Jóhannsson, sem sigraði á 273 höggurn nettó. Næstirogjafnirurðu þeir Guðmundur Einarsson og Að- alsteinn Guðnason á 274 höggum nettó. SUMAR TILB0Ð A GÖLLUM 20% afsláttur föstudag, laugardag og mánudag SPORTBÚÐ ÓSKARS Hafnargötu 23 Sími 14922

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.