Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.07.1991, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 11.07.1991, Blaðsíða 15
15 íþróttir 2. deild: UMFG stendur vel að vígi - sigraöi Selfoss örugglega 3:0 Grindvíkingar gera það ekki endasleppt í 2. deildinni í knatt- spyrnu. Þeir halda uppteknum hætti og vinna hvern leikinn á fætur öðrum. A föstu- dagskvöldið fengu þeir Sel- fyssinga í heimsókn og af- greiddu þá örugglega 3:0. Fyrri hálfleikurinn var reynd- ar heldur tíðindalítill og var ekkert rnark skorað í honum. Grindvfkingar mættu hins vegar ákveðnir til leiks f síðari hálfleik og Ólafur Ingólfsson skoraði fyrsta markið eftir um 15 mínútna leik, eftir sendingu frá Einari Daníelssyni. Einar bætti síðan við öðru markinu og Páll Bjömsson skoraði það þriðja undir lok leiksins. - Sannfærandi sigur hjá Grind- vfkingum. Grindvíkingar sitja nú í 3. sæti 2. deildar með 14 stig og hagstæðari markatölu en Þróttur Reykjavík, sem hefur jafn mörg stig. Skagamenn eru sem fyrr á toppnum með 21 stig og Þórs- arar eru í 2. sæti með 19 stig. Einbeitingin skín úr augum Grindvíkinga þessa dagana, enda eru þeir i toppbaráttunni. Víkurfréttir 11. júlí 1991 Víöismenn einir og yfirgefnir á botni 1. deildar: ÖLL SUND LOKUÐ? Það virðist ekki ætla að ganga þrautalaust fyrir Víðismenn að ná sigri í 1. deild Islandsmótsins. Þeg- ar átta umferðir eru búnar, hafa strákamir úr Garðinum tapað sex viðureignum og gert tvö jafntefli. Markatalan er líka ellefu mörk í mínus. Víðismenn hafa skorað sex mörk og fengið á sig sautján, sem gerir 0,75 skoruð mörk í leik, sem alls ekki getur talist góður árangur. Ástæðan fyrir þessu gengi Víð- ismannaer hulin ráðgáta. Liðið nær ágætum leik úti á vellinum, þó svo að oft sé spilaður of þröngur bolti. Þegar komið er upp að enda- mörkum virðist hins vegar allt renna út í vaskinn, eins og marka- talan bendir réttilega til. Svo virðist vera sem öll sund séu lokuð fyrir Víðismenn að koma knettinum rétta boðleið í mark andstæðinganna. Tvívegis hefur það gerst á upp- hafsmínútum leiks að Víðismenn hafa fengið dæmda á sig vítaspyrnu, sem hefur orðið til þess að brjóta niður leik liðsins. Það átti sér einmitt stað í leik Víðis og FH í Garðinum á fimmtudag í síðustu viku. Þar biðu Víðismenn 2:1 ósig- ur. Gísli Heiðarsson markvörður braut á Herði Magnússyni á sama tíma og tveir FH-ingar voru kol- rangstæðir. Víðismenn mótmæltu, en Öli Olsen dómari, sagði að þeir leikmenn kæmu leiknum ekkert við! Gestirnir skoruðu örugglega. Það var síðan á síðustu mínútu fyrri hálfleiks sem Steinar Ingimund- arson skoraði glæsilegt mark eftir sendingu frá Klemens Sæmunds- syni. Guðmundur V. Sigurðsson gerði síðan út um leikinn þegar hálftími var til leiksloka. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Víðis vildi knött- urinn ekki í mark andstæðinganna. Næsti leikur Víðismanna er við Víking í Reykjavík. Er það jafn- framt síðasti leikur fyrri umferðar. Hefst leikurinn kl. 20:00 á sunnu- daginn. íslandsmótiö 2. deild: Keflvíkingar aftur á sigurbraut? - spaömöluöu ÍR 5:0 Keflvíkingar unnu loksins sann- færandi sigur á heimavelli, er þeir lögðu ÍR-inga af velli 5:0 sl. föstu- dagskvöld. Þetta var annar stórsigur ÍBK yfir ÍR, hinn var í bikar- keppninni 4:0. Keflvíkingar sóttu án afláts í fyrri hálfleik, en tókst þó aðeins að skora eitt mark. Sextán ára nýliðinn í framlínunni. Jóhann Steinarsson (Jóhannssonar) skallaði knöttinn af öryggi í markið frá markteigshomi, eftir sendingu frá Kjartani Ein- arssyni. Kjartan Másson, þjálfari hefur eflaust messað hressilega yfir sín- um mönnum í hálfleik, því ótrú- legustu menn tóku upp á því að skora í síðari hálfleik, og það engin smá glæsimörk. Annað markið kom reyndar úr vítaspyrnu. Kjartan Einars var felldur við markteig, boltinn barst til Gests Gylfasonar sem þrumaði honum í hönd eins varnarmanna IR, þannig að dómarinn komst ekki hjá því að dæma víti. Marco Tanasic tók vítið og skoraði af öryggi. Næsta markið skoraði Kjartan svo sjálfur eftir að hann komst einn inn fyrir vörn ÍR-inga vinstra meg- in. Hann þrumaði knettinum í horn- ið fjær af miklu öryggi. 3:0. Fjórða markið gerði svo enginn annar en Ævar Finnsson, sem var nýkominn inn á sem varamaður. Hann fékk glæsilega sendingu frá Kjartani, þvert yfir vörn IR. og af- greiddi knöttinn viðstöðulaust í netið, - glæsileg samvinna 4:0. Ketlvíkingar höfðu enn ekki sagt sitt síðasta orð. því Sigurjón Sveinsson bætti við fimmta mark- inu áður en yfir lauk. Hann tók boltann á lofti út við vítateigslínu, og sendi hann viðstöðulaust í hægra markhornið. m.a.s. með hægri fæti! - Glæsilegur endir á góðum leik. Geslur Gylfason átti mjög góðan leik gegn ÍR. Hér skaut hann yfir inarkmanninn en boltinn fór rétt vfir þverslá. Það verður að segjast eins og er að ÍR-ingar veittu ekki mikla mót- stöðu í leiknum. Olafur Pétursson hafði lítið að gera í markinu, sér- staklega í síðari hálfleik. Hann fékk boltann helst þegar var varnarmenn ÍBK sendu hann til baka. Kjartan Einarsson var yf- irburðamaður í leiknum og átti þátt í flestum mörkum leiksins. Gestur Gylfason átti líka góðan leik og var óheppinn að skora ekki. ÍÞRÓTTAMOLAR Kjartan í fótbolta og golfi Sumir áhangenda Keflavíkur- liðsins í knatlspyrnu voru ekki par hrifnir þegar þeir heyrðu að Kjart- an Einarsson, framherji IBK, væri búinn að vera að spila í golfmóti síðustu tvo dagana fyrir ieikinn gegn IR, og hefði m.a.s. spilað 18 holur fyrr um daginn. Þessar gagnrýnisraddir voru hins vegar fljótar að koðna, því Kjartan átti stórleik gegn ÍR á föstudags- kvöldið. Hann skoraði eitt mark af fimm og átti þátt í flestum hinna. Það verður víst ekki sagt að golfið hafi komið niður á fót- boltanum hjá Kjartani. heldur frekar öfugt. Kjartan lék í öðrum flokki í Leirunni og lék holurnar 72 á 352 höggum og hafnaði í 9. sæti. Tvöfalt víti í leik ÍBK og ÍR á föstudags- kvöldið dæmdi dómari leiksins vítaspyrnu á IR. Þeir þrættu hressilega á móti. en dómari hristi liara höfðið, lokaði augunum og stóð sem fastast á vítapunktinum. ÍR-ingar máttu nefnilega þakka fyrir að það er bara hægt að dæma eina vítaspyrnu í einu. Þeir brutu nefnilega fyrst á Kjartani, boltinn barst þá til Gests Gylfa sem þrum- aði lionum í hönd IR-ings sem stóð við marklínuna, þannig að í sömu andránni voru þarna tvö vítaverð brot. Verst að það varekki hægt að fá tvö víti! Siffi skoraði ineð hatgri Undir lok leiks ÍBK og ÍR skoraði Sigurjón Sveinsson, eða Siffi eins og hann cr oftast kall- aður. glæsilegt mark. Hann stökk upp, tók boltann viðstöðulausl á lofti og negldi liann með hægri fæti í netið. Það þykir kannski ckki saga til næsta bæjar að Siffi skori í lcik, cn að hann geri það með hægri fæti er annað mál. Siffi hefur nefnilega þótl einn „einfættasti" vinstri- fótarleikmaður ÍBK, síðan Stebbi „Leftf' hætti að spila.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.